Páll Óskar í Eurovision 2016? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. mars 2015 11:30 Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari segist vel geta hugsað sér að taka aftur þátt í Eurovision, jafnvel að ári liðnu. Hann ætlar þó ekki að senda lag í undankeppnina fyrr en hann fær rétta lagið, sigurlagið eins og hann orðaði það, í hendurnar. Þetta kom fram í máli hans í nýja hlaðvarpsþættinum Eurovísir sem birtur er í dag. Páll Óskar var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, tónlistarmanni og miðborgarstjóra. Líkt og alþjóð veit tók Páll Óskar þátt í söngvakeppninni fyrir Íslands hönd árið 1997. Hann vakti mikla athygli og jafnvel hægt að segja að hann hafi verið örlítið á undan sinni samtíð og breytt ásýnd keppninnar á vissan hátt með einstöku atriði sínu. Hann var klæddur í latex-buxur, skreyttur semelíusteinum, með augnskugga og tíu hringi á fingum sínum. Hann var ekki með neina hljóðfæraleikara né bakraddir heldur fjórar fáklæddar dansmeyjar og hvítan sófa sér til halds og trausts. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu hafnaði hann í 20. sæti af 25 mögulegum með átján stig „Ég vissi allan tímann að þetta væri ekki sigurlag. Þetta er ekki lag sem fær þig til að rísa úr sætinu og klappa en ef ég myndi fara út í dag myndi ég fara út með „winner, ekki filler“. Þá væri ég að fara út til að bursta þessa keppni og þá yrði ég að fara út með lag sem myndi sigra mig strax frá fyrstu mínútu, fyrsta demói,“ sagði Páll Óskar í þættinum. Jakob Frímann sagðist sjálfur stefna á að verða fulltrúi Íslands á næstu árum, þó líklega í meira gríni en alvöru. Jakob hins vegar þekkir ýmsar hliðar keppninnar en hann hefur fjórum sinnum farið út sem kynnir. Hann fór út með Páli Óskari árið 1997 en Páll tók við kynna-kyndlinum að ári liðnu. Viðtalið við Eurovision-farana fyrrverandi má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins tekur Páll Óskar lagið sitt og Trausta Haraldssonar, Minn hinsti dans, á eftirminnilegan hátt. Ásgeir Ásgeirsson leikur undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari segist vel geta hugsað sér að taka aftur þátt í Eurovision, jafnvel að ári liðnu. Hann ætlar þó ekki að senda lag í undankeppnina fyrr en hann fær rétta lagið, sigurlagið eins og hann orðaði það, í hendurnar. Þetta kom fram í máli hans í nýja hlaðvarpsþættinum Eurovísir sem birtur er í dag. Páll Óskar var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, tónlistarmanni og miðborgarstjóra. Líkt og alþjóð veit tók Páll Óskar þátt í söngvakeppninni fyrir Íslands hönd árið 1997. Hann vakti mikla athygli og jafnvel hægt að segja að hann hafi verið örlítið á undan sinni samtíð og breytt ásýnd keppninnar á vissan hátt með einstöku atriði sínu. Hann var klæddur í latex-buxur, skreyttur semelíusteinum, með augnskugga og tíu hringi á fingum sínum. Hann var ekki með neina hljóðfæraleikara né bakraddir heldur fjórar fáklæddar dansmeyjar og hvítan sófa sér til halds og trausts. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu hafnaði hann í 20. sæti af 25 mögulegum með átján stig „Ég vissi allan tímann að þetta væri ekki sigurlag. Þetta er ekki lag sem fær þig til að rísa úr sætinu og klappa en ef ég myndi fara út í dag myndi ég fara út með „winner, ekki filler“. Þá væri ég að fara út til að bursta þessa keppni og þá yrði ég að fara út með lag sem myndi sigra mig strax frá fyrstu mínútu, fyrsta demói,“ sagði Páll Óskar í þættinum. Jakob Frímann sagðist sjálfur stefna á að verða fulltrúi Íslands á næstu árum, þó líklega í meira gríni en alvöru. Jakob hins vegar þekkir ýmsar hliðar keppninnar en hann hefur fjórum sinnum farið út sem kynnir. Hann fór út með Páli Óskari árið 1997 en Páll tók við kynna-kyndlinum að ári liðnu. Viðtalið við Eurovision-farana fyrrverandi má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins tekur Páll Óskar lagið sitt og Trausta Haraldssonar, Minn hinsti dans, á eftirminnilegan hátt. Ásgeir Ásgeirsson leikur undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“