Segir svigrúm fyrir launahækkanir: „Vandamál hvað ber mikið í milli“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2015 10:24 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/vilhelm „Það er krafa um að kjörin taki að batna,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Það er mjög skiljanleg krafa. Við höfum þurft að hagræða mikið og það varð talsverður samdráttur í efnahagshruninu. Fólk sýndu þessu skilning tímabundið, en það vill vera komið aftur á beinu brautina núna.“ Bjarni segir að horfur séu til þess að hægt verði að bæta kjör landsmanna á næstunni. „Árið í fyrra var merkilegt að því leytinu til að þá fór landsframleiðslan aftur upp í fyrri hæðir og kaupmáttur mældist mestur í Íslandssögunni. Við jukum kaupmátt ráðstöfunartekna mjög verulega á síðasta ári. Viðskiptin við útlönd eru í jafnvægi, ríkisfjármálin í jafnvægi og sveitarfélögin líka.“Snýst ekki bara um að hækka lægstu laun krafa Starfsgreinasambandsins hefur verið að hækka lægstu laun um 90 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Þetta er ekki bara kjarabarátta sem snýst um að hækka lægstu laun. BHM er líka í verkfalli og þar er krafan sú að menntun verði metin til launa, sem er eðlilegt. Þar er samt einnig þannig að þeir sem eru innan BHM eru ekki allir í lægsta launastiganum. Ég held að menn verði að gæta sín þegar því er haldið fram að þessi verkfallshrina sem gengur nú yfir snúist eingöngu um þá sem eru á lægstu töxtum.“ Fjármálaráðherra segist að sjálfsögðu vilja lyfta öllum upp frá botninum. „Ég veit ekki betur að það sé verið að ræða launhækkanir við samningaborðin. Þetta er spurning að finna lendingu til að viðhalda jafnvægi. Mínar mestu áhyggjur í tengslum við þessa kjarasamninga er að við fáum yfir okkur verðbólgugusu. Mér finnst við hafa náð svo mikilvægum áfanga þegar verðbólgan er komin í eitt prósent. Það er stórkostlegt hagsmunamál fyrir heimilin og það er ekkert kortunum sem segir að verðbólga sé aftur að fara af stað.“ Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi verið í góðum samskiptum við aðili vinnumarkaðarins undanförnum vikum. „Þetta er enn sem komið er kjarabarátta sem að mestu leyti hefur verið fylgt eftir af einstökum félögum, þó er í auknu máli verið að senda mál til sáttasemjara. Ég tel að það sé svigrúm fyrir launahækkanir en það er hinsvegar vandamál hvað ber mikið í milli. Það mun ekkert gerast þegar annar aðilinn segir 3,5 prósent og hinn segir 50 prósent. Vonandi ná menn markmiðum sínum en á sama tíma verðum við að halda aftur af verðbólgu.“ Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Það er krafa um að kjörin taki að batna,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Það er mjög skiljanleg krafa. Við höfum þurft að hagræða mikið og það varð talsverður samdráttur í efnahagshruninu. Fólk sýndu þessu skilning tímabundið, en það vill vera komið aftur á beinu brautina núna.“ Bjarni segir að horfur séu til þess að hægt verði að bæta kjör landsmanna á næstunni. „Árið í fyrra var merkilegt að því leytinu til að þá fór landsframleiðslan aftur upp í fyrri hæðir og kaupmáttur mældist mestur í Íslandssögunni. Við jukum kaupmátt ráðstöfunartekna mjög verulega á síðasta ári. Viðskiptin við útlönd eru í jafnvægi, ríkisfjármálin í jafnvægi og sveitarfélögin líka.“Snýst ekki bara um að hækka lægstu laun krafa Starfsgreinasambandsins hefur verið að hækka lægstu laun um 90 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Þetta er ekki bara kjarabarátta sem snýst um að hækka lægstu laun. BHM er líka í verkfalli og þar er krafan sú að menntun verði metin til launa, sem er eðlilegt. Þar er samt einnig þannig að þeir sem eru innan BHM eru ekki allir í lægsta launastiganum. Ég held að menn verði að gæta sín þegar því er haldið fram að þessi verkfallshrina sem gengur nú yfir snúist eingöngu um þá sem eru á lægstu töxtum.“ Fjármálaráðherra segist að sjálfsögðu vilja lyfta öllum upp frá botninum. „Ég veit ekki betur að það sé verið að ræða launhækkanir við samningaborðin. Þetta er spurning að finna lendingu til að viðhalda jafnvægi. Mínar mestu áhyggjur í tengslum við þessa kjarasamninga er að við fáum yfir okkur verðbólgugusu. Mér finnst við hafa náð svo mikilvægum áfanga þegar verðbólgan er komin í eitt prósent. Það er stórkostlegt hagsmunamál fyrir heimilin og það er ekkert kortunum sem segir að verðbólga sé aftur að fara af stað.“ Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi verið í góðum samskiptum við aðili vinnumarkaðarins undanförnum vikum. „Þetta er enn sem komið er kjarabarátta sem að mestu leyti hefur verið fylgt eftir af einstökum félögum, þó er í auknu máli verið að senda mál til sáttasemjara. Ég tel að það sé svigrúm fyrir launahækkanir en það er hinsvegar vandamál hvað ber mikið í milli. Það mun ekkert gerast þegar annar aðilinn segir 3,5 prósent og hinn segir 50 prósent. Vonandi ná menn markmiðum sínum en á sama tíma verðum við að halda aftur af verðbólgu.“
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira