Búningarnir í verkinu eru eftir Hildi Yeoman, tískuhönnuð en sýningin er í senn leik- og danssýning sem byggir á ljóðum Davíðs Stefánssonar, sem náði þjóðarhylli með ljóðabók sinni Svörtum fjöðrum sem kom út þegar Davíð var aðeins 24 ára gamall.
Sjá einnig: Konur í aðalhlutverki
Persónur verksins eru byggðar á ljóðum Davíðs; jafnt harmþrungnum ástarljóðum sem ættjarðarsöngvum. Myndlíkingar úr kvæðum hans eru gæddar lífi á sviðinu og hughrifin sem kvæðin vekja eru túlkuð af leikhópnum, með leik, upplestri, dansi og lifandi dúfum.
Sjá einnig: Þekktir íslenskir leikarar taka þátt í opnunarsviðsverkinu
Hér að neðan má sjá myndband frá undirbúningi verksins og þá aðallega hvernig Hildur Yeoman nálgaðist búningagerðina. Verkið verður frumsýnt 13. maí.
Svartar Fjaðrir Búningar from Ratel on Vimeo.