Enski boltinn

De Gea í markinu í úrvalsliði efstu deilda Englands og Spánar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David De Gea.
David De Gea. vísir/getty
Spænski knattspyrnusérfræðingurinn og blaðamaðurinn Guillem Balague setti saman úrvalslið ensku úrvalsdeildarinnar og spænsku 1. deildarinnar fyrir Sky Sports.

David De Gea, markvörður Manchester United, er sá besti að hans mati í báðum deildum og ver því mark úrvalsliðsins, en Branislav Ivanovic er sá eini úr ensku deildinni í varnarlínunni.

Spánverjinn Gerard Pique hjá Barcelona og Úrúgvæinn Diego Godín hjá Atlético Madríd, eru í hjarta varnarinnar og hinn gríðarlega efnilegi Gaya, leikmaður Valencia, er í vinstri bakverði.

John Terry og Gary Cahill hafa væntanlega eitthvað að segja um þetta lið að segja, en Chelsea er aðeins búið að fá á sig 26 mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Cesc Fábregas, sem hefur gefið 16 stoðsendingar á Englandi, er á miðjunni með Real Madrid-mönnunum Luka Modric og Toni Kroos.

Í framlínunni er svo þriðji Chelsea-maðurinn, Eden Hazard, ásamt þeim Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Margir frábærir leikmenn komast ekki í liðið þar sem gæðin í framlínunni eru svo mikil, en þar má nefna leikmenn á borð við Luis Suárez, Neymar, Karim Benzema, Gareth Bale, Diego Costa, Alexis Sánchez, Wayne Rooney og Sergi Agüero.

Úrvalsliðð Guillem Balague.skjáskot/sky sports



Fleiri fréttir

Sjá meira


×