Afkoma bænda afleit og staðan verst hjá tollvernduðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 21:33 Afnám tolla á innflutt matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur.Viðskiptaráð fjallar um íslenskan landbúnað og tollvernd í landbúnaði í nýju áliti. Vegna tollverndar búa innlendir framleiðendur í landbúnaði við lítið samkeppnisaðhald frá erlendum framleiðendum þar sem það er of dýrt að flytja inn landbúnaðarvörur. Kraftar alþjóðlegrar samkeppni eru því ekki til staðar í íslenskum landbúnaði. Í áliti Viðskiptaráðs segir: „Alþjóðleg samkeppnishæfni greinarinnar er slök og rekstrarafkoma bænda afleit. Verðlag á tollvernduðum vörum er hátt og vöruskortur hefur reglulega gert vart við sig.“ Og: „Arðsemi íslenskra bændabýla er neikvæð ef horft er framhjá opinberum styrkjum og er staðan einna verst innan þeirra flokka sem hafa notið mikillar tollverndar í gegnum tíðina. (…) Athygli vekur að eini flokkurinn sem skilar jákvæðri rekstrarafkomu, að teknu tilliti framleiðslustyrkja, er garðyrkja,“ segir í álitinu. Þar segir jafnframt að um 40% matvælaútgjalda íslenskra heimila megi rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Fram kemur í áliti Viðskiptaráðs að meðalfjölskyldan á Íslandi myndi spara um 76.000 krónur á ári í útgjöldum til kaupa á matvöru ef tollur á innfluttar landbúnaðarvörur yrði afnuminn. Heildaráhrifin fyrir alla neytendur næmi 10 milljarða króna sparnaði á ári í formi lægra vöruverðs.Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs.En er æskilegt að fella nður tolla á landbúnaði strax eða í þrepum? „Við leggjum til að þetta sé gert í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu séu tollar á það sem við köllum iðnaðarframleiðslu, á alifuglakjöt og svínakjöt, felldir niður að fullu en tollar á hefðbundnari landbúnaðarframleiðslu, svo sem nautakjöt og lambakjöt, séu lækkaðir um það bil um helming. Í síðara skrefinu væru þessir tollar trappaðir niður líka,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð telur að einhliða niðurfelling tolla sé betri leið en að bíða eftir niðurfellingu á grundvelli tvíhliða fríverslunarsamninga. „Við höfnum alfarið þeim sjónarmiðum að tvíhliða samningar séu betri en einhliða niðurfelling til að lækka tolla og bæta kjör. Reynslan frá Nýja-Sjálandi sýnir þetta. Það ríki felldi niður tolla að mjög miklu leyti einhliða og það gagnaðist þeim í fríverslunarsamningum í kjölfarið og það gagnaðist landbúnaðinum líka sem er einn sá samkeppnishæfasti í heimi.“ Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Afnám tolla á innflutt matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur.Viðskiptaráð fjallar um íslenskan landbúnað og tollvernd í landbúnaði í nýju áliti. Vegna tollverndar búa innlendir framleiðendur í landbúnaði við lítið samkeppnisaðhald frá erlendum framleiðendum þar sem það er of dýrt að flytja inn landbúnaðarvörur. Kraftar alþjóðlegrar samkeppni eru því ekki til staðar í íslenskum landbúnaði. Í áliti Viðskiptaráðs segir: „Alþjóðleg samkeppnishæfni greinarinnar er slök og rekstrarafkoma bænda afleit. Verðlag á tollvernduðum vörum er hátt og vöruskortur hefur reglulega gert vart við sig.“ Og: „Arðsemi íslenskra bændabýla er neikvæð ef horft er framhjá opinberum styrkjum og er staðan einna verst innan þeirra flokka sem hafa notið mikillar tollverndar í gegnum tíðina. (…) Athygli vekur að eini flokkurinn sem skilar jákvæðri rekstrarafkomu, að teknu tilliti framleiðslustyrkja, er garðyrkja,“ segir í álitinu. Þar segir jafnframt að um 40% matvælaútgjalda íslenskra heimila megi rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Fram kemur í áliti Viðskiptaráðs að meðalfjölskyldan á Íslandi myndi spara um 76.000 krónur á ári í útgjöldum til kaupa á matvöru ef tollur á innfluttar landbúnaðarvörur yrði afnuminn. Heildaráhrifin fyrir alla neytendur næmi 10 milljarða króna sparnaði á ári í formi lægra vöruverðs.Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs.En er æskilegt að fella nður tolla á landbúnaði strax eða í þrepum? „Við leggjum til að þetta sé gert í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu séu tollar á það sem við köllum iðnaðarframleiðslu, á alifuglakjöt og svínakjöt, felldir niður að fullu en tollar á hefðbundnari landbúnaðarframleiðslu, svo sem nautakjöt og lambakjöt, séu lækkaðir um það bil um helming. Í síðara skrefinu væru þessir tollar trappaðir niður líka,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð telur að einhliða niðurfelling tolla sé betri leið en að bíða eftir niðurfellingu á grundvelli tvíhliða fríverslunarsamninga. „Við höfnum alfarið þeim sjónarmiðum að tvíhliða samningar séu betri en einhliða niðurfelling til að lækka tolla og bæta kjör. Reynslan frá Nýja-Sjálandi sýnir þetta. Það ríki felldi niður tolla að mjög miklu leyti einhliða og það gagnaðist þeim í fríverslunarsamningum í kjölfarið og það gagnaðist landbúnaðinum líka sem er einn sá samkeppnishæfasti í heimi.“
Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira