Tiger spilar á Masters Anton Ingi Leifsson skrifar 3. apríl 2015 19:55 Tiger í eldlínunni. vísir/getty Tiger Woods hefur gefið út að hann muni spila á Masters-mótinu í golfi í næstu viku. Tiger hefur unnið mótið fjórum sinnum, en hann hefur ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. Tiger datt í fyrsta skipti í tuttugu ár útaf topp 100 listanum í vikunni, en hann var mættur á Augusta völlinn á þriðjudag til að undirbúa sig undir mótið. Hann spilaði æfingarhring á 74 höggum. „Ég mun spila á Masters. Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig og mig langar að vera þar,” sagði Tiger og bætti við: „Ég hef unnið að því að bæta minn leik og ég er spenntur fyrir keppninni. Ég kann að meta allan stuðning sem ég fæ.” Woods hefur ekki spilað síðan í febrúar þegar hann hætti eftir ellefu holur. Eftir mótið gaf hann út að hann myndi taka sér smá frí frá golfi, en ekki var það lengra en það að Tiger mun spila á Masters sem fram fer í næstu viku. Mótið er að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods hefur gefið út að hann muni spila á Masters-mótinu í golfi í næstu viku. Tiger hefur unnið mótið fjórum sinnum, en hann hefur ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. Tiger datt í fyrsta skipti í tuttugu ár útaf topp 100 listanum í vikunni, en hann var mættur á Augusta völlinn á þriðjudag til að undirbúa sig undir mótið. Hann spilaði æfingarhring á 74 höggum. „Ég mun spila á Masters. Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig og mig langar að vera þar,” sagði Tiger og bætti við: „Ég hef unnið að því að bæta minn leik og ég er spenntur fyrir keppninni. Ég kann að meta allan stuðning sem ég fæ.” Woods hefur ekki spilað síðan í febrúar þegar hann hætti eftir ellefu holur. Eftir mótið gaf hann út að hann myndi taka sér smá frí frá golfi, en ekki var það lengra en það að Tiger mun spila á Masters sem fram fer í næstu viku. Mótið er að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira