NBA: Meistararnir óstöðvandi - Sæti OKC í úrslitakeppninni í hættu Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 07:00 Kawhi Leonard er að spila frábærlega þessa dagana. vísir/getty Meistarar San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta líta betur og betur út því nær sem dregur úrslitakeppninni og virðist sem liðið sé að toppa á hárréttum tíma. Það rassskellti topplið Golden State fyrir nokkrum dögum og vann svo áttunda sigurinn í röð í nótt þegar það lagði OKC Thunder auðveldlega á útivelli, 113-88. Einn stærsti þátturinn í upprisu Spurs er frammistaða Kawhi Leonard sem er kominn í sama form og hann var í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann var kjörinn besti leikmaðurinn í lokaúrslitunum gegn Miami. Leonard skoraði 26 stig í nótt og jafnaði með því persónulegt met sitt yfir stigaskor í einum leik. Það er þó helst varnarleikur Leonards sem hefur verið stórkostlegur undanfarnar vikur, en hann stal þremur boltum í nótt. Gregg Popvich, þjálfari San Antonio, var mjög ánægður með Leonard í nótt, sérstaklega þegar hann gerði ekkert mikið úr troðslu sinni eftir að hafa stolið boltanum og farið sjálfur upp allan völlinn. „Hann steytti ekki hnefa og reyndi að sýnast svalur eða gera eitthvað af þessum heimskulegu hlutum. Hann gerði ekki neitt. Hann fór bara aftur í vörn eins og honum leiddist. Ég elska þetta við hann,“ sagði Gregg Popovich.Anthony Davis kemur til greina sem besti leikmaður NBA-deildarinnar.vísir/epaSan Antonio er í sjötta sæti vesturdeildarinnar með 52 sigra og 26 töp, aðeins hálfum leik á eftir LA Clippers sem hékk á fimmta sætinu með fimm stiga sigri á samborgurum sínum í Lakers, 105-100. Russell Westbrook hafði tiltölulega hægt um sig í liði OKC í nótt, en hann skoraði 17 stig og stal 6 boltum. Með tapinu missti Thunder áttunda sætið til New Orleans Pelicans sem vann sterkan heimasigur á efsta liði NBA-deildarinnar, Golden State. Anthony Davis, framherjinn magnaði í liði New Orleans, skoraði 29 stig í leiknum og tók 10 fráköst, en hann skoraði 23 stig í seinni hálfleik eftir að hafa átt í basli í þeim fyrri. Quincy Pondexter bætti við 20 stigum fyrir heimamenn. Stephen Curry skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir toppliði og Draymond Green skoraði 24 stig og tók 14 fráköst, en hann hefur eins og margir aðrir í Golden State-liðinu spilað frábærlega í vetur. Eins og staðan er akkurat núna myndu Golden State og New Orleans mætast í úrslitakeppninni en liðin eiga öll fjóra til fimm leiki eftir. Það gæti orðið áhugaverð rimma því Anthony Davis var mjög óánægður með hvernig Golden State mætti til leiks í nótt og sendi leikmönnum liðsins pillu í viðtali við FOX. „Þeir héldu að þetta yrði eins og einhver æfingaleikur en við höfum sýnt að við getum unnið þá,“ sagði Davis, en fréttamaður Fox sagðist svo hafa heimildir fyrir því að ónefndur leikmaður Golde State hafi sagt við varamannabekk New Orleans að gestirnir myndu vinna auðveldan sigur.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Charlotte Hornets 105-100 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 103-100 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 88-113 Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 116-111 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 105-100Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta líta betur og betur út því nær sem dregur úrslitakeppninni og virðist sem liðið sé að toppa á hárréttum tíma. Það rassskellti topplið Golden State fyrir nokkrum dögum og vann svo áttunda sigurinn í röð í nótt þegar það lagði OKC Thunder auðveldlega á útivelli, 113-88. Einn stærsti þátturinn í upprisu Spurs er frammistaða Kawhi Leonard sem er kominn í sama form og hann var í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann var kjörinn besti leikmaðurinn í lokaúrslitunum gegn Miami. Leonard skoraði 26 stig í nótt og jafnaði með því persónulegt met sitt yfir stigaskor í einum leik. Það er þó helst varnarleikur Leonards sem hefur verið stórkostlegur undanfarnar vikur, en hann stal þremur boltum í nótt. Gregg Popvich, þjálfari San Antonio, var mjög ánægður með Leonard í nótt, sérstaklega þegar hann gerði ekkert mikið úr troðslu sinni eftir að hafa stolið boltanum og farið sjálfur upp allan völlinn. „Hann steytti ekki hnefa og reyndi að sýnast svalur eða gera eitthvað af þessum heimskulegu hlutum. Hann gerði ekki neitt. Hann fór bara aftur í vörn eins og honum leiddist. Ég elska þetta við hann,“ sagði Gregg Popovich.Anthony Davis kemur til greina sem besti leikmaður NBA-deildarinnar.vísir/epaSan Antonio er í sjötta sæti vesturdeildarinnar með 52 sigra og 26 töp, aðeins hálfum leik á eftir LA Clippers sem hékk á fimmta sætinu með fimm stiga sigri á samborgurum sínum í Lakers, 105-100. Russell Westbrook hafði tiltölulega hægt um sig í liði OKC í nótt, en hann skoraði 17 stig og stal 6 boltum. Með tapinu missti Thunder áttunda sætið til New Orleans Pelicans sem vann sterkan heimasigur á efsta liði NBA-deildarinnar, Golden State. Anthony Davis, framherjinn magnaði í liði New Orleans, skoraði 29 stig í leiknum og tók 10 fráköst, en hann skoraði 23 stig í seinni hálfleik eftir að hafa átt í basli í þeim fyrri. Quincy Pondexter bætti við 20 stigum fyrir heimamenn. Stephen Curry skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir toppliði og Draymond Green skoraði 24 stig og tók 14 fráköst, en hann hefur eins og margir aðrir í Golden State-liðinu spilað frábærlega í vetur. Eins og staðan er akkurat núna myndu Golden State og New Orleans mætast í úrslitakeppninni en liðin eiga öll fjóra til fimm leiki eftir. Það gæti orðið áhugaverð rimma því Anthony Davis var mjög óánægður með hvernig Golden State mætti til leiks í nótt og sendi leikmönnum liðsins pillu í viðtali við FOX. „Þeir héldu að þetta yrði eins og einhver æfingaleikur en við höfum sýnt að við getum unnið þá,“ sagði Davis, en fréttamaður Fox sagðist svo hafa heimildir fyrir því að ónefndur leikmaður Golde State hafi sagt við varamannabekk New Orleans að gestirnir myndu vinna auðveldan sigur.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Charlotte Hornets 105-100 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 103-100 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 88-113 Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 116-111 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 105-100Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira