Fimm ára perlusnillingur styrkir börn í Nepal Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. maí 2015 20:30 Fimm ára íslensk stúlka hefur nú perlað yfir hundrað slaufur til styrktar börnum sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans í Nepal. Þannig hefur hún safnað tugum þúsunda og er hvergi nærri hætt. Emma Sigrún hefur lengi haft gaman að því að perla, og þá sérstaklega slaufur í öllum regnbogans litum. Það var svo fyrir skömmu þegar hún horfði á fréttirnar með mömmu sinni að hún ákvað að perla og hjálpa þannig börnunum í Nepal. Slaufurnar seldu þær mæðgur svo í gegnum Facebook, en þær hafa nú selt 110 stykki. Á slaufunum er ýmist næla eða segull. „Það er hægt að setja þær á ískápinn,“ segir Emma meðal annars. Í gær afhenti Emma svo Unicef rúmlega sjötíu þúsund krónur sem safnast höfðu með slaufusölunni. Peningarnir koma sér vel en talið er að um ein milljón barna þurfi á neyðaraðstoð að halda eftir skjálftann sem varð tæplega átta þúsund manns að bana. Framlag Emmu Sigrúnar fer meðal annars í að útvega börnum í Nepal brýnustu hjálpargögn á borð við hreint vatn, tjöld, næringarsölt og lyf. Pantanirnar eru enn að streyma inn og því ljóst að Emma er hvergi nærri hætt. „Mig langar ennþá að hjálpa börnunum. Ennþá,“ segir hún. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Fimm ára íslensk stúlka hefur nú perlað yfir hundrað slaufur til styrktar börnum sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans í Nepal. Þannig hefur hún safnað tugum þúsunda og er hvergi nærri hætt. Emma Sigrún hefur lengi haft gaman að því að perla, og þá sérstaklega slaufur í öllum regnbogans litum. Það var svo fyrir skömmu þegar hún horfði á fréttirnar með mömmu sinni að hún ákvað að perla og hjálpa þannig börnunum í Nepal. Slaufurnar seldu þær mæðgur svo í gegnum Facebook, en þær hafa nú selt 110 stykki. Á slaufunum er ýmist næla eða segull. „Það er hægt að setja þær á ískápinn,“ segir Emma meðal annars. Í gær afhenti Emma svo Unicef rúmlega sjötíu þúsund krónur sem safnast höfðu með slaufusölunni. Peningarnir koma sér vel en talið er að um ein milljón barna þurfi á neyðaraðstoð að halda eftir skjálftann sem varð tæplega átta þúsund manns að bana. Framlag Emmu Sigrúnar fer meðal annars í að útvega börnum í Nepal brýnustu hjálpargögn á borð við hreint vatn, tjöld, næringarsölt og lyf. Pantanirnar eru enn að streyma inn og því ljóst að Emma er hvergi nærri hætt. „Mig langar ennþá að hjálpa börnunum. Ennþá,“ segir hún.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira