Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Karl Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2015 10:39 Veiðimaður sleppir sjóbirting í Káranesfljóti í Laxá í Kjós Mynd: Hreggnasi Vorveiðin á veiðisvæðum Hreggnasa hefur gengið vel það sem af er tímabili þrátt fyrir að veður hafi á engan hátt gert veiðimönnum auðvelt fyrir. Hreggnasi selur veiðileyfi í sjóbirting á vorin í Grímsá og Laxá í Kjós en báðar árnar hafa nokkuð góða sjóbirtingsstofna og þá sérstaklega Laxá í Kjós. Töluvert meira virðist vera af sjóbirting í Grímsá núna en undanfarin ár og þá sérstaklega af geldfiski sem heldur sig neðarlega í ánni en sá fiskur er yfirleitt um 1-3 pund og virðist hann koma sérstaklega vel undan vetri. Þeir sem hafa veitt Laxá í Kjós þekkja vel sjóbirtingin sem í hana gengur og safnast oft upp í stórar torfur á svæði sem er yfirleitt frjálst svæði á Laxveiðitímanum. Þar eru þekktir veiðistaðir eins og Káranesfljót sem gefa iðullega væna birtinga. "Í Kjós eru svisslendingar við veiðar þessa vikuna. Fyrsta daginn fengu þeir 17 stóra sjóbirtinga, en áin hefur verið illviðráðanleg sökum vatnsmagsn undanfarna tvo daga. Þó hefur fiskast ágætlega, og er þar á ferðinni stór hrygningafiskur, öfugt við Grímsána" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa. Stangveiði Mest lesið Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Hliðarvatns dagurinn sunnudaginn 11.júní Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Vorveiði í Soginu getur gefið fína veiði Veiði Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Ný bók um rjúpnaveiði Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði
Vorveiðin á veiðisvæðum Hreggnasa hefur gengið vel það sem af er tímabili þrátt fyrir að veður hafi á engan hátt gert veiðimönnum auðvelt fyrir. Hreggnasi selur veiðileyfi í sjóbirting á vorin í Grímsá og Laxá í Kjós en báðar árnar hafa nokkuð góða sjóbirtingsstofna og þá sérstaklega Laxá í Kjós. Töluvert meira virðist vera af sjóbirting í Grímsá núna en undanfarin ár og þá sérstaklega af geldfiski sem heldur sig neðarlega í ánni en sá fiskur er yfirleitt um 1-3 pund og virðist hann koma sérstaklega vel undan vetri. Þeir sem hafa veitt Laxá í Kjós þekkja vel sjóbirtingin sem í hana gengur og safnast oft upp í stórar torfur á svæði sem er yfirleitt frjálst svæði á Laxveiðitímanum. Þar eru þekktir veiðistaðir eins og Káranesfljót sem gefa iðullega væna birtinga. "Í Kjós eru svisslendingar við veiðar þessa vikuna. Fyrsta daginn fengu þeir 17 stóra sjóbirtinga, en áin hefur verið illviðráðanleg sökum vatnsmagsn undanfarna tvo daga. Þó hefur fiskast ágætlega, og er þar á ferðinni stór hrygningafiskur, öfugt við Grímsána" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa.
Stangveiði Mest lesið Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Hliðarvatns dagurinn sunnudaginn 11.júní Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Vorveiði í Soginu getur gefið fína veiði Veiði Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Ný bók um rjúpnaveiði Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði