Faðir Eurovision á Íslandi: „Ég hef verið plataður“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. maí 2015 16:34 „Ríkisútvarpið var ekki á þeim buxunum að hleypa þessari lágmenningu að,” segir Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður sem er ábyrgur fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Hann var á þeim tíma útvarpsstjóri á Rás 2 en það tók hann nokkur ár að koma því í gegn að fá að taka þátt. Þorgeir ræddi um hvernig Ísland endaði í Eurovision þegar hann mætti ásamt Siggu Beinteins í hlaðvarpsþáttinn Eurovísi. Þorgeir segir að það hafi verið mikill áhugi á meðal fólks þó að sumir hafi verið neikvæðir. „Það var gríðarleg forvitni hjá ungu fólki en þeir hinir eldri, margir hverjir, leyst ekkert á þetta því þetta kostaði, ég man ekki, eitthvað um 40 milljónir,“ segir hann. Hrafn Gunnlaugsson var á þessum tíma framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og segir Þorgeir að það hafi skipt sköpum. „Það breytti miklu því Hrafn var talsmaður sinnar kynslóðar og var framsækinn og vildi brjóta niður allskonar múra,” segir Þorgeir. „Við komum okkur saman um að fjármagna þetta með því að stela framkvæmdasjóði Sjónvarpsins,” segir hann og bætir við að Rás 2 hafi borgað 15 til 20 prósent af kostnaðinum. Miklar vonir höfðu verið gerðar til íslenska lagsins og segist Þorgeir hafa trúað því að Ísland væri að fara að vera í efstu þremur sætunum. Þegar stigagjöfin hófst segir Þorgeir að tvær grímur hafi verið farnar að renna á hann. „Ég hef verið plataður,“ segist Þorgeir hafa hugsað. „Ég spurði norðmennina, tæknimennina, hvort ég væri með bilaða skjái. Þetta gat bara ekki verið.“ Það kom svo að því að eitthvað smáríki gaf Íslandi átta stig en stigin urðu ekki mikið fleiri. „Ég kleip mig í innanvert lærið svo lítið bæri á og sagði “Héðan í frá Þorgeir læturðu aldrei plata þig“,“ segist hann hafa sagt við sjálfan sig.Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira
„Ríkisútvarpið var ekki á þeim buxunum að hleypa þessari lágmenningu að,” segir Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður sem er ábyrgur fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Hann var á þeim tíma útvarpsstjóri á Rás 2 en það tók hann nokkur ár að koma því í gegn að fá að taka þátt. Þorgeir ræddi um hvernig Ísland endaði í Eurovision þegar hann mætti ásamt Siggu Beinteins í hlaðvarpsþáttinn Eurovísi. Þorgeir segir að það hafi verið mikill áhugi á meðal fólks þó að sumir hafi verið neikvæðir. „Það var gríðarleg forvitni hjá ungu fólki en þeir hinir eldri, margir hverjir, leyst ekkert á þetta því þetta kostaði, ég man ekki, eitthvað um 40 milljónir,“ segir hann. Hrafn Gunnlaugsson var á þessum tíma framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og segir Þorgeir að það hafi skipt sköpum. „Það breytti miklu því Hrafn var talsmaður sinnar kynslóðar og var framsækinn og vildi brjóta niður allskonar múra,” segir Þorgeir. „Við komum okkur saman um að fjármagna þetta með því að stela framkvæmdasjóði Sjónvarpsins,” segir hann og bætir við að Rás 2 hafi borgað 15 til 20 prósent af kostnaðinum. Miklar vonir höfðu verið gerðar til íslenska lagsins og segist Þorgeir hafa trúað því að Ísland væri að fara að vera í efstu þremur sætunum. Þegar stigagjöfin hófst segir Þorgeir að tvær grímur hafi verið farnar að renna á hann. „Ég hef verið plataður,“ segist Þorgeir hafa hugsað. „Ég spurði norðmennina, tæknimennina, hvort ég væri með bilaða skjái. Þetta gat bara ekki verið.“ Það kom svo að því að eitthvað smáríki gaf Íslandi átta stig en stigin urðu ekki mikið fleiri. „Ég kleip mig í innanvert lærið svo lítið bæri á og sagði “Héðan í frá Þorgeir læturðu aldrei plata þig“,“ segist hann hafa sagt við sjálfan sig.Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira