Gjafir okkar til þeirra Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 10:30 Það er með ólíkindum að Ísland hafi ekki tekið fleiri framfaraskref við afnám tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir því þeir valda neytendum og þar með öllum almenningi gríðarlegu tjóni á hverju ári. Fyrirtæki sem krefjast verndartolla gagnvart erlendri samkeppni reyna alltaf að setja fram einhverja réttlætingu fyrir kröfunni. Þannig gefa þau í skyn að samfélagið í heild njóti góðs af tollunum og sérstakar hagsbætur sem þau njóta af þeim séu að einhverju læti tilviljanakenndar. Fæðuröryggisrökin eru sprottin úr þessum jarðvegi. Þannig er reynt að telja almenningi trú um að það sé í þágu þjóðarinnar allrar að vernda nokkra innlenda kjötframleiðendur, svo dæmi sé tekið, til þess að tryggja nægilegt framboð af þessum afurðum hér á landi ef í harðbakkann slær hjá erlendum framleiðendum. Í grunninn þá eru frjáls viðskipti með landbúnaðarafurðir best til þess fallin að tryggja framboð af matvælum á viðráðanlegu verði. Og fæðuöryggið eykst í reynd við afnám tolla því innlendir framleiðendur auka hagkvæmni sína og samkeppnishæfni þegar þeir mæta erlendri samkeppni. Tollar gera fyrirtækjum, sem starfa í skjóli þeirra, kleift að hækka verð og auka hagnað sinn og þeir vernda óhagkvæman iðnað sem hefur glatað samkeppnishæfni sinni. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir í bók sinni The Price of Inequality að tollar til að vernda innlenda framleiðslu séu í raun „gjafir almennings“ til innlendra framleiðenda. Óeðlileg tilfærsla verðmæta frá almenningi til þessara fáu framleiðenda felst í mismuninum á því verði sem almenningur greiðir vegna tollanna og því verði sem væri greitt ef innflutningur væri frjáls. Það er gjaldið sem við greiðum. Þannig er almenningur látinn bera kostnaðinn af því að vernda nokkur innlend fyrirtæki. Það er í raun með ólíkindum að þetta sé staðreynd á árinu 2015. Ekki verður séð að tollar á innflutt kjöt, eins og svínakjöt og kjúkling, séu annað en eiginlegar gjafir almennings til fárra fyrirtækja sem eru ráðandi í þessari framleiðslu á Íslandi. Þannig er allri þjóðinni haldið læstri inni í tollum svo nokkrir framleiðendur geti haldið áfram rekstri. Það sjá allir óréttlætið sem í þessu felst.Í nýju mati Viðskiptaráðs Íslands á áhrifum tolla á matvæli, sem kom út í gær, kemur fram að afnám tolla á matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur en um 40 prósent matarútgjalda heimila má rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Þá bendir Viðskiptaráð á að eini geirinn innan landbúnaðarins sem skili jákvæðri rekstarafkomu að teknu tilliti framleiðslustyrkja sé garðyrkja. Við síðustu aldamót voru tollar á grænmeti felldir niður og styrkjafyrirkomulagi greinarinnar breytt. Eftir breytingarnar lækkaði útsöluverð á grænmeti um allt að 45 prósent. Þrátt fyrir umtalsverðar verðlækkanir á grænmeti í kjölfar breytinganna hefur grænmetisframleiðsla á Íslandi staðið þær af sér og gott betur. Af hverju ætti ekki nákvæmlega sama lögmál að gilda um aðrar landbúnaðarafurðir, eins og kjöt? Greining Viðskiptaráðs ætti að vera fóður fyrir hugrakka stjórnmálamenn til að ráðast loksins í róttækar breytingar á tollalöggjöfinni almenningi til hagsbóta. Því við töpum öll á tollunum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að Ísland hafi ekki tekið fleiri framfaraskref við afnám tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir því þeir valda neytendum og þar með öllum almenningi gríðarlegu tjóni á hverju ári. Fyrirtæki sem krefjast verndartolla gagnvart erlendri samkeppni reyna alltaf að setja fram einhverja réttlætingu fyrir kröfunni. Þannig gefa þau í skyn að samfélagið í heild njóti góðs af tollunum og sérstakar hagsbætur sem þau njóta af þeim séu að einhverju læti tilviljanakenndar. Fæðuröryggisrökin eru sprottin úr þessum jarðvegi. Þannig er reynt að telja almenningi trú um að það sé í þágu þjóðarinnar allrar að vernda nokkra innlenda kjötframleiðendur, svo dæmi sé tekið, til þess að tryggja nægilegt framboð af þessum afurðum hér á landi ef í harðbakkann slær hjá erlendum framleiðendum. Í grunninn þá eru frjáls viðskipti með landbúnaðarafurðir best til þess fallin að tryggja framboð af matvælum á viðráðanlegu verði. Og fæðuöryggið eykst í reynd við afnám tolla því innlendir framleiðendur auka hagkvæmni sína og samkeppnishæfni þegar þeir mæta erlendri samkeppni. Tollar gera fyrirtækjum, sem starfa í skjóli þeirra, kleift að hækka verð og auka hagnað sinn og þeir vernda óhagkvæman iðnað sem hefur glatað samkeppnishæfni sinni. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir í bók sinni The Price of Inequality að tollar til að vernda innlenda framleiðslu séu í raun „gjafir almennings“ til innlendra framleiðenda. Óeðlileg tilfærsla verðmæta frá almenningi til þessara fáu framleiðenda felst í mismuninum á því verði sem almenningur greiðir vegna tollanna og því verði sem væri greitt ef innflutningur væri frjáls. Það er gjaldið sem við greiðum. Þannig er almenningur látinn bera kostnaðinn af því að vernda nokkur innlend fyrirtæki. Það er í raun með ólíkindum að þetta sé staðreynd á árinu 2015. Ekki verður séð að tollar á innflutt kjöt, eins og svínakjöt og kjúkling, séu annað en eiginlegar gjafir almennings til fárra fyrirtækja sem eru ráðandi í þessari framleiðslu á Íslandi. Þannig er allri þjóðinni haldið læstri inni í tollum svo nokkrir framleiðendur geti haldið áfram rekstri. Það sjá allir óréttlætið sem í þessu felst.Í nýju mati Viðskiptaráðs Íslands á áhrifum tolla á matvæli, sem kom út í gær, kemur fram að afnám tolla á matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur en um 40 prósent matarútgjalda heimila má rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Þá bendir Viðskiptaráð á að eini geirinn innan landbúnaðarins sem skili jákvæðri rekstarafkomu að teknu tilliti framleiðslustyrkja sé garðyrkja. Við síðustu aldamót voru tollar á grænmeti felldir niður og styrkjafyrirkomulagi greinarinnar breytt. Eftir breytingarnar lækkaði útsöluverð á grænmeti um allt að 45 prósent. Þrátt fyrir umtalsverðar verðlækkanir á grænmeti í kjölfar breytinganna hefur grænmetisframleiðsla á Íslandi staðið þær af sér og gott betur. Af hverju ætti ekki nákvæmlega sama lögmál að gilda um aðrar landbúnaðarafurðir, eins og kjöt? Greining Viðskiptaráðs ætti að vera fóður fyrir hugrakka stjórnmálamenn til að ráðast loksins í róttækar breytingar á tollalöggjöfinni almenningi til hagsbóta. Því við töpum öll á tollunum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar