Segir svigrúm fyrir launahækkanir: „Vandamál hvað ber mikið í milli“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2015 10:24 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/vilhelm „Það er krafa um að kjörin taki að batna,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Það er mjög skiljanleg krafa. Við höfum þurft að hagræða mikið og það varð talsverður samdráttur í efnahagshruninu. Fólk sýndu þessu skilning tímabundið, en það vill vera komið aftur á beinu brautina núna.“ Bjarni segir að horfur séu til þess að hægt verði að bæta kjör landsmanna á næstunni. „Árið í fyrra var merkilegt að því leytinu til að þá fór landsframleiðslan aftur upp í fyrri hæðir og kaupmáttur mældist mestur í Íslandssögunni. Við jukum kaupmátt ráðstöfunartekna mjög verulega á síðasta ári. Viðskiptin við útlönd eru í jafnvægi, ríkisfjármálin í jafnvægi og sveitarfélögin líka.“Snýst ekki bara um að hækka lægstu laun krafa Starfsgreinasambandsins hefur verið að hækka lægstu laun um 90 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Þetta er ekki bara kjarabarátta sem snýst um að hækka lægstu laun. BHM er líka í verkfalli og þar er krafan sú að menntun verði metin til launa, sem er eðlilegt. Þar er samt einnig þannig að þeir sem eru innan BHM eru ekki allir í lægsta launastiganum. Ég held að menn verði að gæta sín þegar því er haldið fram að þessi verkfallshrina sem gengur nú yfir snúist eingöngu um þá sem eru á lægstu töxtum.“ Fjármálaráðherra segist að sjálfsögðu vilja lyfta öllum upp frá botninum. „Ég veit ekki betur að það sé verið að ræða launhækkanir við samningaborðin. Þetta er spurning að finna lendingu til að viðhalda jafnvægi. Mínar mestu áhyggjur í tengslum við þessa kjarasamninga er að við fáum yfir okkur verðbólgugusu. Mér finnst við hafa náð svo mikilvægum áfanga þegar verðbólgan er komin í eitt prósent. Það er stórkostlegt hagsmunamál fyrir heimilin og það er ekkert kortunum sem segir að verðbólga sé aftur að fara af stað.“ Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi verið í góðum samskiptum við aðili vinnumarkaðarins undanförnum vikum. „Þetta er enn sem komið er kjarabarátta sem að mestu leyti hefur verið fylgt eftir af einstökum félögum, þó er í auknu máli verið að senda mál til sáttasemjara. Ég tel að það sé svigrúm fyrir launahækkanir en það er hinsvegar vandamál hvað ber mikið í milli. Það mun ekkert gerast þegar annar aðilinn segir 3,5 prósent og hinn segir 50 prósent. Vonandi ná menn markmiðum sínum en á sama tíma verðum við að halda aftur af verðbólgu.“ Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Það er krafa um að kjörin taki að batna,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Það er mjög skiljanleg krafa. Við höfum þurft að hagræða mikið og það varð talsverður samdráttur í efnahagshruninu. Fólk sýndu þessu skilning tímabundið, en það vill vera komið aftur á beinu brautina núna.“ Bjarni segir að horfur séu til þess að hægt verði að bæta kjör landsmanna á næstunni. „Árið í fyrra var merkilegt að því leytinu til að þá fór landsframleiðslan aftur upp í fyrri hæðir og kaupmáttur mældist mestur í Íslandssögunni. Við jukum kaupmátt ráðstöfunartekna mjög verulega á síðasta ári. Viðskiptin við útlönd eru í jafnvægi, ríkisfjármálin í jafnvægi og sveitarfélögin líka.“Snýst ekki bara um að hækka lægstu laun krafa Starfsgreinasambandsins hefur verið að hækka lægstu laun um 90 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Þetta er ekki bara kjarabarátta sem snýst um að hækka lægstu laun. BHM er líka í verkfalli og þar er krafan sú að menntun verði metin til launa, sem er eðlilegt. Þar er samt einnig þannig að þeir sem eru innan BHM eru ekki allir í lægsta launastiganum. Ég held að menn verði að gæta sín þegar því er haldið fram að þessi verkfallshrina sem gengur nú yfir snúist eingöngu um þá sem eru á lægstu töxtum.“ Fjármálaráðherra segist að sjálfsögðu vilja lyfta öllum upp frá botninum. „Ég veit ekki betur að það sé verið að ræða launhækkanir við samningaborðin. Þetta er spurning að finna lendingu til að viðhalda jafnvægi. Mínar mestu áhyggjur í tengslum við þessa kjarasamninga er að við fáum yfir okkur verðbólgugusu. Mér finnst við hafa náð svo mikilvægum áfanga þegar verðbólgan er komin í eitt prósent. Það er stórkostlegt hagsmunamál fyrir heimilin og það er ekkert kortunum sem segir að verðbólga sé aftur að fara af stað.“ Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi verið í góðum samskiptum við aðili vinnumarkaðarins undanförnum vikum. „Þetta er enn sem komið er kjarabarátta sem að mestu leyti hefur verið fylgt eftir af einstökum félögum, þó er í auknu máli verið að senda mál til sáttasemjara. Ég tel að það sé svigrúm fyrir launahækkanir en það er hinsvegar vandamál hvað ber mikið í milli. Það mun ekkert gerast þegar annar aðilinn segir 3,5 prósent og hinn segir 50 prósent. Vonandi ná menn markmiðum sínum en á sama tíma verðum við að halda aftur af verðbólgu.“
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels