Elliðavatn hefur gefið ágæta veiði á fyrsta degi Karl Lúðvíksson skrifar 23. apríl 2015 17:44 Þrír fallegir uriðar úr Elliðavatni í morgun Mynd: KL Það var kalt í þegar fyrstu veiðimennirnir tóku köst í Elliðavatn í morgun og frekar dræm taka en það átti eftir að breytast þegar leið á daginn. Það voru mun færri veiðimenn við vatnið í morgun en venjulegt er svona á opnunardegi og líklega hefur kuldinn dregið kjarkinn úr einhverjum. Nokkur umferð bíla var við vatnið og í einhverjum tilfellum voru þar á ferð veiðimenn sem hreinlega nenntu ekki út í kuldann. Það var svo kalt í morgun að það fraus í lykkjum en um tíu leitið hlýnaði í 2-3 gráður og þá var auðveldara að eiga við fluguna. Fiskurinn var þó frekar tregur framan af og þær tökur sem veiðimenn fundu voru oft heldur nettar og það voru fáir fiskar sem komu á land alla vega fyrstu 3-4 tímana. Rétt fyrir hádegi var þó eins og eitthvað líf kviknaði í vatninu því þá fóru veiðimenn að verða varir við fisk og gott betur. Tveir veiðimenn sem voru Heiðmerkur megin í vatninu, rétt aðeins lengra en Elliðavatnsbærinn, lönduðu fimm fallegum urriðum og misstu miklu meira. Þeir höfðu á orði að hann tæki mjög grannt og það þyrfti að nota mjög litla öngla til að halda þeim sem tóku. Þeir fengu þá alla á maðk með sökku. Tveir veiðimenn komu gangandi úr Helluvatni rétt eftir hádegi með þrjá væna urriða sem allir tóku maðk og þeir misstu líka nokkra til viðbótar og það var sama sagan þar, tökurnar voru mjög nettar. Aðrir veiðimenn sem við hittum við vatnið voru ýmist að fá lítið eða ekkert en tilgangurinn með fyrstu ferðinni hjá flestum í vatnið er ekkert endilega að fá fisk heldur að ná vetrarhrollinum úr sér. Flestir þeirra sem við ræddum við byrja sitt veiðisumar í Elliðavatni og mæta þangað á þessum degi sama hvernig viðrar. Veðrið var ágætt í dag til veiða fyrir utan kuldann og ekki lítur veðrið vel út um helgina en það á að vera vægt frost en þeim dögum fer vonandi fækkandi enda loksins komið sumar. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Það var kalt í þegar fyrstu veiðimennirnir tóku köst í Elliðavatn í morgun og frekar dræm taka en það átti eftir að breytast þegar leið á daginn. Það voru mun færri veiðimenn við vatnið í morgun en venjulegt er svona á opnunardegi og líklega hefur kuldinn dregið kjarkinn úr einhverjum. Nokkur umferð bíla var við vatnið og í einhverjum tilfellum voru þar á ferð veiðimenn sem hreinlega nenntu ekki út í kuldann. Það var svo kalt í morgun að það fraus í lykkjum en um tíu leitið hlýnaði í 2-3 gráður og þá var auðveldara að eiga við fluguna. Fiskurinn var þó frekar tregur framan af og þær tökur sem veiðimenn fundu voru oft heldur nettar og það voru fáir fiskar sem komu á land alla vega fyrstu 3-4 tímana. Rétt fyrir hádegi var þó eins og eitthvað líf kviknaði í vatninu því þá fóru veiðimenn að verða varir við fisk og gott betur. Tveir veiðimenn sem voru Heiðmerkur megin í vatninu, rétt aðeins lengra en Elliðavatnsbærinn, lönduðu fimm fallegum urriðum og misstu miklu meira. Þeir höfðu á orði að hann tæki mjög grannt og það þyrfti að nota mjög litla öngla til að halda þeim sem tóku. Þeir fengu þá alla á maðk með sökku. Tveir veiðimenn komu gangandi úr Helluvatni rétt eftir hádegi með þrjá væna urriða sem allir tóku maðk og þeir misstu líka nokkra til viðbótar og það var sama sagan þar, tökurnar voru mjög nettar. Aðrir veiðimenn sem við hittum við vatnið voru ýmist að fá lítið eða ekkert en tilgangurinn með fyrstu ferðinni hjá flestum í vatnið er ekkert endilega að fá fisk heldur að ná vetrarhrollinum úr sér. Flestir þeirra sem við ræddum við byrja sitt veiðisumar í Elliðavatni og mæta þangað á þessum degi sama hvernig viðrar. Veðrið var ágætt í dag til veiða fyrir utan kuldann og ekki lítur veðrið vel út um helgina en það á að vera vægt frost en þeim dögum fer vonandi fækkandi enda loksins komið sumar.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði