GM hefur framleitt 500 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 08:46 Mary Barra, forstjóri General Motors, fyrir miðju, að fagna áfanganum. General Motors fagnaði því í vikunni að hafa framleitt 500 milljónasta bíl sinn frá stofnun þess árið 1908. General Motors framleiðir bíla í 37 löndum og meðal bílamerkja fyrirtækisins eru Chevrolet, Cadillac, Buick, GMC, Holden í Ástralíu, Opel í Þýskalandi, Vauxhall í Bretlandi, UzDaewoo Auto í Rússlandi, Wuling, Baojun og Jie Fang í Kína, HSV í Ástralíu og Alpheon í S-Kóreu. Á þessum tímamótum tilkynnti GM um 735 milljarða fjárfestingu í nýrri verksmiðju í Fairfax í Kansas en þar ætlar GM að smíða Chevrolet Malibu bíla sína. Um leið gaf forstjóri GM, Mary Barra, særðum hermanni sem slasaðist í Íraksstríðinu Chevrolet Malibu bíl. General Motors framleiddi tæplega 10 milljón bíla á síðasta ári og var lengi vel stærsti bílaframleiðandi í heiminum, áður en Toyota fór fram úr GM. Í fyrra fór Volkswagen Group framúr Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims, en mjög litlu munar á þessum þremur bílaframleiðendum í fjölda framleiddra bíla. Það tæki því GM næstu 50 ár að ná 1.000 milljón bíla markinu ef framleiðsla þeirra væri áfram 10 milljón bílar á ári, en það tók fyrirtækið 107 ár að framleiða 500 milljón bíla. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent
General Motors fagnaði því í vikunni að hafa framleitt 500 milljónasta bíl sinn frá stofnun þess árið 1908. General Motors framleiðir bíla í 37 löndum og meðal bílamerkja fyrirtækisins eru Chevrolet, Cadillac, Buick, GMC, Holden í Ástralíu, Opel í Þýskalandi, Vauxhall í Bretlandi, UzDaewoo Auto í Rússlandi, Wuling, Baojun og Jie Fang í Kína, HSV í Ástralíu og Alpheon í S-Kóreu. Á þessum tímamótum tilkynnti GM um 735 milljarða fjárfestingu í nýrri verksmiðju í Fairfax í Kansas en þar ætlar GM að smíða Chevrolet Malibu bíla sína. Um leið gaf forstjóri GM, Mary Barra, særðum hermanni sem slasaðist í Íraksstríðinu Chevrolet Malibu bíl. General Motors framleiddi tæplega 10 milljón bíla á síðasta ári og var lengi vel stærsti bílaframleiðandi í heiminum, áður en Toyota fór fram úr GM. Í fyrra fór Volkswagen Group framúr Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims, en mjög litlu munar á þessum þremur bílaframleiðendum í fjölda framleiddra bíla. Það tæki því GM næstu 50 ár að ná 1.000 milljón bíla markinu ef framleiðsla þeirra væri áfram 10 milljón bílar á ári, en það tók fyrirtækið 107 ár að framleiða 500 milljón bíla.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent