Fótbolti

Messi lék níu sinnum á leikmenn Bayern í gær - allt Bayern-liðið þrisvar sinnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Messi lék varnarmenn Bayern München sundur og saman í gær.
Messi lék varnarmenn Bayern München sundur og saman í gær. vísir/getty
Barcelona vann sem kunnugt er öruggan 3-0 sigur á Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.



Lionel Messi fór hamförum í leiknum, skoraði tvö fyrstu mörk Börsunga og lagði það þriðja upp fyrir Neymar. Það verður því ekki annað sagt en að Barcelona sé í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn.

Sé litið á tölfræði Messi í leiknum í gær kemur ýmislegt í ljós. Argentínski snillingurinn átti t.a.m. fjögur skot á markið, átti fjórar lykilsendingar og vann boltann þrisvar sinnum af mótherja samkvæmt tölfræðisíðunni WhoScored.

Sá tölfræðiþáttur sem stendur hins vegar upp úr er að Messi níu sinnum framhjá mótherja í leiknum. Félagar hans í framlínunni voru einnig duglegir að leika á leikmenn Bayern; Neymar lék fimm sinnum á mótherja og Luis Suárez fjórum sinnum. Andrés Iniesta fór sömuleiðis fjórum sinnum framhjá mótherja.

Alls fóru leikmenn Barcelona 26 sinnum framhjá mótherja í leiknum en leikmenn Bayern aðeins þrisvar sinnum. Um var að ræða sama leikmanninn í öllum tilfellum; spænska bakvörðinn Juan Bernet.

Þessi tölfræði sýnir kannski best hversu mikið Þýskalandsmeistararnir söknuðu Arjen Robben og Franck Ribéry sem eru báðir frá vegna meiðsla.

Robben fer 4,5 sinnum framhjá mótherja að meðaltali í leik vetur og Ribéry 3,8 sinnum. Þegar þeirra nýtur ekki við vantar töluvert í leik liðsins; m.ö.o. eiginleikann til að leika á mótherja og brjóta leikinn upp. Sóknarleikur Bayern var fremur stirður í gær og til marks um það átti liðið ekki skot á markið í leiknum.

Bayern München tekur á móti Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni um helgina á meðan Barcelona fær Alfreð Finnbogason og félaga hans í Real Sociedad í heimsókn.

Robbery. Arjen Robben og Franck Ribéry á góðri stund.vísir/getty

Tengdar fréttir

Enginn fótbolti á Spáni eftir 16. maí

Spænska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að flauta tímabilið af 16. maí næstkomandi en sambandið er mjög ósátt við að þeirra mati yfirgang spænskra stjórnvalda.

Markatalan er 23-0 í síðustu sex leikjum Börsunga

Barcelona-liðið hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum sínum og í kvöld vann liðið 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×