Umfjöllun Glamour um Alda Women vekur athygli um allan heim 9. maí 2015 09:30 Umfjöllun í nýjasta tölublaði íslenska Glamour um Alda Women vekur mikla athygli erlendra miðla. Það er óhætt að segja að umfjöllun í nýjasta tölublaði íslenska Glamour um Ingu Eiríksdóttur og Alda Women hafi vakið athygli. Stórir miðlar á borð við Huffington Post, Us Magazine og Pop Sugar hafa fjallað um umfjöllun og myndbirtingu Glamour af Alda Women hópnum þar sem því er hampað að vakin sé athygli á fegurð og fjölbreytileika. Viðtalið við Ingu er tekið af Ólöfu Skaftadóttur, aðstoðarritstjóra Glamour og nær yfir átta síður í blaðinu en myndirnar tók Silja Magg. Þar er fjallað ítarlega um Alda Women-hópinn, hópur fyrirsætna af öllum stærðum og gerðum sem eiga það sameiginlegt að hafa náð langt á ferli sínum. Þær hvetja konur til að vera ánægðar með líkama sinn og hugsa um hann – þar sem aðaláhersla er lögð á hreysti en ekki fatastærðir. Hópurinn hefur hrist rækilega upp í tískuheiminum og til að mynda bönnuðu nýlega Frakkar með lögum notkun á of grönnum fyrirsætum svo eitthvað sé nefnt. Ashley GrahamMynd/Silja MaggUS Magazine fjallar sérstaklega um fyrirsætuna Ashley Graham en hún er einna þekktust vestanhafs í Alda Women-hópnum en hún hefur meðal annars setið fyrir hjá Sport Illustrated, í febrúar á þessu ári, og þótti það marka tímamót hjá tímaritinu fræga. Glamour/Silja Magg Myndirnar hennar Silju hafa sérstaklega vakið athygli en þar er meðal annars að finna mynd þar sem fyrirsæturnar sýna bera bossana, dansandi á húsþaki í New York. Neðar í fréttinni má finna myndband sem var tekið baksviðs í tökunum á dögunum. Hér má lesa sýnishorn úr viðtalinu við Ingu sem má finna í heild sinn ásamt öllum myndunum í nýjasta Glamour, sem komið er í allar helstu verslanir. Áfram @aldawomen Allt um þessar stórglæsilegu fyrirmyndir og íslensku fyrirsætuna Ingu Eiríks sem leiðir hópinn í nýjasta @glamouriceland ! Dansaðu inn í helgina með okkur @ingaerla @siljamagg @olofskaftadottir A video posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on May 8, 2015 at 9:28am PDT Tengdar fréttir Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Alda women hrista upp í tískuheiminum 8. maí 2015 15:30 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir 365 hefur samið við Odda um prentun á tímaritinu Glamour, sem kemur út mánaðarlega. 8. maí 2015 13:02 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Það er óhætt að segja að umfjöllun í nýjasta tölublaði íslenska Glamour um Ingu Eiríksdóttur og Alda Women hafi vakið athygli. Stórir miðlar á borð við Huffington Post, Us Magazine og Pop Sugar hafa fjallað um umfjöllun og myndbirtingu Glamour af Alda Women hópnum þar sem því er hampað að vakin sé athygli á fegurð og fjölbreytileika. Viðtalið við Ingu er tekið af Ólöfu Skaftadóttur, aðstoðarritstjóra Glamour og nær yfir átta síður í blaðinu en myndirnar tók Silja Magg. Þar er fjallað ítarlega um Alda Women-hópinn, hópur fyrirsætna af öllum stærðum og gerðum sem eiga það sameiginlegt að hafa náð langt á ferli sínum. Þær hvetja konur til að vera ánægðar með líkama sinn og hugsa um hann – þar sem aðaláhersla er lögð á hreysti en ekki fatastærðir. Hópurinn hefur hrist rækilega upp í tískuheiminum og til að mynda bönnuðu nýlega Frakkar með lögum notkun á of grönnum fyrirsætum svo eitthvað sé nefnt. Ashley GrahamMynd/Silja MaggUS Magazine fjallar sérstaklega um fyrirsætuna Ashley Graham en hún er einna þekktust vestanhafs í Alda Women-hópnum en hún hefur meðal annars setið fyrir hjá Sport Illustrated, í febrúar á þessu ári, og þótti það marka tímamót hjá tímaritinu fræga. Glamour/Silja Magg Myndirnar hennar Silju hafa sérstaklega vakið athygli en þar er meðal annars að finna mynd þar sem fyrirsæturnar sýna bera bossana, dansandi á húsþaki í New York. Neðar í fréttinni má finna myndband sem var tekið baksviðs í tökunum á dögunum. Hér má lesa sýnishorn úr viðtalinu við Ingu sem má finna í heild sinn ásamt öllum myndunum í nýjasta Glamour, sem komið er í allar helstu verslanir. Áfram @aldawomen Allt um þessar stórglæsilegu fyrirmyndir og íslensku fyrirsætuna Ingu Eiríks sem leiðir hópinn í nýjasta @glamouriceland ! Dansaðu inn í helgina með okkur @ingaerla @siljamagg @olofskaftadottir A video posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on May 8, 2015 at 9:28am PDT
Tengdar fréttir Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Alda women hrista upp í tískuheiminum 8. maí 2015 15:30 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir 365 hefur samið við Odda um prentun á tímaritinu Glamour, sem kemur út mánaðarlega. 8. maí 2015 13:02 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir 365 hefur samið við Odda um prentun á tímaritinu Glamour, sem kemur út mánaðarlega. 8. maí 2015 13:02