FH: Íslenskt og uppalið, já takk Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2015 11:00 Kristján Flóki Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild, en hann er uppalinn hjá FH. vísir/valli FH byrjaði Pepsi-deild karla í fótbolta af krafti með því að vinna KR, 3-1, í Frostaskjólinu í gær. Mikil útlendingarumræða átti sér stað fyrir mót, sérstaklega í kringum þessi tvö stórlið þar sem möguleiki var á að fleiri útlendingar væru inn á vellinum heldur en íslenskir leikmenn. Alls eru tólf útlendingar á mála hjá liðunum tveimur. Fimm erlendir leikmenn eru á mála hjá KR; Danirnir Jacob Schoop, Sören Fredriksen og Rasmus Christiansen, Spánverjinn Gonzalo Balbi og Englendingurinn Gary Martin. Sjö erlendir leikmenn eru í herbúðum FH; Bretarnir Sam Hewson, Sam Tillen og Steven Lennon, Belgarnir Jonathan Hendrickx og Jérémy Serwy, Malímaðurinn Kassim Doumbia og Senegalinn Amath André Diedhiou. Allir fimm útlendarnir hjá KR voru í byrjunarliði vesturbæjarliðsins í gær, en hjá FH byrjuðu fjórir (Hendricks, Serwy, Hewson og Lennon). Tillen var á bekknum, Doumbia í banni og Diedhiou utan hóps.Jérémy Serwy var tekinn af velli hjá FH.vísir/valliFH hefur í mörg ár byggt lið sitt upp á uppöldum leikmönnum enda kjarninn í liðinu gríðarlega sterkur og skilað mörgum titlum í hús. Uppeldisstarfið hélt áfram að skila sigrum í gær. Með fjóra erlenda leikmenn inn á lenti FH 1-0 undir, en þá gerði Heimir Guðjónsson tvöfalda skiptingu. Hann tók Serwy og Hewson af velli fyrir Atla Viðar Björnsson og Bjarna Þór Viðarsson. Þar með voru sjö uppaldir leikmenn inn á hjá FH, tveir erlendir, Guðmann Þórisson sem uppalinn er hjá Breiðabliki en var í meistaraliði FH-inga árið 2012, og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson sem verið hefur hjá FH í áraraðir. FH jafnaði metin aðeins nokkrum sekúndum eftir skiptinguna, en Kristján Flóki Finnbogason tróð boltanum þá í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Auðvitað tilviljunum háð en mark engu að síður. Ellefu mínútum fyrir leikslok þurfti Jonathan Hendrickx að fara af leikvelli meiddur, en óttast var að hann væri ökklabrotinn. Brynjar Ásgeir Guðmundsson leysti Belgann af hólmi, en þá voru átta uppaldir íslendingar inn á vellinum hjá FH, einn erlendur leikmaður, Blikinn Guðmann Þórisson og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson. Með sinn uppalda kjarna skoraði FH tvö mörk, en Atli Guðnason tryggði FH öll stigin þrjú með mörkum á 85. og 92. mínútu.FH með fjóra erlenda, sex uppalda plús einn: 0-1FH með tvo erlenda, átta uppalda plús einn: 0-1FH með einn erlendann, níu uppalda plús einn: 0-2 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna. 5. maí 2015 09:30 Hendrickx ökklabrotnaði ekki í Frostaskjólinu Belgíski hægri bakvörðurinn fer til bæklunarlæknis í dag og þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá. 5. maí 2015 09:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
FH byrjaði Pepsi-deild karla í fótbolta af krafti með því að vinna KR, 3-1, í Frostaskjólinu í gær. Mikil útlendingarumræða átti sér stað fyrir mót, sérstaklega í kringum þessi tvö stórlið þar sem möguleiki var á að fleiri útlendingar væru inn á vellinum heldur en íslenskir leikmenn. Alls eru tólf útlendingar á mála hjá liðunum tveimur. Fimm erlendir leikmenn eru á mála hjá KR; Danirnir Jacob Schoop, Sören Fredriksen og Rasmus Christiansen, Spánverjinn Gonzalo Balbi og Englendingurinn Gary Martin. Sjö erlendir leikmenn eru í herbúðum FH; Bretarnir Sam Hewson, Sam Tillen og Steven Lennon, Belgarnir Jonathan Hendrickx og Jérémy Serwy, Malímaðurinn Kassim Doumbia og Senegalinn Amath André Diedhiou. Allir fimm útlendarnir hjá KR voru í byrjunarliði vesturbæjarliðsins í gær, en hjá FH byrjuðu fjórir (Hendricks, Serwy, Hewson og Lennon). Tillen var á bekknum, Doumbia í banni og Diedhiou utan hóps.Jérémy Serwy var tekinn af velli hjá FH.vísir/valliFH hefur í mörg ár byggt lið sitt upp á uppöldum leikmönnum enda kjarninn í liðinu gríðarlega sterkur og skilað mörgum titlum í hús. Uppeldisstarfið hélt áfram að skila sigrum í gær. Með fjóra erlenda leikmenn inn á lenti FH 1-0 undir, en þá gerði Heimir Guðjónsson tvöfalda skiptingu. Hann tók Serwy og Hewson af velli fyrir Atla Viðar Björnsson og Bjarna Þór Viðarsson. Þar með voru sjö uppaldir leikmenn inn á hjá FH, tveir erlendir, Guðmann Þórisson sem uppalinn er hjá Breiðabliki en var í meistaraliði FH-inga árið 2012, og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson sem verið hefur hjá FH í áraraðir. FH jafnaði metin aðeins nokkrum sekúndum eftir skiptinguna, en Kristján Flóki Finnbogason tróð boltanum þá í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Auðvitað tilviljunum háð en mark engu að síður. Ellefu mínútum fyrir leikslok þurfti Jonathan Hendrickx að fara af leikvelli meiddur, en óttast var að hann væri ökklabrotinn. Brynjar Ásgeir Guðmundsson leysti Belgann af hólmi, en þá voru átta uppaldir íslendingar inn á vellinum hjá FH, einn erlendur leikmaður, Blikinn Guðmann Þórisson og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson. Með sinn uppalda kjarna skoraði FH tvö mörk, en Atli Guðnason tryggði FH öll stigin þrjú með mörkum á 85. og 92. mínútu.FH með fjóra erlenda, sex uppalda plús einn: 0-1FH með tvo erlenda, átta uppalda plús einn: 0-1FH með einn erlendann, níu uppalda plús einn: 0-2
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna. 5. maí 2015 09:30 Hendrickx ökklabrotnaði ekki í Frostaskjólinu Belgíski hægri bakvörðurinn fer til bæklunarlæknis í dag og þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá. 5. maí 2015 09:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna. 5. maí 2015 09:30
Hendrickx ökklabrotnaði ekki í Frostaskjólinu Belgíski hægri bakvörðurinn fer til bæklunarlæknis í dag og þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá. 5. maí 2015 09:45
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56