Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, heldur áfram að gera frábæra hluti á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fer í Laugardalnum um helgina.
Eygló sló eitt met í 200 metra baksundi í gær þegar hún synti á 2:09,36. Þá mætti hún sitt eigið met, en sundið í gær var jafnframt Norðurlandamet.
Hún sló annað met í dag, en þá synti hún á 1:00,89 í 100 metra baksundi. Eygló átti sjálf fyrra metið, en hún synti á 1:01,08 í apríl í fyrra.
Lokadagur mótsins fer fram á morgun og er spurning hvort Eygló Ósk slái enn eitt metið.
Eygló Ósk setti nýtt Íslandsmet
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti



„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti