Stjóri Kára: Ég er með tólf flöskur af kampavíni þannig hann getur haldið kjafti Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2015 22:14 Steven Evans er litríkur karakter. vísir/getty „Þetta er stærsti sigur sem ég hef unnið á ferlinum,“ sagði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham, í mögnuðu viðtali við BBC eftir að liðið vann Reading, 2-1, á heimavelli í kvöld og tryggði sér þannig áframhaldandi veru í ensku B-deildinni. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Rotherham sem fór upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt sér í B-deildinni með sigrinum í kvöld. Útlitið var ekki gott hjá Rotherham eftir að þrjú stig voru dregin af liðinu á dögunum fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni, degi eftir að lánssamningur hans rann út. „Það féllu tár þegar stigin voru dregin af okkur. Ég hringdi í dætur mínar og grét. En ég talaði við fólkið hjá Rotherham og sagði að ég yrði hérna áfram sama hvað myndi gerast,“ sagði Evans sem réð ekkert við tilfinningar sínar í viðtalinu. Hann hefur fengið mikla gagnrýni á Twitter í kvöld fyrir ummæli sem hann lét falla í garð eins leikmanns Millwall, en sá átti að hafa sagt að Rotherham færi niður. Með sigrinum felldi Rotherham lið Millwall, en allt varð vitlaust í leik liðanna fyrr í vetur þegar Kári Árnason skoraði sigurmarkið undir lokin. Slagsmál brutust þá út í stúkunni. „Leikmaður Millwall sagði að við myndum klúðra (e. bottle) þessu,“ sagði Evans, en enska orðið bottle er bæði samheiti yfir að klúðra hlutunum og orðið yfir flösku. Þennan orðaleik nýtti Evans sér. „Ég er með tólf flöskur af hágæða bleiku kampavíni sem við munum drekka alla vikuna. Farðu bara að hlakka til að spila í C-deildinni, strákur. Haltu bara kjafti,“ hrópaði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham. Lokaflautið og stemninguna auk viðtala við leikmenn má heyra í spilaranum hér að neðan. Viðtalið við Steven Evans hefst eftir ríflega 14 mínútur.listen to 'ROTHERHAM V READING FINAL WHISTLE AND STEVE EVANS LIVE' on audioBoom Enski boltinn Tengdar fréttir Lið Kára notaði ólöglegan leikmann Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta. 13. apríl 2015 14:30 Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið Kári Árnason skoraði í 2-0 sigri Rotherham sem fjarlægist fallsvæðið. 9. mars 2015 16:30 Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00 Allt varð vitlaust eftir að Kári skoraði sigurmarkið í gær | Myndband Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason tryggði Rotherham 2-1 sigur á Millwall í ensku b-deildinni í gær. Allt varð hinsvegar vitlaust á pöllunum eftir markið. 1. mars 2015 11:18 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
„Þetta er stærsti sigur sem ég hef unnið á ferlinum,“ sagði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham, í mögnuðu viðtali við BBC eftir að liðið vann Reading, 2-1, á heimavelli í kvöld og tryggði sér þannig áframhaldandi veru í ensku B-deildinni. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Rotherham sem fór upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt sér í B-deildinni með sigrinum í kvöld. Útlitið var ekki gott hjá Rotherham eftir að þrjú stig voru dregin af liðinu á dögunum fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni, degi eftir að lánssamningur hans rann út. „Það féllu tár þegar stigin voru dregin af okkur. Ég hringdi í dætur mínar og grét. En ég talaði við fólkið hjá Rotherham og sagði að ég yrði hérna áfram sama hvað myndi gerast,“ sagði Evans sem réð ekkert við tilfinningar sínar í viðtalinu. Hann hefur fengið mikla gagnrýni á Twitter í kvöld fyrir ummæli sem hann lét falla í garð eins leikmanns Millwall, en sá átti að hafa sagt að Rotherham færi niður. Með sigrinum felldi Rotherham lið Millwall, en allt varð vitlaust í leik liðanna fyrr í vetur þegar Kári Árnason skoraði sigurmarkið undir lokin. Slagsmál brutust þá út í stúkunni. „Leikmaður Millwall sagði að við myndum klúðra (e. bottle) þessu,“ sagði Evans, en enska orðið bottle er bæði samheiti yfir að klúðra hlutunum og orðið yfir flösku. Þennan orðaleik nýtti Evans sér. „Ég er með tólf flöskur af hágæða bleiku kampavíni sem við munum drekka alla vikuna. Farðu bara að hlakka til að spila í C-deildinni, strákur. Haltu bara kjafti,“ hrópaði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham. Lokaflautið og stemninguna auk viðtala við leikmenn má heyra í spilaranum hér að neðan. Viðtalið við Steven Evans hefst eftir ríflega 14 mínútur.listen to 'ROTHERHAM V READING FINAL WHISTLE AND STEVE EVANS LIVE' on audioBoom
Enski boltinn Tengdar fréttir Lið Kára notaði ólöglegan leikmann Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta. 13. apríl 2015 14:30 Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið Kári Árnason skoraði í 2-0 sigri Rotherham sem fjarlægist fallsvæðið. 9. mars 2015 16:30 Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00 Allt varð vitlaust eftir að Kári skoraði sigurmarkið í gær | Myndband Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason tryggði Rotherham 2-1 sigur á Millwall í ensku b-deildinni í gær. Allt varð hinsvegar vitlaust á pöllunum eftir markið. 1. mars 2015 11:18 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Lið Kára notaði ólöglegan leikmann Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta. 13. apríl 2015 14:30
Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið Kári Árnason skoraði í 2-0 sigri Rotherham sem fjarlægist fallsvæðið. 9. mars 2015 16:30
Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00
Allt varð vitlaust eftir að Kári skoraði sigurmarkið í gær | Myndband Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason tryggði Rotherham 2-1 sigur á Millwall í ensku b-deildinni í gær. Allt varð hinsvegar vitlaust á pöllunum eftir markið. 1. mars 2015 11:18