Ráðningarferli óperustjóra enn gagnrýnt: Segir ráðninguna virðast fyrirfram ákveðna Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2015 16:44 Njörður telur mikilvægt að staðið sé rétt að ráðningu óperustjóra. Vísir/Samsett mynd Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, segir óhjákvæmilegt að ákvörðun stjórnar Íslensku óperunnar um að taka aðeins einn umsækjanda um stöðu óperustjóra í viðtal setji ráðninguna í undarlegt samhengi. Hann áréttar að ekki sé deilt um eiginleika þess umsækjanda sem var valinn né persónu hennar. „Það er undarleg aðferðafræði að ætla starfsmanni Capacent að matreiða hugmyndir umsækjenda í einhvers konar munnlegum málflutningi stjórnarinnar án þess að fá þær frá fyrstu hendi,“ segir Njörður í samtali við Vísi. Steinunn Birna Ragnarsdóttir var ráðin fyrr í mánuðinum en sú ráðning hefur sætt gagnrýni síðan. Alls sóttu sextán manns um stöðuna.Ferlið þarf að vera hafið yfir klíkuskap Hann skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að staðið sé faglega að ráðningu óperustjóra. „Fram hefur komið að stjórn Óperunnar ræddi aðeins við einn umsækjanda og að umsækjendur sem höfðu reynslu af rekstri, óperuuppsetningum og menntun á sviði menningarstjórnunar fengu ekki tækifæri til að kynna hugmyndir sínar. Virðist því mögulegt að stjórnin hafi verið búin að ákveða hvern hún ætlaði að ráða og aðrir umsækjendur hafi verið hafðir að fíflum,“ skrifaði Njörður. „Tryggja þarf að ferlið sé ekki aðeins hlutlaust heldur að sýnilegt sé að það sé óhlutdrægt og að allir umsækjendur hafi sömu möguleika óháð hagsmunatengslum eða klíkuskap.“ Hann segir í greininni stjórnendur Óperunnar bera ákveðnar skyldur. „Íslenska óperan er kraftaverk í okkar litla samfélagi, fædd af frjórri grasrót söngvara og sorfin í hugsjónaeldi fólks sem vildi ekki skilja að Íslandi væri of lítið fyrir sjálfstæða atvinnuóperu. Í dag er Óperan þekkt fyrir listræna fagmennsku og er ein helsta menningarstofnun á Íslandi með mikinn opinberan stuðning og velvild í samfélaginu.“Auglýsing um stöðuna sem um ræðir.Capacent getur ekki tekið ákvörðunina„Það deilir enginn um það hvort Óperan fellur undir stjórnýslulög,“ útskýrir hann. „Þetta er auðvitað sjálfseignarstofnun. Hins vegar er hún það stór og mikilvæg í menningarlífinu á Íslandi og þiggur í raun stærstan hluta af sínu fé frá hinu opinbera að það er hægt að gera þær kröfur til hennar að hún fylgi í anda það sem við getum kallað faglega eða góða stjórnsýsluhætti.“ Hlutverk Capacent sem ráðningarskrifstofu er að gera formlega könnun á hæfni umsækjenda, kanna bakgrunn fólks og hvort allt standist sem komi fram í umsókn og búa að lokum til vænlegan hóp umsækjenda sem stofnun eða fyrirtæki getur síðan tekið í viðtal og ráðið úr. „Ekkert sem Capacent gerir eða á að gera tekur af stjórninni ábyrgðina af endanlegri ákvörðun.“„Þetta er eins og miðilsfundur“ Þrátt fyrir þessa stöðu Capacent tók stjórn Íslensku óperunnar aðeins Steinunni Birnu Ragnarsdóttur í viðtal að undangenginni úrvinnslu ráðningafyrirtæksins. Í greinagerð frá Íslensku óperunnar segir: „Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur. Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi.“ Þetta þýðir því að stjórn Íslensku óperunnar spurði engan umsækjenda út í hugmyndir þeirra um framtíð Íslensku óperunnar annan en Steinunni Birnu. „Þetta er eins og miðilsfundur,“ segir Njörður. „Það er verið að spyrja hvað umsækjendum finnst um hitt og þetta og viðkomandi er ekki einu sinni á staðnum.“ Njörður bendir á að það hafi ekki verið um stóran umsækjendahóp að ræða og því fyrirhafnarlítið að taka fleiri í viðtöl. „Þessi listheimur er svo þröngur og erfiður og erfitt að tjá sig því að allir sem hafa áhuga á að tala um þetta eiga svo mikið undir nýjum óperustjóra. Og svo er hlegið að þessum söngvurum sem sóttu um hvað þeir séu nú tapsárir. En ég veit af umsækjendum sem hefði verið mjög áhugavert fyrir stjórnina að minnsta kosti heyra í.“ Af umsækjendum um stöðuna má meðal annars nefna söngvarana Gunnar Guðbjörnsson, Davíð Ólafsson og Kristján Jóhannsson. Tengdar fréttir Steinunn Birna nýr óperustjóri Tónlistarstjóri Hörpu tekur við af Stefáni Baldurssyni í Íslensku óperunni. 19. apríl 2015 10:54 Þetta er heilmikil áskorun og spennandi. Steinunn Birna ráðinn nýr óperustjóri Íslensku óperunnar. 20. apríl 2015 08:00 Undrun íslenska óperuheimsins Ráðning nýs óperustjóra fór fram fyrir luktum dyrum. 27. apríl 2015 07:00 Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Ráðning Steinunnar Birnu í stöðu óperustjóra hefur verið mikið gagnrýnd. 29. apríl 2015 14:26 Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslan „Ég hefði búist við því að ráðningin yrði þannig að það yrði manneskja úr óperuheiminum ráðin í starfið. Auðvitað bregður manni svolítið.“ 20. apríl 2015 18:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, segir óhjákvæmilegt að ákvörðun stjórnar Íslensku óperunnar um að taka aðeins einn umsækjanda um stöðu óperustjóra í viðtal setji ráðninguna í undarlegt samhengi. Hann áréttar að ekki sé deilt um eiginleika þess umsækjanda sem var valinn né persónu hennar. „Það er undarleg aðferðafræði að ætla starfsmanni Capacent að matreiða hugmyndir umsækjenda í einhvers konar munnlegum málflutningi stjórnarinnar án þess að fá þær frá fyrstu hendi,“ segir Njörður í samtali við Vísi. Steinunn Birna Ragnarsdóttir var ráðin fyrr í mánuðinum en sú ráðning hefur sætt gagnrýni síðan. Alls sóttu sextán manns um stöðuna.Ferlið þarf að vera hafið yfir klíkuskap Hann skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að staðið sé faglega að ráðningu óperustjóra. „Fram hefur komið að stjórn Óperunnar ræddi aðeins við einn umsækjanda og að umsækjendur sem höfðu reynslu af rekstri, óperuuppsetningum og menntun á sviði menningarstjórnunar fengu ekki tækifæri til að kynna hugmyndir sínar. Virðist því mögulegt að stjórnin hafi verið búin að ákveða hvern hún ætlaði að ráða og aðrir umsækjendur hafi verið hafðir að fíflum,“ skrifaði Njörður. „Tryggja þarf að ferlið sé ekki aðeins hlutlaust heldur að sýnilegt sé að það sé óhlutdrægt og að allir umsækjendur hafi sömu möguleika óháð hagsmunatengslum eða klíkuskap.“ Hann segir í greininni stjórnendur Óperunnar bera ákveðnar skyldur. „Íslenska óperan er kraftaverk í okkar litla samfélagi, fædd af frjórri grasrót söngvara og sorfin í hugsjónaeldi fólks sem vildi ekki skilja að Íslandi væri of lítið fyrir sjálfstæða atvinnuóperu. Í dag er Óperan þekkt fyrir listræna fagmennsku og er ein helsta menningarstofnun á Íslandi með mikinn opinberan stuðning og velvild í samfélaginu.“Auglýsing um stöðuna sem um ræðir.Capacent getur ekki tekið ákvörðunina„Það deilir enginn um það hvort Óperan fellur undir stjórnýslulög,“ útskýrir hann. „Þetta er auðvitað sjálfseignarstofnun. Hins vegar er hún það stór og mikilvæg í menningarlífinu á Íslandi og þiggur í raun stærstan hluta af sínu fé frá hinu opinbera að það er hægt að gera þær kröfur til hennar að hún fylgi í anda það sem við getum kallað faglega eða góða stjórnsýsluhætti.“ Hlutverk Capacent sem ráðningarskrifstofu er að gera formlega könnun á hæfni umsækjenda, kanna bakgrunn fólks og hvort allt standist sem komi fram í umsókn og búa að lokum til vænlegan hóp umsækjenda sem stofnun eða fyrirtæki getur síðan tekið í viðtal og ráðið úr. „Ekkert sem Capacent gerir eða á að gera tekur af stjórninni ábyrgðina af endanlegri ákvörðun.“„Þetta er eins og miðilsfundur“ Þrátt fyrir þessa stöðu Capacent tók stjórn Íslensku óperunnar aðeins Steinunni Birnu Ragnarsdóttur í viðtal að undangenginni úrvinnslu ráðningafyrirtæksins. Í greinagerð frá Íslensku óperunnar segir: „Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur. Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi.“ Þetta þýðir því að stjórn Íslensku óperunnar spurði engan umsækjenda út í hugmyndir þeirra um framtíð Íslensku óperunnar annan en Steinunni Birnu. „Þetta er eins og miðilsfundur,“ segir Njörður. „Það er verið að spyrja hvað umsækjendum finnst um hitt og þetta og viðkomandi er ekki einu sinni á staðnum.“ Njörður bendir á að það hafi ekki verið um stóran umsækjendahóp að ræða og því fyrirhafnarlítið að taka fleiri í viðtöl. „Þessi listheimur er svo þröngur og erfiður og erfitt að tjá sig því að allir sem hafa áhuga á að tala um þetta eiga svo mikið undir nýjum óperustjóra. Og svo er hlegið að þessum söngvurum sem sóttu um hvað þeir séu nú tapsárir. En ég veit af umsækjendum sem hefði verið mjög áhugavert fyrir stjórnina að minnsta kosti heyra í.“ Af umsækjendum um stöðuna má meðal annars nefna söngvarana Gunnar Guðbjörnsson, Davíð Ólafsson og Kristján Jóhannsson.
Tengdar fréttir Steinunn Birna nýr óperustjóri Tónlistarstjóri Hörpu tekur við af Stefáni Baldurssyni í Íslensku óperunni. 19. apríl 2015 10:54 Þetta er heilmikil áskorun og spennandi. Steinunn Birna ráðinn nýr óperustjóri Íslensku óperunnar. 20. apríl 2015 08:00 Undrun íslenska óperuheimsins Ráðning nýs óperustjóra fór fram fyrir luktum dyrum. 27. apríl 2015 07:00 Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Ráðning Steinunnar Birnu í stöðu óperustjóra hefur verið mikið gagnrýnd. 29. apríl 2015 14:26 Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslan „Ég hefði búist við því að ráðningin yrði þannig að það yrði manneskja úr óperuheiminum ráðin í starfið. Auðvitað bregður manni svolítið.“ 20. apríl 2015 18:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Steinunn Birna nýr óperustjóri Tónlistarstjóri Hörpu tekur við af Stefáni Baldurssyni í Íslensku óperunni. 19. apríl 2015 10:54
Þetta er heilmikil áskorun og spennandi. Steinunn Birna ráðinn nýr óperustjóri Íslensku óperunnar. 20. apríl 2015 08:00
Undrun íslenska óperuheimsins Ráðning nýs óperustjóra fór fram fyrir luktum dyrum. 27. apríl 2015 07:00
Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Ráðning Steinunnar Birnu í stöðu óperustjóra hefur verið mikið gagnrýnd. 29. apríl 2015 14:26
Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslan „Ég hefði búist við því að ráðningin yrði þannig að það yrði manneskja úr óperuheiminum ráðin í starfið. Auðvitað bregður manni svolítið.“ 20. apríl 2015 18:15