Bónorð Ingu til Helga: „Vissi ekki hvernig hann tæki í svona bónorð“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. apríl 2015 13:36 Inga og Helgi skömmu eftir að sá síðarnefndi sagði já. mynd/úr myndbandinu „Ég bað hans á skátamóti fyrir fullorðna listaskáta í Rieneck-kastala í Þýskalandi,“ segir Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, unnusta þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. „Ég hef farið á þetta mót undanfarin tíu ár og Helgi hefur komið með mér síðustu tvö skipti. Þetta er staður sem mér þykir mjög vænt um.“ Inga segir að margir af hennar bestu vinum séu af þessum mótum. „Ég hef farið í brúðkaup, jarðarfarir og skírnir hjá fólki sem ég hef kynnst þarna þannig mér fannst þetta tilvalinn vettvangur fyrir bónorð.“ Um hundrað manns komu að bónorðinu sem var nokkuð óvenjulegt. Helgi Hrafn stendur úti í glugga og horfir út þegar stúlka byrjar að dansa. Smám saman fjölgar í hópnum. Inga stendur fyrir neðan gluggann og stýrir dansinum án þess að Helgi viti af henni. Í lokin bætist hún við hópinn og fólkið ber upp bónorðið með því að lyfta upp klæðum sínum. „Þetta voru skátar frá allri Evrópu og nokkrir frá Suður-Afríku. Þegar þau lyfta upp bolunum þá eru tvær sem víxla stöðum. Þær tvær eru frá Rússlandi.“ Inga segir að hún hafi verið mjög stressuð fyrir þessu. „Ég borðaði eiginlega ekkert í matnum fyrir. Ég hafði sagt flestum í kringum mig frá planinu svo það var erfitt að bakka út,“ svarar hún aðspurð um hvort hún hafi fengið einhverja bakþanka. „Það var aldrei efi í mér að Helgi myndi segja já þegar að því kæmi að biðja hans en ég var ekki viss hvernig hann tæki því með þessu móti. Það hefur alltaf verið kýrskýrt að ég myndi biðja hans og hann sagði já þegar dansinum lauk.“ Inga Auðbjörg er virk í starfi Ungra Jafnaðarmanna á meðan Helgi Hrafn er Pírati. „Við kynntumst í gegnum pólitík og erum yfirleitt nokkuð sammála enda ekki stórkostlegur munur á Pírötum og UJ. Að auki fer ástin létt með að blómstra þvert á flokka,“ segir Inga. Vísir óskar Ingu og Helga til hamingju með trúlofunina. Tengdar fréttir Svona biður maður pírata: Myndband af umtalaðasta bónorði ársins birt Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir bað þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar þann 4. apríl síðastliðinn á ferðalagi þeirra í Þýskalandi. 14. apríl 2015 13:01 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira
„Ég bað hans á skátamóti fyrir fullorðna listaskáta í Rieneck-kastala í Þýskalandi,“ segir Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, unnusta þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. „Ég hef farið á þetta mót undanfarin tíu ár og Helgi hefur komið með mér síðustu tvö skipti. Þetta er staður sem mér þykir mjög vænt um.“ Inga segir að margir af hennar bestu vinum séu af þessum mótum. „Ég hef farið í brúðkaup, jarðarfarir og skírnir hjá fólki sem ég hef kynnst þarna þannig mér fannst þetta tilvalinn vettvangur fyrir bónorð.“ Um hundrað manns komu að bónorðinu sem var nokkuð óvenjulegt. Helgi Hrafn stendur úti í glugga og horfir út þegar stúlka byrjar að dansa. Smám saman fjölgar í hópnum. Inga stendur fyrir neðan gluggann og stýrir dansinum án þess að Helgi viti af henni. Í lokin bætist hún við hópinn og fólkið ber upp bónorðið með því að lyfta upp klæðum sínum. „Þetta voru skátar frá allri Evrópu og nokkrir frá Suður-Afríku. Þegar þau lyfta upp bolunum þá eru tvær sem víxla stöðum. Þær tvær eru frá Rússlandi.“ Inga segir að hún hafi verið mjög stressuð fyrir þessu. „Ég borðaði eiginlega ekkert í matnum fyrir. Ég hafði sagt flestum í kringum mig frá planinu svo það var erfitt að bakka út,“ svarar hún aðspurð um hvort hún hafi fengið einhverja bakþanka. „Það var aldrei efi í mér að Helgi myndi segja já þegar að því kæmi að biðja hans en ég var ekki viss hvernig hann tæki því með þessu móti. Það hefur alltaf verið kýrskýrt að ég myndi biðja hans og hann sagði já þegar dansinum lauk.“ Inga Auðbjörg er virk í starfi Ungra Jafnaðarmanna á meðan Helgi Hrafn er Pírati. „Við kynntumst í gegnum pólitík og erum yfirleitt nokkuð sammála enda ekki stórkostlegur munur á Pírötum og UJ. Að auki fer ástin létt með að blómstra þvert á flokka,“ segir Inga. Vísir óskar Ingu og Helga til hamingju með trúlofunina.
Tengdar fréttir Svona biður maður pírata: Myndband af umtalaðasta bónorði ársins birt Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir bað þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar þann 4. apríl síðastliðinn á ferðalagi þeirra í Þýskalandi. 14. apríl 2015 13:01 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira
Svona biður maður pírata: Myndband af umtalaðasta bónorði ársins birt Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir bað þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar þann 4. apríl síðastliðinn á ferðalagi þeirra í Þýskalandi. 14. apríl 2015 13:01