McIlroy og Spieth fara vel af stað á heimsmótinu 30. apríl 2015 11:15 Rory McIlroy fór létt með Jason Dufner í fyrstu umferð. vísir/Getty Heimsmótið í holukeppni, Cadillac World Golf Championship, hófst á TPC Harding Park vellinum í Kaliforníu í dag en 64 bestu kylfingar heims eru meðal þátttakenda í þessu stærsta holukeppnismóti ársins í golfheiminum. Leikið er með nýju fyrirkomulagi í ár þar sem ekki er um að ræða útsláttarkeppni frá byrjun heldur 16 fjögurra manna riðlar þar sem sigurvegarinn í hverjum riðli kemst í 16 manna úrslit sem hefjast á laugardaginn. Í fyrstu umferð voru nokkur óvænt úrslit en þar ber helst að nefna Henrik Stenson sem er í þriðja sæti á heimslistanum í golfi sem tapaði fyrir John Senden frá Ástralíu. Stenson tapaði í bráðabana á 19. holu en hann er yfirleitt mjög öflugur í holukeppni. Þá tapaði Jason Day, sem er í sjöunda sæti á heimslistanum, fyrir Charley Hoffman 4/3 og ítalski kylfingurinn Francesco Molinari lagði fyrrum Masters meistarann Adam Scott að velli 5/4. Augu flestra verða eflaust á Jordan Spieth og Rory McIlroy um helgina en þeir fóru létt með sína leiki í fyrstu umferð á móti Mikko Ilonen og Jason Dufner. Tilþrif dagsins átti þó Bandaríkjamaðurinn Ben Martin en hann var jafn Matt Kuchar eftir 16 holur. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór holu í höggi á hinni löngu 17. holu sem dugði honum til sigurs en Kuchar gat ekki annað en brosað og óskað mótspilara sínum til hamingju með hreint út sagt frábært högg.Heimsmótið í holukeppni verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending á morgun klukkan 20:00. Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Heimsmótið í holukeppni, Cadillac World Golf Championship, hófst á TPC Harding Park vellinum í Kaliforníu í dag en 64 bestu kylfingar heims eru meðal þátttakenda í þessu stærsta holukeppnismóti ársins í golfheiminum. Leikið er með nýju fyrirkomulagi í ár þar sem ekki er um að ræða útsláttarkeppni frá byrjun heldur 16 fjögurra manna riðlar þar sem sigurvegarinn í hverjum riðli kemst í 16 manna úrslit sem hefjast á laugardaginn. Í fyrstu umferð voru nokkur óvænt úrslit en þar ber helst að nefna Henrik Stenson sem er í þriðja sæti á heimslistanum í golfi sem tapaði fyrir John Senden frá Ástralíu. Stenson tapaði í bráðabana á 19. holu en hann er yfirleitt mjög öflugur í holukeppni. Þá tapaði Jason Day, sem er í sjöunda sæti á heimslistanum, fyrir Charley Hoffman 4/3 og ítalski kylfingurinn Francesco Molinari lagði fyrrum Masters meistarann Adam Scott að velli 5/4. Augu flestra verða eflaust á Jordan Spieth og Rory McIlroy um helgina en þeir fóru létt með sína leiki í fyrstu umferð á móti Mikko Ilonen og Jason Dufner. Tilþrif dagsins átti þó Bandaríkjamaðurinn Ben Martin en hann var jafn Matt Kuchar eftir 16 holur. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór holu í höggi á hinni löngu 17. holu sem dugði honum til sigurs en Kuchar gat ekki annað en brosað og óskað mótspilara sínum til hamingju með hreint út sagt frábært högg.Heimsmótið í holukeppni verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending á morgun klukkan 20:00.
Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira