NBA: Westbrook fékk að spila og OKC er enn á lífi | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Russell Westbrook. Vísir/EPA Barátta New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder um síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA heldur áfram og það kemur ekki í ljós fyrr en í lokaleik liðanna á miðvikudaginn hvort liðið fær áttunda sætið.Russell Westbrook skoraði 36 stig auk þess að taka 11 fráköst og gefa 7 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder hélt sér á lífi með því að vinna 101-90 sigur á Portland Trail Blazers en tap hefði þýtt að Thunder-liðið kæmist ekki í úrslitakeppnina. Enes Kanter var með 27 stig og 13 fráköst fyrir OKC en Meyers Leonard skoraði mest fyrir Portland eða 24 stig. Russell Westbrook fékk tæknivillu í leiknum á undan sem var hans sextánda á tímabilinu og hefði þýtt leikbann. NBA-deildin ákvað hinsvegar að fella hana niður og því gat Westbrook spilað þennan mikilvæga leik í nótt.Anthony Davis var með 24 stig, 11 fráköst og 6 varin skot þegar New Orleans Pelicans vann 100-88 sigur á Minnesota Timberwolves. Tyreke Evans var með 22 stig og 6 stoðsendingar fyrir Pelicans og Eric Gordon skoraði 22 sitg. Zach LaVine var með 24 stig fyrir Minnesota. Oklahoma City Thunder verður þar með að vinna lokaleikinn sinn á móti Minnesota Timberwolves og treysta á það að meistarar San Antonio Spurs vinni New Orleans Pelicans. Þau úrslit myndu þýða að Thunder kæmist í úrslitakeppnin en New Orleans Pelicans sæti eftir.Nikola Mirotic skoraði 26 stig og Pau Gasol var með 22 stig og 11 fráköst þegar Chicago Bulls vann 113-86 sigur á Brooklyn Nets og tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Derrick Rose var með 13 stig og 7 stoðsendingar á 23 mínútum. Brooklyn Nets datt niður í 9. sætið í Austurdeildinni og þarf núna að vinna síðasta leikinn sinn á miðvikudaginn og treysta jafnframt á það að Indiana Pacers (8. sæti) tapi síðustu tveimur leikjum sínum.LeBron James var með þrennu, 21 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, þegar Cleveland Cavaliers vann 109-97 sigur á Detroit Pistons. J.R. Smith setti niður átta þriggja stiga körfur og endaði með 28 stig fyrir Cleveland-liðið sem hefur unnuð 33 af 42 leikjum sínum frá 15. janúar. Það er líka mikil spenna í baráttunni um 2. sætið í Vestrinu en bæði Houston Rockets og Los Angeles Clippers unnu leiki sína í nótt. San Antonio Spurs hefur unnið ellefu leiki í röð og öll þessi þrjú lið hafa unnið 55 leiki þegar þau eiga aðeins einn leik eftir.James Harden skoraði 29 stig og Josh Smith var með 16 stig og 11 fráköst þegar Houston Rockets vann 100-90 útisigur á Charlotte Hornets. Jason Terry skoraði 13 stig fyrir Houston og þeir Trevor Ariza og Corey Brewer skoruðu báðir 11 stig.Blake Griffin var með 22 stig og DeAndre Jordan náði tröllatvennu, 20 stig og 21 frákast, þegar Los Angeles Clippers vann 110-103 sigur á Denver Nuggets. Þetta var sjötti sigur Clippers-liðsins í röð. Griffin var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Houston Rockets 90-100 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 109-97 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 97-107 Atlanta Hawks - New York Knicks 108-112 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 86-113 Miami Heat - Orlando Magic 100-93 Minnesota Timberwolves - New Orleans Pelicans 88-100 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 101-90 Utah Jazz - Dallas Mavericks 109-92 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 102-92 Golden State Warriors - Memphis Grizzlies 111-107 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 110-103Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Sjá meira
Barátta New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder um síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA heldur áfram og það kemur ekki í ljós fyrr en í lokaleik liðanna á miðvikudaginn hvort liðið fær áttunda sætið.Russell Westbrook skoraði 36 stig auk þess að taka 11 fráköst og gefa 7 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder hélt sér á lífi með því að vinna 101-90 sigur á Portland Trail Blazers en tap hefði þýtt að Thunder-liðið kæmist ekki í úrslitakeppnina. Enes Kanter var með 27 stig og 13 fráköst fyrir OKC en Meyers Leonard skoraði mest fyrir Portland eða 24 stig. Russell Westbrook fékk tæknivillu í leiknum á undan sem var hans sextánda á tímabilinu og hefði þýtt leikbann. NBA-deildin ákvað hinsvegar að fella hana niður og því gat Westbrook spilað þennan mikilvæga leik í nótt.Anthony Davis var með 24 stig, 11 fráköst og 6 varin skot þegar New Orleans Pelicans vann 100-88 sigur á Minnesota Timberwolves. Tyreke Evans var með 22 stig og 6 stoðsendingar fyrir Pelicans og Eric Gordon skoraði 22 sitg. Zach LaVine var með 24 stig fyrir Minnesota. Oklahoma City Thunder verður þar með að vinna lokaleikinn sinn á móti Minnesota Timberwolves og treysta á það að meistarar San Antonio Spurs vinni New Orleans Pelicans. Þau úrslit myndu þýða að Thunder kæmist í úrslitakeppnin en New Orleans Pelicans sæti eftir.Nikola Mirotic skoraði 26 stig og Pau Gasol var með 22 stig og 11 fráköst þegar Chicago Bulls vann 113-86 sigur á Brooklyn Nets og tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Derrick Rose var með 13 stig og 7 stoðsendingar á 23 mínútum. Brooklyn Nets datt niður í 9. sætið í Austurdeildinni og þarf núna að vinna síðasta leikinn sinn á miðvikudaginn og treysta jafnframt á það að Indiana Pacers (8. sæti) tapi síðustu tveimur leikjum sínum.LeBron James var með þrennu, 21 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, þegar Cleveland Cavaliers vann 109-97 sigur á Detroit Pistons. J.R. Smith setti niður átta þriggja stiga körfur og endaði með 28 stig fyrir Cleveland-liðið sem hefur unnuð 33 af 42 leikjum sínum frá 15. janúar. Það er líka mikil spenna í baráttunni um 2. sætið í Vestrinu en bæði Houston Rockets og Los Angeles Clippers unnu leiki sína í nótt. San Antonio Spurs hefur unnið ellefu leiki í röð og öll þessi þrjú lið hafa unnið 55 leiki þegar þau eiga aðeins einn leik eftir.James Harden skoraði 29 stig og Josh Smith var með 16 stig og 11 fráköst þegar Houston Rockets vann 100-90 útisigur á Charlotte Hornets. Jason Terry skoraði 13 stig fyrir Houston og þeir Trevor Ariza og Corey Brewer skoruðu báðir 11 stig.Blake Griffin var með 22 stig og DeAndre Jordan náði tröllatvennu, 20 stig og 21 frákast, þegar Los Angeles Clippers vann 110-103 sigur á Denver Nuggets. Þetta var sjötti sigur Clippers-liðsins í röð. Griffin var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Houston Rockets 90-100 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 109-97 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 97-107 Atlanta Hawks - New York Knicks 108-112 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 86-113 Miami Heat - Orlando Magic 100-93 Minnesota Timberwolves - New Orleans Pelicans 88-100 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 101-90 Utah Jazz - Dallas Mavericks 109-92 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 102-92 Golden State Warriors - Memphis Grizzlies 111-107 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 110-103Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Sjá meira