Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Karl Lúðvíksson skrifar 21. apríl 2015 21:33 Jóhannes Hinriksson með 4 kílóa bleikju úr Varmá í dag Það er spáð kólnandi veðri næstu daga svo þeir veiðimenn sem hafa hugsað sér að ná vetrarhrollinum úr sér þurfa að vera vel búnir við veiðarnar. Þrátt fyrir að það sé spáð kulda og frekar stífum vind má reikna með að á fimmtudaginn, sem dæmi, verði þó nokkur mannskapkur við Elliðavatn eins og alltaf þegar vatnið opnar á vorinn. Þar sem það er ennþá nokkur ís á Þingvallavatni má reikna með að frekar fámennt verði þar næstu daga en veiðimönnum á eftir að fjölga jafnt og þétt með hlýnandi veðri. Þjóðgarðurinn er svo ti óveiðandi vegna kraps og íss en Vatnsvik er þó að mestu íslaust og eins nokkrir staðir við Arnarfell og víðar. Veiðin í þeim ám sem eru opnar er annars ágæt þrátt fyrir veður. Í Varmá halda veiðimenn áfram að draga stórbleikjur á land og er nokkuð algengt að 4-6 kílóa bleikjur séu að taka flugurnar þessa dagana og þær eru nokkrar stærri sem hafa sést í ánni. Þar sem það er ennþá kalt í veðri er sjóbirtingurinn ekki ennþá farinn til sjávar og það er þess vegna fínn tími framundan í veiðinni en heldur kalt, það verður að segjast alveg eins og er. Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði
Það er spáð kólnandi veðri næstu daga svo þeir veiðimenn sem hafa hugsað sér að ná vetrarhrollinum úr sér þurfa að vera vel búnir við veiðarnar. Þrátt fyrir að það sé spáð kulda og frekar stífum vind má reikna með að á fimmtudaginn, sem dæmi, verði þó nokkur mannskapkur við Elliðavatn eins og alltaf þegar vatnið opnar á vorinn. Þar sem það er ennþá nokkur ís á Þingvallavatni má reikna með að frekar fámennt verði þar næstu daga en veiðimönnum á eftir að fjölga jafnt og þétt með hlýnandi veðri. Þjóðgarðurinn er svo ti óveiðandi vegna kraps og íss en Vatnsvik er þó að mestu íslaust og eins nokkrir staðir við Arnarfell og víðar. Veiðin í þeim ám sem eru opnar er annars ágæt þrátt fyrir veður. Í Varmá halda veiðimenn áfram að draga stórbleikjur á land og er nokkuð algengt að 4-6 kílóa bleikjur séu að taka flugurnar þessa dagana og þær eru nokkrar stærri sem hafa sést í ánni. Þar sem það er ennþá kalt í veðri er sjóbirtingurinn ekki ennþá farinn til sjávar og það er þess vegna fínn tími framundan í veiðinni en heldur kalt, það verður að segjast alveg eins og er.
Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði