Fótbolti

Messi skoraði sitt 400. mark fyrir Barcelona í Katalóníuslagnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lionel Messi fagnar sínu 400. marki fyrir Barcelona.
Lionel Messi fagnar sínu 400. marki fyrir Barcelona. vísir/getty
Barcelona átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Espanyol að velli í Katalóníuslagnum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Neymar og Lionel Messi komu Barcelona í 0-2 eftir 25 mínútna leik og eftir það var eftirleikurinn auðveldur.

Engu breytti þó Jordi Alba hefði verið rekinn af velli í byrjun seinni hálfleiks. Lokatölur 0-2, Barcelona í vil.

Messi náði merkilegum áfanga í dag en markið sem argentínski snillingurinn skoraði var hans 400. fyrir Barcelona, í aðeins 473 leikjum.

Með sigrinum juku Börsungar forystuna á Real Madrid á toppi deildarinnar í fimm stig. Madrídingar geta þó minnkað forskotið aftur niður í tvö stig með sigri á Celta Vigo á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×