Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslan Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. apríl 2015 18:15 Steinunn Birna, Benedikt Jóhannesson og Guðbjörn Guðbjörnsson eru ekki sammála um að vel hafi tekist til við ráðningu óperustjóra. Myndir/Vísir Ráðning Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur í stöðu óperustjóra hefur verið mikið í umræðunni síðan ráðningin var gerð opinber nú um helgina. Ýmsir framámenn í óperusöng og leiklist á Íslandi hafa gagnrýnt það að Steinunn hafi enga reynslu af uppsetningu á óperu sjálf né af leikhússtörfum. Guðbjörn Guðbjörnsson fyrrum óperusöngvari hefur gagnrýnt ráðninguna hvað mest. „Þetta kemur rosalega á óvart,“ sagði hann þegar Vísir náði af honum tali fyrr í dag. Fyrirtækið Capacent var fengið inn í ráðningarferlið og sá um að taka viðtöl við umsækjendur og meta reynslu þeirra. „Hvaða reynslu hefur Capacent af því að dæma um menntun og starfsreynslu á þessu sviði? Hafa þeir aðila á sínum snærum sem hafa kunnáttu, reynslu og getu til að skera úr um menntun og hæfi fólks á þessu sviði?“ Hann bendir á að stjórnun óperuhúss sé að mörgu leyti ólík rekstri fyrirtækja. „Starfsfólk Capacent hefur enga grunnþekkingu á starfseminni.“Þóra Einarsdóttir og Elmar Þór Gilbertssoní hlutverkum sínum í íslensku óperunni Ragnheiði sem vakti mikla lukku óperugesta á síðasta ári.Mynd/Gísli Egill HrafnssonÓperuhús flókinn vinnustaður Fimmtán einstaklingar sóttu um stöðu óperustjóra og voru í hópnum einstaklingar með viðamikla reynslu af listum og óperusöng. Þar má nefna Kristján Jóhannsson, Davíð Ólafsson og Gunnar Guðbjörnsson. Ekki er hægt að fá aðgang að heildarlista umsækjenda en gefið hefur verið út af stjórn Óperunnar að hann verði ekki birtur. „Óperuhús er einhver flóknasti vinnustaður sem um getur, því þar eru öll listformin samankomin á einu sviði; blanda af leikhúsi með flókinni sviðstækni, sönglist og sinfónískri tónlist,“ skrifar Guðbjörn á bloggi sínu í dag. „Óperustjóri þarf að þekkja sinn vinnustað og hafa staðgóða þekkingu á óperubókmenntunum, leihúsuppsetningu í fortíð og nútíð og síðan eitthvað að vita um hvernig á að velja í aðalhlutverk, hafa innsýn í leikhúsfræðin (dramatúrgíu) og vit á lýsingu og sviðsmynd, svo fátt eitt sé nefnt.“ Segist hann hafa orðið hissa þegar Stefán Baldursson var ráðinn í stöðu óperustjóra á sínum tíma en að nú sé hann krossbit. Steinunn sé píanisti með enga leikhús- né óperureynslu. Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari var einn umsækjenda um starfið.Almenn undrun í óperuheiminum Fréttastofa Vísis hefur náð tali af fjölmörgum óperusöngvurum og söngkonum í dag sem hafa almennt lýst yfir undrun sinni á ráðningunni. Sagði einn þeirra ráðninguna greinilega hafa verið fyrirfram ákveðna, að um klíkuskap væri að ræða og að ekki hefði verið staðið fagmannlega að umsóknarferlinu. Gunnar Guðbjörnsson var einn umsækjenda að stöðunni líkt og áður hefur komið fram. „Ég hefði búist við því að ráðningin yrði þannig að það yrði manneskja úr óperuheiminum ráðin í starfið. Auðvitað bregður manni svolítið,“ útskýrir Gunnar. Hann segist engan rökstuðning fyrir ákvörðuninni hafa fengið en hann hefur samið bréf í því skyni að biðja um slíkan rökstuðning. Hann segir að nú verði að fá úr því skorið hvort Íslenska Óperan falli undir stjórnsýslulög á grundvelli þess að hún fær framlag úr ríkissjóði. Gunnar er bróðir fyrrnefnds Guðbjörns. Segir Steinunni frambærilega konu með áhuga á óperum Benedikt Jóhannesson situr í stjórn Íslensku óperunnar. Hann segir Capacent einna fremsta sérfræðinga í að taka ráðningarviðtöl og vega og meta umsækjendur. „Þetta var svipað ferli og maður hefur kynnst annars staðar,“ útskýrir Benedikt. „Þau tóku mjög nákvæmlega viðtöl þar sem menn skýrðu sinn bakgrunn.“ Benedikt segir alla reynslu hafa verið vegna og metna. „Steinunn er mjög frambærileg kona og fékk góð meðmæli sem stjórnandi þarna í Hörpu, tónlistarstjóri.“ Aðspurður hvort stjórnunarreynsla hafi látin vega meira heldur en reynsla af störfum í óperu segir hann að óþarfi sé að gera lítið úr Steinunni Birnu og hennar áhuga á óperu. „Það er engin ástæða til að efast um það, þó það sé kannski ekki óumdeilt.“ Stjórn Íslensku óperunnar tók lokaákvörðun um ráðninguna. Samkvæmt Benedikt var niðurstaðan einróma. „Kostir allra voru ræddir.“ Vísar hann í reynslu Steinunnar úr heimi tónlistar en hún er menntaður píanóleikari. „Stefán Baldursson var heldur ekki óperusöngvari.“ Páll Baldvin Baldvinsson, leikhúsgagnrýnandi, hefur lagt orð í belg.Praktísk þekking nauðsynleg á viðfangsefninu Á Facebook-síðu Benedikts þar sem hann deilir frétt Vísis um ráðningu Steinunnar Birnu myndaðist umræða um málið. Þar leggur fyrrnefndur Guðbjörn Gunnarsson orð í belg auk Páls Baldvins Baldvinssonar, leikhúsgagnrýnanda og fyrrum formaður Leikfélags Reykjavíkur. Umræðuna má sjá hér að neðan. Þar gagnrýnir Páll Baldvin aðkomu Capacent að ráðningarferlinu og telur það undarlegt að menn geri sér ekki grein fyrir því að rekstur óperu krefjist „einhverrar, bara einhverrar praktískrar þekkingar á viðfangsefninu alveg eins og bílainnflutningur eða talnakönnun.“ Guðbjörn Gunnarsson gengur svo langt að segja að fólk sé stórkostlega hneykslað. Það eru góðar fréttir að Steinunn Birna Ragnarsdóttir komi nú til starfa hjá Íslensku Óperunni. Hún hefur verið tó...Posted by Benedikt Jóhannesson on Sunday, April 19, 2015 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Ráðning Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur í stöðu óperustjóra hefur verið mikið í umræðunni síðan ráðningin var gerð opinber nú um helgina. Ýmsir framámenn í óperusöng og leiklist á Íslandi hafa gagnrýnt það að Steinunn hafi enga reynslu af uppsetningu á óperu sjálf né af leikhússtörfum. Guðbjörn Guðbjörnsson fyrrum óperusöngvari hefur gagnrýnt ráðninguna hvað mest. „Þetta kemur rosalega á óvart,“ sagði hann þegar Vísir náði af honum tali fyrr í dag. Fyrirtækið Capacent var fengið inn í ráðningarferlið og sá um að taka viðtöl við umsækjendur og meta reynslu þeirra. „Hvaða reynslu hefur Capacent af því að dæma um menntun og starfsreynslu á þessu sviði? Hafa þeir aðila á sínum snærum sem hafa kunnáttu, reynslu og getu til að skera úr um menntun og hæfi fólks á þessu sviði?“ Hann bendir á að stjórnun óperuhúss sé að mörgu leyti ólík rekstri fyrirtækja. „Starfsfólk Capacent hefur enga grunnþekkingu á starfseminni.“Þóra Einarsdóttir og Elmar Þór Gilbertssoní hlutverkum sínum í íslensku óperunni Ragnheiði sem vakti mikla lukku óperugesta á síðasta ári.Mynd/Gísli Egill HrafnssonÓperuhús flókinn vinnustaður Fimmtán einstaklingar sóttu um stöðu óperustjóra og voru í hópnum einstaklingar með viðamikla reynslu af listum og óperusöng. Þar má nefna Kristján Jóhannsson, Davíð Ólafsson og Gunnar Guðbjörnsson. Ekki er hægt að fá aðgang að heildarlista umsækjenda en gefið hefur verið út af stjórn Óperunnar að hann verði ekki birtur. „Óperuhús er einhver flóknasti vinnustaður sem um getur, því þar eru öll listformin samankomin á einu sviði; blanda af leikhúsi með flókinni sviðstækni, sönglist og sinfónískri tónlist,“ skrifar Guðbjörn á bloggi sínu í dag. „Óperustjóri þarf að þekkja sinn vinnustað og hafa staðgóða þekkingu á óperubókmenntunum, leihúsuppsetningu í fortíð og nútíð og síðan eitthvað að vita um hvernig á að velja í aðalhlutverk, hafa innsýn í leikhúsfræðin (dramatúrgíu) og vit á lýsingu og sviðsmynd, svo fátt eitt sé nefnt.“ Segist hann hafa orðið hissa þegar Stefán Baldursson var ráðinn í stöðu óperustjóra á sínum tíma en að nú sé hann krossbit. Steinunn sé píanisti með enga leikhús- né óperureynslu. Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari var einn umsækjenda um starfið.Almenn undrun í óperuheiminum Fréttastofa Vísis hefur náð tali af fjölmörgum óperusöngvurum og söngkonum í dag sem hafa almennt lýst yfir undrun sinni á ráðningunni. Sagði einn þeirra ráðninguna greinilega hafa verið fyrirfram ákveðna, að um klíkuskap væri að ræða og að ekki hefði verið staðið fagmannlega að umsóknarferlinu. Gunnar Guðbjörnsson var einn umsækjenda að stöðunni líkt og áður hefur komið fram. „Ég hefði búist við því að ráðningin yrði þannig að það yrði manneskja úr óperuheiminum ráðin í starfið. Auðvitað bregður manni svolítið,“ útskýrir Gunnar. Hann segist engan rökstuðning fyrir ákvörðuninni hafa fengið en hann hefur samið bréf í því skyni að biðja um slíkan rökstuðning. Hann segir að nú verði að fá úr því skorið hvort Íslenska Óperan falli undir stjórnsýslulög á grundvelli þess að hún fær framlag úr ríkissjóði. Gunnar er bróðir fyrrnefnds Guðbjörns. Segir Steinunni frambærilega konu með áhuga á óperum Benedikt Jóhannesson situr í stjórn Íslensku óperunnar. Hann segir Capacent einna fremsta sérfræðinga í að taka ráðningarviðtöl og vega og meta umsækjendur. „Þetta var svipað ferli og maður hefur kynnst annars staðar,“ útskýrir Benedikt. „Þau tóku mjög nákvæmlega viðtöl þar sem menn skýrðu sinn bakgrunn.“ Benedikt segir alla reynslu hafa verið vegna og metna. „Steinunn er mjög frambærileg kona og fékk góð meðmæli sem stjórnandi þarna í Hörpu, tónlistarstjóri.“ Aðspurður hvort stjórnunarreynsla hafi látin vega meira heldur en reynsla af störfum í óperu segir hann að óþarfi sé að gera lítið úr Steinunni Birnu og hennar áhuga á óperu. „Það er engin ástæða til að efast um það, þó það sé kannski ekki óumdeilt.“ Stjórn Íslensku óperunnar tók lokaákvörðun um ráðninguna. Samkvæmt Benedikt var niðurstaðan einróma. „Kostir allra voru ræddir.“ Vísar hann í reynslu Steinunnar úr heimi tónlistar en hún er menntaður píanóleikari. „Stefán Baldursson var heldur ekki óperusöngvari.“ Páll Baldvin Baldvinsson, leikhúsgagnrýnandi, hefur lagt orð í belg.Praktísk þekking nauðsynleg á viðfangsefninu Á Facebook-síðu Benedikts þar sem hann deilir frétt Vísis um ráðningu Steinunnar Birnu myndaðist umræða um málið. Þar leggur fyrrnefndur Guðbjörn Gunnarsson orð í belg auk Páls Baldvins Baldvinssonar, leikhúsgagnrýnanda og fyrrum formaður Leikfélags Reykjavíkur. Umræðuna má sjá hér að neðan. Þar gagnrýnir Páll Baldvin aðkomu Capacent að ráðningarferlinu og telur það undarlegt að menn geri sér ekki grein fyrir því að rekstur óperu krefjist „einhverrar, bara einhverrar praktískrar þekkingar á viðfangsefninu alveg eins og bílainnflutningur eða talnakönnun.“ Guðbjörn Gunnarsson gengur svo langt að segja að fólk sé stórkostlega hneykslað. Það eru góðar fréttir að Steinunn Birna Ragnarsdóttir komi nú til starfa hjá Íslensku Óperunni. Hún hefur verið tó...Posted by Benedikt Jóhannesson on Sunday, April 19, 2015
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira