NBA: Boston tryggði sér leiki á móti Lebron og félögum | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2015 07:00 Jae Crowder var hetja Boston Celtics í nótt. Vísir/AP Boston Celtics tryggði sér sjöunda sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í nótt og þar með leiki á móti Cleveland Cavaliers í fyrstu umferðinni. Indiana Pacers á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Washington í tvíframlengdum leik.Jae Crowder var hetja Boston Celtics þegar hann skoraði sigurkörfuna á móti Toronto Raptors þegar aðeins 0,8 sekúndur voru eftir á klukkunni. Boston vann leikinn þar með 95-93 og tryggði sér sjöunda sætið í Austrinu sem þýða leiki á móti Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Boston Celtics liðið hefur unnið fimm leiki í röð þar af tvo þeirra á móti verðandi mótherjum í Cleveland Cavaliers. Evan Turner og Avery Bradley skoruðu báðir fjórtán stig fyrir Boston og Brandon Bass var með þrettán stig og níu fráköst. Kyle Lowry og Lou Williams skoruðu báðir 16 stig fyrir Toronto sem var öruggt með fjórða sætið og leiki við Washington Wizards í fyrstu umferð.C.J. Miles skoraði 25 stig og George Hill bætti við 24 stigum þegar Indiana Pacers vann 99-95 sigur á Washington Wizards í tvíframlengdum leik. Félagarnir skoruðu öll stigin í 7-2 spretti í annarri framlengingunni sem lagði grunninn að sigrinum. Martin Gortat og Bradley Beal skoruðu báðir 19 stig fyrir Washington. Indiana Pacers liðið hefur nú unnið sex leiki í röð og komast í úrslitakeppnina með sigri á Memphis í lokaleiknum eða að Brooklyn Nets tapi fyrir Orlando Magic á sama tíma.Chris Paul skoraði 22 stig og sex þriggja stiga körfur þegar Los Angeles Clippers vann 112-101 sigur á meiðslahrjáðu liði Phoenix Suns. Blake Griffin var með 20 stig og DeAndre Jordan bætti við 13 stigum og 14 fráköstum og setti nýtt félagsmet í fráköstum á einu tímabili. Clippers tryggði sér þar með þriðja sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar og á enn möguleika á öðru sætinu ef bæði San Antonio Spurs og Houston Rockets tapa lokaleiknum sínum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Toronto Raptors 95-93 Indiana Pacers - Washington Wizards 99-95 Tvíframlengt Phoenix Suns - Los Angeles Clippers 101-112 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Boston Celtics tryggði sér sjöunda sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í nótt og þar með leiki á móti Cleveland Cavaliers í fyrstu umferðinni. Indiana Pacers á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Washington í tvíframlengdum leik.Jae Crowder var hetja Boston Celtics þegar hann skoraði sigurkörfuna á móti Toronto Raptors þegar aðeins 0,8 sekúndur voru eftir á klukkunni. Boston vann leikinn þar með 95-93 og tryggði sér sjöunda sætið í Austrinu sem þýða leiki á móti Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Boston Celtics liðið hefur unnið fimm leiki í röð þar af tvo þeirra á móti verðandi mótherjum í Cleveland Cavaliers. Evan Turner og Avery Bradley skoruðu báðir fjórtán stig fyrir Boston og Brandon Bass var með þrettán stig og níu fráköst. Kyle Lowry og Lou Williams skoruðu báðir 16 stig fyrir Toronto sem var öruggt með fjórða sætið og leiki við Washington Wizards í fyrstu umferð.C.J. Miles skoraði 25 stig og George Hill bætti við 24 stigum þegar Indiana Pacers vann 99-95 sigur á Washington Wizards í tvíframlengdum leik. Félagarnir skoruðu öll stigin í 7-2 spretti í annarri framlengingunni sem lagði grunninn að sigrinum. Martin Gortat og Bradley Beal skoruðu báðir 19 stig fyrir Washington. Indiana Pacers liðið hefur nú unnið sex leiki í röð og komast í úrslitakeppnina með sigri á Memphis í lokaleiknum eða að Brooklyn Nets tapi fyrir Orlando Magic á sama tíma.Chris Paul skoraði 22 stig og sex þriggja stiga körfur þegar Los Angeles Clippers vann 112-101 sigur á meiðslahrjáðu liði Phoenix Suns. Blake Griffin var með 20 stig og DeAndre Jordan bætti við 13 stigum og 14 fráköstum og setti nýtt félagsmet í fráköstum á einu tímabili. Clippers tryggði sér þar með þriðja sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar og á enn möguleika á öðru sætinu ef bæði San Antonio Spurs og Houston Rockets tapa lokaleiknum sínum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Toronto Raptors 95-93 Indiana Pacers - Washington Wizards 99-95 Tvíframlengt Phoenix Suns - Los Angeles Clippers 101-112 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti