Aron Einar: Þetta er skyldusigur - svo einfalt er það Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 16:45 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, mætti degi síðar en aðrir leikmenn íslenska liðsins til Astana. Hann var þó mættur á æfingu í dag þar sem allir tóku þátt fyrir leikinn mikilvæga gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. „Þetta er mikilvægur leikur upp á framhaldið og við viljum halda í Tékka og í burtu frá Hollandi,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi eftir æfingu í dag. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sagði í viðtali í gær að íslenska liðið væri mætt til að vinna leikinn og allir mættu gera þær kröfur til strákanna. Fyrirliðinn tekur undir orð þjálfarans. „Þetta verður erfiður leikur en skyldsigur ef við ætlum okkur eitthvað. Svo einfalt er það. Við þurfum bara þrjú stig en við vitum það að þetta verður ekki auðvelt því þeir eru ekki að fara að gefa okkur neitt.“ Hverju býst Aron Einar við frá liði Kasakstan sem er með eitt stig í riðlinum eftir fjóra leiki. „Þeir eru djúpir og þeir verjast vel. Við sjáum það að Hollendingarnir skoruðu ekki fyrr en á 60. mínútu á móti þeim. Þeir koma til með að verjast vel, sitja til baka og keyra síðan hratt á okkur þegar þeir eiga tök á því. Við þurfum að búast við því eins og er en við förum betur yfir leikinn þeirra á morgun,“ segir hann. Ísland tapaði fyrsta leiknum í riðlinum gegn Tékkalandi í október en er með níu stig eftir fjóra leiki. „Við höfum verið að fara yfir Tékkaleikinn í gær og í morgun. Við höfum farið yfir það hvað fór úrskeiðis þar sem var ýmislegt. Þetta er jákvætt og við verðum að halda áfram að bæta okkur og ef að við náum því þá eru allir sáttir,“ segir Aron Einar, en hvað með spurningamerkin í liðinu? „Ég veit ekki betur en að allir séu klárir. Kolli er að koma til baka úr meiðslum en spilaði 90 mínútur um daginn. Svo eru fleiri ekki alveg búnir að fá að spila jafnmikið og þeir gerðu fyrir fyrri leikina í riðlinum. Menn eru samt klárir og það eru engin meiðsli að fara að stoppa menn fyrir þennan leik sérstaklega þar sem að þetta er svona mikilvægur leikur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. 25. mars 2015 07:15 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, mætti degi síðar en aðrir leikmenn íslenska liðsins til Astana. Hann var þó mættur á æfingu í dag þar sem allir tóku þátt fyrir leikinn mikilvæga gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. „Þetta er mikilvægur leikur upp á framhaldið og við viljum halda í Tékka og í burtu frá Hollandi,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi eftir æfingu í dag. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sagði í viðtali í gær að íslenska liðið væri mætt til að vinna leikinn og allir mættu gera þær kröfur til strákanna. Fyrirliðinn tekur undir orð þjálfarans. „Þetta verður erfiður leikur en skyldsigur ef við ætlum okkur eitthvað. Svo einfalt er það. Við þurfum bara þrjú stig en við vitum það að þetta verður ekki auðvelt því þeir eru ekki að fara að gefa okkur neitt.“ Hverju býst Aron Einar við frá liði Kasakstan sem er með eitt stig í riðlinum eftir fjóra leiki. „Þeir eru djúpir og þeir verjast vel. Við sjáum það að Hollendingarnir skoruðu ekki fyrr en á 60. mínútu á móti þeim. Þeir koma til með að verjast vel, sitja til baka og keyra síðan hratt á okkur þegar þeir eiga tök á því. Við þurfum að búast við því eins og er en við förum betur yfir leikinn þeirra á morgun,“ segir hann. Ísland tapaði fyrsta leiknum í riðlinum gegn Tékkalandi í október en er með níu stig eftir fjóra leiki. „Við höfum verið að fara yfir Tékkaleikinn í gær og í morgun. Við höfum farið yfir það hvað fór úrskeiðis þar sem var ýmislegt. Þetta er jákvætt og við verðum að halda áfram að bæta okkur og ef að við náum því þá eru allir sáttir,“ segir Aron Einar, en hvað með spurningamerkin í liðinu? „Ég veit ekki betur en að allir séu klárir. Kolli er að koma til baka úr meiðslum en spilaði 90 mínútur um daginn. Svo eru fleiri ekki alveg búnir að fá að spila jafnmikið og þeir gerðu fyrir fyrri leikina í riðlinum. Menn eru samt klárir og það eru engin meiðsli að fara að stoppa menn fyrir þennan leik sérstaklega þar sem að þetta er svona mikilvægur leikur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. 25. mars 2015 07:15 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. 25. mars 2015 07:15