Gæti misst af Masters vegna veikinda eiginkonu sinnar 3. apríl 2015 19:00 Mark Leishman Getty Ástralski kylfingurinn Mark Leishman gæt misst af Masters mótinu í næstu viku eftir að eiginkona hans veiktist alvarlega. Leishman var valinn nýliði ársins á PGA-mótaröðinni árið 2009 og árið 2013 var hann í baráttu efstu manna á Masters mótinu alveg fram á síðasta hring. Eiginkona hans, Audrey Hill Leishman, veiktist skyndilega í fyrradag og þurfti á bráðri sjúkrahúsþjónustu að halda en hún féll í yfirlið og var síðar greind með lungnabólgu og sýkingu í öndunarfærum. Líðan Audrey hefur þó batnað og hún er komin til meðvitundar en í yfirlýsingu sem Leishman fjölskyldan gaf frá sér í gær þakka þau fyrir þann stuðning sem þeim hefur verið veittur á þessum erfiðu tímum. Þar kemur einnig fram að Mark sé ekki að hugsa um Masters mótið í næstu viku heldur velti þátttaka hans í mótinu eingöngu á heilsu eiginkonu sinnar. Golf Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Mark Leishman gæt misst af Masters mótinu í næstu viku eftir að eiginkona hans veiktist alvarlega. Leishman var valinn nýliði ársins á PGA-mótaröðinni árið 2009 og árið 2013 var hann í baráttu efstu manna á Masters mótinu alveg fram á síðasta hring. Eiginkona hans, Audrey Hill Leishman, veiktist skyndilega í fyrradag og þurfti á bráðri sjúkrahúsþjónustu að halda en hún féll í yfirlið og var síðar greind með lungnabólgu og sýkingu í öndunarfærum. Líðan Audrey hefur þó batnað og hún er komin til meðvitundar en í yfirlýsingu sem Leishman fjölskyldan gaf frá sér í gær þakka þau fyrir þann stuðning sem þeim hefur verið veittur á þessum erfiðu tímum. Þar kemur einnig fram að Mark sé ekki að hugsa um Masters mótið í næstu viku heldur velti þátttaka hans í mótinu eingöngu á heilsu eiginkonu sinnar.
Golf Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira