Jack Nicklaus fór holu í höggi | Sjáðu augnablikið Kári Örn Hinriksson skrifar 8. apríl 2015 22:45 Kevin Streelman og Ethan Couch sigruðu par-3 holu keppnina. Getty Það eru margar skemmtilegar hefðir í kring um Masters mótið og ein af þeim er par-3 holu keppnin sem ávalt er haldin degi fyrir mótið sjálft. Margir þátttakendur í Masters mótinu taka þátt ásamt fyrrum sigurvegurum og öðrum þekktum nöfnum úr golfíþróttinni og stemningin í kring um mótið því oft mjög skemmtileg. Það voru þeir Camilo Villegas og Kevin Streelman sem léku best en þeir léku holurnar níu á fimm höggum undir pari. Streelman sigraði svo í bráðabana sem var afar spennandi en kylfusveinnin hans í mótinu í dag var 13 ára strákur með ólæknandi krabbamein, Ethan Couch, sem fékk ósk sína uppfyllta um að taka þátt í Masters.Tiger Woods mætti einnig til leiks en hann tekur sjaldnast þátt í keppninni. Hann gerði þó undantekningu á því í ár og mætti ásamt kærustu sinni Lindsey Vonn og börnunum sínum, Sam sem er sjö ára og Charlie sem er sex ára.Gullbjörninn fór holu í höggi Þá fékk Rory McIlroy vin sinn úr strákahljómsveitinni One Direction, Niall Horan, til þess að vera kylfusveinn fyrir sig og virtust þeir félagar skemmta sér vel. Það var þó hinn goðsagnakenndi Jack Nicklaus sem stal senunni með því að fara holu í höggi á fjórðu holu en hann lék í holli með öðrum gömlum snillingum, Ben Crenshaw og Gary Player. Nicklaus, eða „Gullbjörninn“ eins og hann er oftast kallaður sigraði á sínum tíma sex sinnum á Masters mótinu en lukkan virðist enn vera með honum á Augusta National. Það sem gerir draumahögg Nicklaus enn merkilegra er sú staðreynd að í viðtali við Scott Van Pelt, íþróttafréttamann ESPN í gær, spáði hann því að hann myndi fara holu í höggi í mótinu í dag. Masters mótið hefst svo fyrir alvöru á morgun en útsending frá Golfstöðinni hefst klukkan 19:00.Watch the #par3contest holes-in-one from @jacknicklaus, @TrevorImmelman, @Afidominguez, and @CamiloVillegasR https://t.co/dvRqkvdri5— Masters Tournament (@TheMasters) April 8, 2015 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Það eru margar skemmtilegar hefðir í kring um Masters mótið og ein af þeim er par-3 holu keppnin sem ávalt er haldin degi fyrir mótið sjálft. Margir þátttakendur í Masters mótinu taka þátt ásamt fyrrum sigurvegurum og öðrum þekktum nöfnum úr golfíþróttinni og stemningin í kring um mótið því oft mjög skemmtileg. Það voru þeir Camilo Villegas og Kevin Streelman sem léku best en þeir léku holurnar níu á fimm höggum undir pari. Streelman sigraði svo í bráðabana sem var afar spennandi en kylfusveinnin hans í mótinu í dag var 13 ára strákur með ólæknandi krabbamein, Ethan Couch, sem fékk ósk sína uppfyllta um að taka þátt í Masters.Tiger Woods mætti einnig til leiks en hann tekur sjaldnast þátt í keppninni. Hann gerði þó undantekningu á því í ár og mætti ásamt kærustu sinni Lindsey Vonn og börnunum sínum, Sam sem er sjö ára og Charlie sem er sex ára.Gullbjörninn fór holu í höggi Þá fékk Rory McIlroy vin sinn úr strákahljómsveitinni One Direction, Niall Horan, til þess að vera kylfusveinn fyrir sig og virtust þeir félagar skemmta sér vel. Það var þó hinn goðsagnakenndi Jack Nicklaus sem stal senunni með því að fara holu í höggi á fjórðu holu en hann lék í holli með öðrum gömlum snillingum, Ben Crenshaw og Gary Player. Nicklaus, eða „Gullbjörninn“ eins og hann er oftast kallaður sigraði á sínum tíma sex sinnum á Masters mótinu en lukkan virðist enn vera með honum á Augusta National. Það sem gerir draumahögg Nicklaus enn merkilegra er sú staðreynd að í viðtali við Scott Van Pelt, íþróttafréttamann ESPN í gær, spáði hann því að hann myndi fara holu í höggi í mótinu í dag. Masters mótið hefst svo fyrir alvöru á morgun en útsending frá Golfstöðinni hefst klukkan 19:00.Watch the #par3contest holes-in-one from @jacknicklaus, @TrevorImmelman, @Afidominguez, and @CamiloVillegasR https://t.co/dvRqkvdri5— Masters Tournament (@TheMasters) April 8, 2015
Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira