Tesla tapaði 21 milljarði á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 12:48 Tesla Model X kemur á markað seinna á árinu og margir bíða spenntir. Eins og oft vill verða hjá nýjum bílaframleiðendum var tap á rekstri Tesla rafbílaframleiðandans á fyrsta ársfjórðungi ársins. Velta fyrirtækisins var 150 milljarðar króna en tap af rekstri 21 milljarður, eða um 14% af rekstri. Var það helmingi meira tap er sérfræðingar á Wall Street höfðu spáð en velta Tesla var líka meiri en spár þeirra. Tesla seldi 11.160 bíla á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins en fyrirtækið ætlar að selja 55.000 bíla í ár. Það þýðir að aukin sala verður að eiga sér stað á seinni helmingi ársins og þar mun tilkoma nýs bíls Tesla, Model X jepplingsins spila stóran þátt. Ef að Tesla nær að selja 55.000 bíla í ár verður það 74% meiri sala en í fyrra. Tesla Model X kemur væntanlega í sölu á fjórða ársfjórðungi og ef framleiðsla Tesla á bílnum verður eftir plönum mun fyrirtækið afgreiða ógrynni þeirra til kaupenda þá. Margir kaupendur hafa lengi beðið eftir bílnum og lagt inn pöntun fyrir löngu. Þriðji framleiðslubíll Tesla, Model 3 er svo áætlaður á markað seint á árinu 2017, en þar er um að ræða mun ódýrari bíl en núverandi Model S og Model X jepplingurinn. Ef sama eftirspurn verður eftir þeim bíl verður framleiðsla Tesla hratt komin yfir 100.000 bíla markið á ári. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent
Eins og oft vill verða hjá nýjum bílaframleiðendum var tap á rekstri Tesla rafbílaframleiðandans á fyrsta ársfjórðungi ársins. Velta fyrirtækisins var 150 milljarðar króna en tap af rekstri 21 milljarður, eða um 14% af rekstri. Var það helmingi meira tap er sérfræðingar á Wall Street höfðu spáð en velta Tesla var líka meiri en spár þeirra. Tesla seldi 11.160 bíla á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins en fyrirtækið ætlar að selja 55.000 bíla í ár. Það þýðir að aukin sala verður að eiga sér stað á seinni helmingi ársins og þar mun tilkoma nýs bíls Tesla, Model X jepplingsins spila stóran þátt. Ef að Tesla nær að selja 55.000 bíla í ár verður það 74% meiri sala en í fyrra. Tesla Model X kemur væntanlega í sölu á fjórða ársfjórðungi og ef framleiðsla Tesla á bílnum verður eftir plönum mun fyrirtækið afgreiða ógrynni þeirra til kaupenda þá. Margir kaupendur hafa lengi beðið eftir bílnum og lagt inn pöntun fyrir löngu. Þriðji framleiðslubíll Tesla, Model 3 er svo áætlaður á markað seint á árinu 2017, en þar er um að ræða mun ódýrari bíl en núverandi Model S og Model X jepplingurinn. Ef sama eftirspurn verður eftir þeim bíl verður framleiðsla Tesla hratt komin yfir 100.000 bíla markið á ári.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent