Fótbolti

Nedved: Barcelona hefur áhuga á Pogba

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nedved fylgist spenntur með.
Nedved fylgist spenntur með. vísir/getty
Pavel Nedved, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, greindi frá því í viðtali við Mundo Deportivo að Barcelona væri áhugasamt um að krækja í Paul Pogba, miðjumann Juventus.

Pogba gekk í raðir ítalska liðsins sumarið 2012 frá Manchester United. Hann hefur verið gífurlega eftirsóttur undanfarna mánuði en Manchester City, Chelsea og United eru öll sögð hafa áhuga að fá leikmanninn í sínar raðir.

„Við vitum að Barcelona og aðrir stór félög vilja fá hann, en hann er með samning við okkur," sagði tékkneska goðsögnin við Mundo Deportivo.

„Barcelona er eitt af tveimur bestu liðunum í Evrópu og eru líklegastir til að vinna Meistaradeildina ásamt Bayern Munchen."

„Þeir eru að spila hrikalega vel eins og sést á úrslitunum undanfarna mánuði. Þeir eru óútreiknarlegir. Þeir settu upp sýningu gegn Manchester city."

Nedved er afar hrifinn af Messi eins og flest allir knattspyrnuunnendur í heiminum í dag.

„Messi er magnaður leikmaður. Ég veit ekki hvað ég á að hugsa þegar ég sá hann spila. Hann er búinn að vera spila á hæsta mögulega stigi svo lengi, en mögulega er hann að toppa núna. Það er frábært að sjá hann njóta þessa að spila fótbolta," sagði Nedved.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×