Mercedes lofar 10 nýjum tvinntengilbílum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2015 10:10 Mercedes Benz C350e á bílasýningunni í Genf. Mercedes Benz ætlar að fjölga stórlega bílum sínum sem bæði ganga fyrir rafmagni og brunavélum. Frá og með árinu 2017 mun þeim fjölga um 10 gerðir. Í leiðinni ætlar Mercedes Benz að skipta um nafnakerfi fyrir þessa tvinntengilbíla og fá þeir allir stafinn e í enda nafnsins. Þannig breytist núverandi Mercedes Benz C350 Plug-in-Hybrid í C350e. Mercedes Benz GLE verður fyrsti jepplingurinn frá þeim sem fær rafmótora og V-Class sendibílarnir þeir fyrstu af sendibílum fyrirtækisins. Fyrsti bíll Mercedes Benz með rafmótora og brunavél var S-Class 500 Plug-in-Hybrid og hefur honum verið mjög vel tekið. Það sem rekur Mercedes Benz til þessarar rafmagnsvæðingar bílaflota síns er bæði þær ströngu reglur sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum um minnkandi mengun og samkeppnin, sem einnig fjölgar mjög tvinntengilbílum sínum um þessar mundir. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent
Mercedes Benz ætlar að fjölga stórlega bílum sínum sem bæði ganga fyrir rafmagni og brunavélum. Frá og með árinu 2017 mun þeim fjölga um 10 gerðir. Í leiðinni ætlar Mercedes Benz að skipta um nafnakerfi fyrir þessa tvinntengilbíla og fá þeir allir stafinn e í enda nafnsins. Þannig breytist núverandi Mercedes Benz C350 Plug-in-Hybrid í C350e. Mercedes Benz GLE verður fyrsti jepplingurinn frá þeim sem fær rafmótora og V-Class sendibílarnir þeir fyrstu af sendibílum fyrirtækisins. Fyrsti bíll Mercedes Benz með rafmótora og brunavél var S-Class 500 Plug-in-Hybrid og hefur honum verið mjög vel tekið. Það sem rekur Mercedes Benz til þessarar rafmagnsvæðingar bílaflota síns er bæði þær ströngu reglur sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum um minnkandi mengun og samkeppnin, sem einnig fjölgar mjög tvinntengilbílum sínum um þessar mundir.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent