Eygló Ósk: Mig hefur dreymt um að ná þessu meti í þrjú ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. mars 2015 17:45 Eygló Ósk Gústafsdóttir fer á HM50 í Kazan í Rússlandi. vísir/valli „Mér líður alveg geðveikt vel,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir í sæluvímu þegar Vísir heyrði í henni rétt í þessu, en sunddrottningin bætti Norðurlandametið í 200 metra baksundi á opna danska meistaramótinu í dag. Eygló Ósk synti á 2:09,86 mínútum en Norðurlandametið var 2:10,27 mínútur. Íslandsmetið sem hún átti sjálf var 2:10,34 mínútur. „Mig er búið að dreyma um að ná þessum tíma frá 2012 þegar ég var 10/100 frá metinu en þá var ég 17 ára. Svo var ég 7/100 frá því síðast þegar ég reyndi en nú var ég langt undir tímanum,“ sagði Eygló Ósk, en bjóst hún við þessum árangri?Eygló Ósk er ein fremsta baksundskona Evrópu.vísir/valli„Ég er ekki alveg fullhvíld vegna þess að Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug er heima eftir rúam viku þannig ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast. Ég er enn að reyna að trúa þessu.“ Eygló Ósk fór á kostum á ÍM25 í nóvember og heldur áfram að bæta sig eins og sést með þessu Norðurlandameti. Hún kveðst spennt fyrir næstu verkefnum, en Norðurlandametið gildir sem A-lágmark á HM50 í sumar og ÓL 2016. „Ég er rosalega spennt fyrir sumrinu og HM. Ég ætla mér að komast lengra þar,“ segir Eygló en HM í 50 metra laug fer fram í Kazan í Rússlandi. „Ég hafði aldrei áhyggjur af þessum lágmörkum. Fyrir síðustu Ólympíuleika var það aðaltakmarkið en nú er ég reyndari og ætla mér lengra. Nú er ég að hugsa um að komast í undanúrslit allavega á HM,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti sjö Íslandsmet um helgina Eygló Ósk Gústafsdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug en hún setti alls sjö Íslandsmet á keppnisdögunum þremur þar af sex þeirra í einstaklingsgreinum. 17. nóvember 2014 07:00 Ég kom sjálfri mér alveg rosalega á óvart Sunddrottningin Eygló Ósk Gústafsdóttir var óumdeild stjarna Íslandsmeistaramótsins í 25 metra laug sem fram fór í Ásvallalaug um helgina. Eygló vann níu gull og setti sex Íslandsmet. Eitt þeirra hefði komið henni á pall á HM í Istanbúl fyrir tveimur árum 18. nóvember 2014 07:00 Eygló Ósk blómstrar hjá "nýja“ félaginu Eygló Ósk Gústafsdóttir, nífaldur Íslandsmeistari í sundi frá helginni, keppti fyrir "nýtt“ félag um helgina. Hún kemur úr Sundfélaginu Ægi, en nú hefur Reykjavíkurfélögunum öllum verið skellt saman undir nafni ÍBR. 18. nóvember 2014 06:30 Eygló Ósk og Martin best í Reykjavík Íþróttamaður og -kona ársins útnefnd í Reykjavík í dag. 18. desember 2014 17:10 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira
„Mér líður alveg geðveikt vel,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir í sæluvímu þegar Vísir heyrði í henni rétt í þessu, en sunddrottningin bætti Norðurlandametið í 200 metra baksundi á opna danska meistaramótinu í dag. Eygló Ósk synti á 2:09,86 mínútum en Norðurlandametið var 2:10,27 mínútur. Íslandsmetið sem hún átti sjálf var 2:10,34 mínútur. „Mig er búið að dreyma um að ná þessum tíma frá 2012 þegar ég var 10/100 frá metinu en þá var ég 17 ára. Svo var ég 7/100 frá því síðast þegar ég reyndi en nú var ég langt undir tímanum,“ sagði Eygló Ósk, en bjóst hún við þessum árangri?Eygló Ósk er ein fremsta baksundskona Evrópu.vísir/valli„Ég er ekki alveg fullhvíld vegna þess að Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug er heima eftir rúam viku þannig ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast. Ég er enn að reyna að trúa þessu.“ Eygló Ósk fór á kostum á ÍM25 í nóvember og heldur áfram að bæta sig eins og sést með þessu Norðurlandameti. Hún kveðst spennt fyrir næstu verkefnum, en Norðurlandametið gildir sem A-lágmark á HM50 í sumar og ÓL 2016. „Ég er rosalega spennt fyrir sumrinu og HM. Ég ætla mér að komast lengra þar,“ segir Eygló en HM í 50 metra laug fer fram í Kazan í Rússlandi. „Ég hafði aldrei áhyggjur af þessum lágmörkum. Fyrir síðustu Ólympíuleika var það aðaltakmarkið en nú er ég reyndari og ætla mér lengra. Nú er ég að hugsa um að komast í undanúrslit allavega á HM,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti sjö Íslandsmet um helgina Eygló Ósk Gústafsdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug en hún setti alls sjö Íslandsmet á keppnisdögunum þremur þar af sex þeirra í einstaklingsgreinum. 17. nóvember 2014 07:00 Ég kom sjálfri mér alveg rosalega á óvart Sunddrottningin Eygló Ósk Gústafsdóttir var óumdeild stjarna Íslandsmeistaramótsins í 25 metra laug sem fram fór í Ásvallalaug um helgina. Eygló vann níu gull og setti sex Íslandsmet. Eitt þeirra hefði komið henni á pall á HM í Istanbúl fyrir tveimur árum 18. nóvember 2014 07:00 Eygló Ósk blómstrar hjá "nýja“ félaginu Eygló Ósk Gústafsdóttir, nífaldur Íslandsmeistari í sundi frá helginni, keppti fyrir "nýtt“ félag um helgina. Hún kemur úr Sundfélaginu Ægi, en nú hefur Reykjavíkurfélögunum öllum verið skellt saman undir nafni ÍBR. 18. nóvember 2014 06:30 Eygló Ósk og Martin best í Reykjavík Íþróttamaður og -kona ársins útnefnd í Reykjavík í dag. 18. desember 2014 17:10 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira
Eygló Ósk setti sjö Íslandsmet um helgina Eygló Ósk Gústafsdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug en hún setti alls sjö Íslandsmet á keppnisdögunum þremur þar af sex þeirra í einstaklingsgreinum. 17. nóvember 2014 07:00
Ég kom sjálfri mér alveg rosalega á óvart Sunddrottningin Eygló Ósk Gústafsdóttir var óumdeild stjarna Íslandsmeistaramótsins í 25 metra laug sem fram fór í Ásvallalaug um helgina. Eygló vann níu gull og setti sex Íslandsmet. Eitt þeirra hefði komið henni á pall á HM í Istanbúl fyrir tveimur árum 18. nóvember 2014 07:00
Eygló Ósk blómstrar hjá "nýja“ félaginu Eygló Ósk Gústafsdóttir, nífaldur Íslandsmeistari í sundi frá helginni, keppti fyrir "nýtt“ félag um helgina. Hún kemur úr Sundfélaginu Ægi, en nú hefur Reykjavíkurfélögunum öllum verið skellt saman undir nafni ÍBR. 18. nóvember 2014 06:30
Eygló Ósk og Martin best í Reykjavík Íþróttamaður og -kona ársins útnefnd í Reykjavík í dag. 18. desember 2014 17:10