Jordan Spieth uppfyllti æskudrauminn og sigraði á Masters Kári Örn Hinriksson skrifar 12. apríl 2015 23:08 Spieth fagnar sigrinum á Augusta Getty Nafnið sem var á allra vörum fyrir lokahringinn á Masters sem leikinn var í kvöld var nafn Jordan Spieth en hann hafði unnið hug og hjörtu golfáhugamanna víða um veröld með stórkostlegri frammistöðu á fyrstu þremur hringjunum í þessu fyrsta risamóti ársins. Spurningunni um hvort að pressan myndi ná til hans á lokahringnum var svarað strax á fyrstu þremur holunum sem hann lék á tveimur undir pari og náði með því að halda forskoti sínu á Justin Rose og Phil Mickelson í fjórum höggum. Spieth var því kominn á 18 högg undir pari og hann hélt þeirri tölu allt til enda, sem dugði þessum 21 árs kylfingi til þess að uppfylla æskudraum sinn og sigra á sjálfu Masters mótinu. Hann er jafnframt næst yngsti kylfingur sögunnar til þess að sigra á Masters á eftir Tiger Woods. Woods gerði ágætt mót á Augusta National í ár í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina en hann endaði í 17. sæti á fimm höggum undir pari og sýndi oft á tíðum að stutta spilið hans hefur tekið miklum framförum á meðan að hann hefur verið í fríi frá keppnisgolfi. Justin Rose og Phil Mickelson deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari en Rory McIlroy kom á eftir þeim í fjórða sæti á 12 höggum undir pari eftir frábæran lokahring.Slær ekki langt en er eins og galdramaður í kring um flatirnar Lykillinn að sigri Spieth var klárlega frammistaða hans á flötunum en enginn kylfingur púttaði jafn sjaldan og hann í mótinu. Þá er Spieth ekki einn af þeim högglengri á PGA-mótaröðinni en hann bætti upp fyrir það með hárnákvæmum innáhöggum trekk í trekk. Spieth hefur sigrað á tveimur af síðustu fjórum atvinnumótum sem hann hefur tekið þátt í og endað í öðru sæti í hinum tveimur. Hann virðist því vera ótrúlegu formi þessa dagana, sem minnir óneytanlega á yfirburði Tiger Woods þegar að hann var upp á sitt besta fyrir rúmum áratug. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Nafnið sem var á allra vörum fyrir lokahringinn á Masters sem leikinn var í kvöld var nafn Jordan Spieth en hann hafði unnið hug og hjörtu golfáhugamanna víða um veröld með stórkostlegri frammistöðu á fyrstu þremur hringjunum í þessu fyrsta risamóti ársins. Spurningunni um hvort að pressan myndi ná til hans á lokahringnum var svarað strax á fyrstu þremur holunum sem hann lék á tveimur undir pari og náði með því að halda forskoti sínu á Justin Rose og Phil Mickelson í fjórum höggum. Spieth var því kominn á 18 högg undir pari og hann hélt þeirri tölu allt til enda, sem dugði þessum 21 árs kylfingi til þess að uppfylla æskudraum sinn og sigra á sjálfu Masters mótinu. Hann er jafnframt næst yngsti kylfingur sögunnar til þess að sigra á Masters á eftir Tiger Woods. Woods gerði ágætt mót á Augusta National í ár í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina en hann endaði í 17. sæti á fimm höggum undir pari og sýndi oft á tíðum að stutta spilið hans hefur tekið miklum framförum á meðan að hann hefur verið í fríi frá keppnisgolfi. Justin Rose og Phil Mickelson deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari en Rory McIlroy kom á eftir þeim í fjórða sæti á 12 höggum undir pari eftir frábæran lokahring.Slær ekki langt en er eins og galdramaður í kring um flatirnar Lykillinn að sigri Spieth var klárlega frammistaða hans á flötunum en enginn kylfingur púttaði jafn sjaldan og hann í mótinu. Þá er Spieth ekki einn af þeim högglengri á PGA-mótaröðinni en hann bætti upp fyrir það með hárnákvæmum innáhöggum trekk í trekk. Spieth hefur sigrað á tveimur af síðustu fjórum atvinnumótum sem hann hefur tekið þátt í og endað í öðru sæti í hinum tveimur. Hann virðist því vera ótrúlegu formi þessa dagana, sem minnir óneytanlega á yfirburði Tiger Woods þegar að hann var upp á sitt besta fyrir rúmum áratug.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira