Richard Branson í rafmagnsbílaslaginn Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 10:25 Richard Branson á bíl í Formula E kappakstursmótaröðinni. Viðskiptajöfurinn og ævintýramaðurinn Richard Branson er ekki einhamur maður, en hann á fyrirtæki á sviði flugs, lestarsamganga, geimferða og brátt einnig á sviði skemmtiferðaskipa. Það virðist þó ekki duga honum því á hans vegum vinnur nú hópur fólks að smíði rafmagnsbíls. Richard Branson var fyrir stuttu með einn þátttökubíla í Formula E keppninni, sem eingöngu er fyrir rafmagnsbíla. Bíll hans er ári öflugur rafmagnsbíll sem kemst á hundrað kílómetra hraða á 3 sekúndum og með hámarkshraða uppá 260km/klst. Því virðist sem þeim ætli að fjölga hratt sem vilja slást á rafmagnsbílamarkaði framtíðarinnar, en Apple og Google verða væntanlega á meðal þeirra. Það sem þessi fyrirtæki, ásamt Richard Branson, hafa framyfir marga aðra nýgræðinga á sviði rafmagnsbíla, er nægt fjármagn. Tækni Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent
Viðskiptajöfurinn og ævintýramaðurinn Richard Branson er ekki einhamur maður, en hann á fyrirtæki á sviði flugs, lestarsamganga, geimferða og brátt einnig á sviði skemmtiferðaskipa. Það virðist þó ekki duga honum því á hans vegum vinnur nú hópur fólks að smíði rafmagnsbíls. Richard Branson var fyrir stuttu með einn þátttökubíla í Formula E keppninni, sem eingöngu er fyrir rafmagnsbíla. Bíll hans er ári öflugur rafmagnsbíll sem kemst á hundrað kílómetra hraða á 3 sekúndum og með hámarkshraða uppá 260km/klst. Því virðist sem þeim ætli að fjölga hratt sem vilja slást á rafmagnsbílamarkaði framtíðarinnar, en Apple og Google verða væntanlega á meðal þeirra. Það sem þessi fyrirtæki, ásamt Richard Branson, hafa framyfir marga aðra nýgræðinga á sviði rafmagnsbíla, er nægt fjármagn.
Tækni Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent