Mercedes lofar 10 nýjum tvinntengilbílum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2015 10:10 Mercedes Benz C350e á bílasýningunni í Genf. Mercedes Benz ætlar að fjölga stórlega bílum sínum sem bæði ganga fyrir rafmagni og brunavélum. Frá og með árinu 2017 mun þeim fjölga um 10 gerðir. Í leiðinni ætlar Mercedes Benz að skipta um nafnakerfi fyrir þessa tvinntengilbíla og fá þeir allir stafinn e í enda nafnsins. Þannig breytist núverandi Mercedes Benz C350 Plug-in-Hybrid í C350e. Mercedes Benz GLE verður fyrsti jepplingurinn frá þeim sem fær rafmótora og V-Class sendibílarnir þeir fyrstu af sendibílum fyrirtækisins. Fyrsti bíll Mercedes Benz með rafmótora og brunavél var S-Class 500 Plug-in-Hybrid og hefur honum verið mjög vel tekið. Það sem rekur Mercedes Benz til þessarar rafmagnsvæðingar bílaflota síns er bæði þær ströngu reglur sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum um minnkandi mengun og samkeppnin, sem einnig fjölgar mjög tvinntengilbílum sínum um þessar mundir. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent
Mercedes Benz ætlar að fjölga stórlega bílum sínum sem bæði ganga fyrir rafmagni og brunavélum. Frá og með árinu 2017 mun þeim fjölga um 10 gerðir. Í leiðinni ætlar Mercedes Benz að skipta um nafnakerfi fyrir þessa tvinntengilbíla og fá þeir allir stafinn e í enda nafnsins. Þannig breytist núverandi Mercedes Benz C350 Plug-in-Hybrid í C350e. Mercedes Benz GLE verður fyrsti jepplingurinn frá þeim sem fær rafmótora og V-Class sendibílarnir þeir fyrstu af sendibílum fyrirtækisins. Fyrsti bíll Mercedes Benz með rafmótora og brunavél var S-Class 500 Plug-in-Hybrid og hefur honum verið mjög vel tekið. Það sem rekur Mercedes Benz til þessarar rafmagnsvæðingar bílaflota síns er bæði þær ströngu reglur sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum um minnkandi mengun og samkeppnin, sem einnig fjölgar mjög tvinntengilbílum sínum um þessar mundir.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent