Eurovísir: Misstu þrjú kíló í Eurovision í Úkraínu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 31. mars 2015 15:00 „Fyrst byrjaði ég að lesa þetta en það er ekki til neins góðs að lesa þetta. Það hafa allir skoðanir á manni og bara gjöriði svo vel,“ segir Regína Ósk Eurovisionfari um umtalið um sig þegar hún keppti með Eurobandinu árið 2008 í nýjasta þættinum af Eurovísi. Hún og Logi Bergmann rifjuðu upp umræðuna í kringum atriði Selmu Björnsdóttur þegar hún fór út í seinna skiptið, til Úkraínu árið 2005. „Ég man árið 2005 þegar Selma fór, þá fór ég út, og þá bjuggust menn við miklu en hún ákvað að fara út í skrýtnum rauðum galla,“ segir Logi. „Það var mjög vont en ég held að það hafi ekki skipt neinu máli en það að tók mikla orku frá hópnum að heyra að það væri umræða heima um það að það væru allir brjálaðir yfir því að hún væri í þessum galla.“ Logi er þó alls ekki á því að gallinn hafi skipt höfuðmáli. Um leið og Selma hafi klárað að flytja lagið sitt hafi verið ljóst að hún myndi ekki ná góðum árangri. „Við erum í salnum þegar hún flytur lagið sem okkur hafði fundist bara fínt og töldum okkur eiga góða möguleika og salurinn var algjörlega dauður. Þá vissum við að þetta yrði vesen,“ segir Logi Bergmann um þegar Selma Björnsdóttir fór út í annað sinn til að taka þátt í Eurovision. Logi og Regína Ósk voru bæði í íslenska hópnum sem fór til Úkraínu árið 2005. Regína Ósk var sjálf á sviðinu þó að fáir muni eftir henni þar. „Ég var í bakröddum þar en það vissi engin, það sér mig enginn. Ég var off-stage. Algjörlega bakrödd,“ segir hún. Aðeins sex mega vera í liðinu og ekki er leyfilegt að bæta við röddum, allt þarf að vera flutt á staðnum. Ferðin er þó eftirminnileg í hugum þeirra Loga og Regínu fyrir fleira en rauða samfestinginn hennar Selmu. „Þetta var rosalega skrýtin ferð. Ekki bara út af þessu. Hótelið var ógeðslegt, maturinn var viðbjóður. Ég held að við höfum öll misst svona þrjú kíló þarna úti,“ segir Regína. Logi bætir við að hann hafi bara borðað McDonalds-hamborgara.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
„Fyrst byrjaði ég að lesa þetta en það er ekki til neins góðs að lesa þetta. Það hafa allir skoðanir á manni og bara gjöriði svo vel,“ segir Regína Ósk Eurovisionfari um umtalið um sig þegar hún keppti með Eurobandinu árið 2008 í nýjasta þættinum af Eurovísi. Hún og Logi Bergmann rifjuðu upp umræðuna í kringum atriði Selmu Björnsdóttur þegar hún fór út í seinna skiptið, til Úkraínu árið 2005. „Ég man árið 2005 þegar Selma fór, þá fór ég út, og þá bjuggust menn við miklu en hún ákvað að fara út í skrýtnum rauðum galla,“ segir Logi. „Það var mjög vont en ég held að það hafi ekki skipt neinu máli en það að tók mikla orku frá hópnum að heyra að það væri umræða heima um það að það væru allir brjálaðir yfir því að hún væri í þessum galla.“ Logi er þó alls ekki á því að gallinn hafi skipt höfuðmáli. Um leið og Selma hafi klárað að flytja lagið sitt hafi verið ljóst að hún myndi ekki ná góðum árangri. „Við erum í salnum þegar hún flytur lagið sem okkur hafði fundist bara fínt og töldum okkur eiga góða möguleika og salurinn var algjörlega dauður. Þá vissum við að þetta yrði vesen,“ segir Logi Bergmann um þegar Selma Björnsdóttir fór út í annað sinn til að taka þátt í Eurovision. Logi og Regína Ósk voru bæði í íslenska hópnum sem fór til Úkraínu árið 2005. Regína Ósk var sjálf á sviðinu þó að fáir muni eftir henni þar. „Ég var í bakröddum þar en það vissi engin, það sér mig enginn. Ég var off-stage. Algjörlega bakrödd,“ segir hún. Aðeins sex mega vera í liðinu og ekki er leyfilegt að bæta við röddum, allt þarf að vera flutt á staðnum. Ferðin er þó eftirminnileg í hugum þeirra Loga og Regínu fyrir fleira en rauða samfestinginn hennar Selmu. „Þetta var rosalega skrýtin ferð. Ekki bara út af þessu. Hótelið var ógeðslegt, maturinn var viðbjóður. Ég held að við höfum öll misst svona þrjú kíló þarna úti,“ segir Regína. Logi bætir við að hann hafi bara borðað McDonalds-hamborgara.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira