Veitt og sleppt að sanna ágæti sitt í mörgum ám Karl Lúðvíksson skrifar 25. apríl 2015 18:21 Vænum sjóbirting sleppt Mynd: Stjáni Ben Þegar fyrsta áin fór í 100% Veitt og Sleppt voru margir veiðimenn hissa á þessu fyrirkomulagi og margir bölvuðu þessu fyrirkomulagi. Fyrstu rökin fyrir því að þetta væri bara tímabundin bóla voru þau að menn þyrftu nú að ná í soðið til að veiðitúrinn væri þess virði. Eins hömruðu margir á því að það þyrfti nú að koma með eitthvað heim bara svo konan myndi trúa því að færi hafi verið bleytt á annað borð. Þesii hugsun er sem betur fer að breytast því staðan var orðin þannig mjög víða að ofveiði var farin að ganga nærri mörgum ánum og þá sérstaklega bleikju og sjóbirtingsánum en einhverjar laxveiðiárnar voru líka orðnar illa farnar af ofveiði þá helst þær vatnsminnstu. Þær ár sem eru í dag 100% Veitt og Sleppt sína svo til allar árangur þess starfs en t.d. má glögglega sjá árangurinn í Húseyjakvísl, Tungulæk, Litluá í Keldum, Vatnsdalsá og víðar. Í fyrstu þremur ánum hefur fiskurinn vaxið mikið og á hverju ári veiðast fleiri og fleiri fiskar í yfirvigt. Rökin um að menn verði nú að ná í soðið eru horfin og heyrast varla lengur því miðað við verð veiðileyfa er bara mikið ódýrara að kaupa fisk út í búð heldur en að gera sérstaklega út á veiðitúra til að ná í sporð. Veiðin hérlendis er að víða að komast nær því sem heitir algjört sport þar sem ánægjan fellst í því að fá fiskinn til að taka og sleppa honum aftur til að hann komi stærri á færið næst. Ekki ber að skilja þetta sem svo að allar ár þurfi að vera Veitt og Sleppt ár, langt því frá en í flestum ám er þó farið að setja kvóta, sérstaklega í sjálfbæru ánum, til að ganga ekki nærri stofninum og án undantekninga er skylda eða hvatning í öllum ánum að sleppa fiski yfir 70 sm. Hrygningarstaðir hafa verið friðaðir fyrir veiði og almennt átak hefur verið meðal veiðimanna um betri umgengni við ár ög vötn. Það er þó alltaf gaman að geta veitt í á þar sem má hirða 2-4 fiska á dag til að geta boðið uppá t.d. grillaða bleikju eða lax við tyllidaga heima fyrir. Þeir sem vilja hirða eitthvað leita sinna veiðileyfa í ám sem hafa kvóta, þeir sem vilja veiða uppá sportið leita kannski frekar í árnar þar sem öllu er sleppt. Málið er að báðar veiðiaðferðir, þ.e.a.s. Veitt og Sleppt, hófleg veiði eiga rétt á sér og það er eiginlega hálfsúrt að sitja undir samtölum með öfgafullum skoðunum, hvorum vængnum sem skoðunin tilheyrir. Undirritaður var sjálfur við veiðar á Sumardaginn fyrsta og hirrti þrjá fallega fiska sem fara beint í reyk, já taðreyktur silungur er æðislegur sem álegg þegar ferðirnar í Veitt og Sleppt árnar bresta á og það er fátt eins mikið sumar fyrir mér og að landa stórum laxi á litla flugu, gefa honum líf, horfa á hann synda aftur í hylinn, setjast niður og fá mér rúgbrauð með reyktum silung. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði
Þegar fyrsta áin fór í 100% Veitt og Sleppt voru margir veiðimenn hissa á þessu fyrirkomulagi og margir bölvuðu þessu fyrirkomulagi. Fyrstu rökin fyrir því að þetta væri bara tímabundin bóla voru þau að menn þyrftu nú að ná í soðið til að veiðitúrinn væri þess virði. Eins hömruðu margir á því að það þyrfti nú að koma með eitthvað heim bara svo konan myndi trúa því að færi hafi verið bleytt á annað borð. Þesii hugsun er sem betur fer að breytast því staðan var orðin þannig mjög víða að ofveiði var farin að ganga nærri mörgum ánum og þá sérstaklega bleikju og sjóbirtingsánum en einhverjar laxveiðiárnar voru líka orðnar illa farnar af ofveiði þá helst þær vatnsminnstu. Þær ár sem eru í dag 100% Veitt og Sleppt sína svo til allar árangur þess starfs en t.d. má glögglega sjá árangurinn í Húseyjakvísl, Tungulæk, Litluá í Keldum, Vatnsdalsá og víðar. Í fyrstu þremur ánum hefur fiskurinn vaxið mikið og á hverju ári veiðast fleiri og fleiri fiskar í yfirvigt. Rökin um að menn verði nú að ná í soðið eru horfin og heyrast varla lengur því miðað við verð veiðileyfa er bara mikið ódýrara að kaupa fisk út í búð heldur en að gera sérstaklega út á veiðitúra til að ná í sporð. Veiðin hérlendis er að víða að komast nær því sem heitir algjört sport þar sem ánægjan fellst í því að fá fiskinn til að taka og sleppa honum aftur til að hann komi stærri á færið næst. Ekki ber að skilja þetta sem svo að allar ár þurfi að vera Veitt og Sleppt ár, langt því frá en í flestum ám er þó farið að setja kvóta, sérstaklega í sjálfbæru ánum, til að ganga ekki nærri stofninum og án undantekninga er skylda eða hvatning í öllum ánum að sleppa fiski yfir 70 sm. Hrygningarstaðir hafa verið friðaðir fyrir veiði og almennt átak hefur verið meðal veiðimanna um betri umgengni við ár ög vötn. Það er þó alltaf gaman að geta veitt í á þar sem má hirða 2-4 fiska á dag til að geta boðið uppá t.d. grillaða bleikju eða lax við tyllidaga heima fyrir. Þeir sem vilja hirða eitthvað leita sinna veiðileyfa í ám sem hafa kvóta, þeir sem vilja veiða uppá sportið leita kannski frekar í árnar þar sem öllu er sleppt. Málið er að báðar veiðiaðferðir, þ.e.a.s. Veitt og Sleppt, hófleg veiði eiga rétt á sér og það er eiginlega hálfsúrt að sitja undir samtölum með öfgafullum skoðunum, hvorum vængnum sem skoðunin tilheyrir. Undirritaður var sjálfur við veiðar á Sumardaginn fyrsta og hirrti þrjá fallega fiska sem fara beint í reyk, já taðreyktur silungur er æðislegur sem álegg þegar ferðirnar í Veitt og Sleppt árnar bresta á og það er fátt eins mikið sumar fyrir mér og að landa stórum laxi á litla flugu, gefa honum líf, horfa á hann synda aftur í hylinn, setjast niður og fá mér rúgbrauð með reyktum silung.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði