Sport

Annað tap Íslands á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Pjetur
Ísland tapaði öðrum leik sínum í A-riðli 2. deildar karla á HM í íshokkí sem nú stendur yfir í Skautahöllinni í Laugardal. Liðið mætti Spánverjum í kvöld og tapaði, 4-2.

Jón Gíslason og Birkir Árnason skorðu mörk Íslands í leiknum en Spánverjar gerðu okkar mönnum erfitt fyrir með því að komast 3-1 yfir strax í upphafi þriðja leikhluta.

Ísland minnkaði muninn með marki Birkis þegar rúmar átta mínútur voru eftir en Spánverjar innsigluðu sigurinn með marki á lokasekúndum leiksins, eftir að Ísland kippti markverði sínum af velli til að fjölga í sókninni.

Ísland vann Belgíu í fyrsta leik sínum á mótinu en tapaði svo fyrir Serbíu í fyrrakvöld.

Rúmenía er efst í riðlinum með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum. Ísland er í fjórða sæti með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×