Aron Einar: Þetta er skyldusigur - svo einfalt er það Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 16:45 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, mætti degi síðar en aðrir leikmenn íslenska liðsins til Astana. Hann var þó mættur á æfingu í dag þar sem allir tóku þátt fyrir leikinn mikilvæga gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. „Þetta er mikilvægur leikur upp á framhaldið og við viljum halda í Tékka og í burtu frá Hollandi,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi eftir æfingu í dag. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sagði í viðtali í gær að íslenska liðið væri mætt til að vinna leikinn og allir mættu gera þær kröfur til strákanna. Fyrirliðinn tekur undir orð þjálfarans. „Þetta verður erfiður leikur en skyldsigur ef við ætlum okkur eitthvað. Svo einfalt er það. Við þurfum bara þrjú stig en við vitum það að þetta verður ekki auðvelt því þeir eru ekki að fara að gefa okkur neitt.“ Hverju býst Aron Einar við frá liði Kasakstan sem er með eitt stig í riðlinum eftir fjóra leiki. „Þeir eru djúpir og þeir verjast vel. Við sjáum það að Hollendingarnir skoruðu ekki fyrr en á 60. mínútu á móti þeim. Þeir koma til með að verjast vel, sitja til baka og keyra síðan hratt á okkur þegar þeir eiga tök á því. Við þurfum að búast við því eins og er en við förum betur yfir leikinn þeirra á morgun,“ segir hann. Ísland tapaði fyrsta leiknum í riðlinum gegn Tékkalandi í október en er með níu stig eftir fjóra leiki. „Við höfum verið að fara yfir Tékkaleikinn í gær og í morgun. Við höfum farið yfir það hvað fór úrskeiðis þar sem var ýmislegt. Þetta er jákvætt og við verðum að halda áfram að bæta okkur og ef að við náum því þá eru allir sáttir,“ segir Aron Einar, en hvað með spurningamerkin í liðinu? „Ég veit ekki betur en að allir séu klárir. Kolli er að koma til baka úr meiðslum en spilaði 90 mínútur um daginn. Svo eru fleiri ekki alveg búnir að fá að spila jafnmikið og þeir gerðu fyrir fyrri leikina í riðlinum. Menn eru samt klárir og það eru engin meiðsli að fara að stoppa menn fyrir þennan leik sérstaklega þar sem að þetta er svona mikilvægur leikur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. 25. mars 2015 07:15 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, mætti degi síðar en aðrir leikmenn íslenska liðsins til Astana. Hann var þó mættur á æfingu í dag þar sem allir tóku þátt fyrir leikinn mikilvæga gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. „Þetta er mikilvægur leikur upp á framhaldið og við viljum halda í Tékka og í burtu frá Hollandi,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi eftir æfingu í dag. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sagði í viðtali í gær að íslenska liðið væri mætt til að vinna leikinn og allir mættu gera þær kröfur til strákanna. Fyrirliðinn tekur undir orð þjálfarans. „Þetta verður erfiður leikur en skyldsigur ef við ætlum okkur eitthvað. Svo einfalt er það. Við þurfum bara þrjú stig en við vitum það að þetta verður ekki auðvelt því þeir eru ekki að fara að gefa okkur neitt.“ Hverju býst Aron Einar við frá liði Kasakstan sem er með eitt stig í riðlinum eftir fjóra leiki. „Þeir eru djúpir og þeir verjast vel. Við sjáum það að Hollendingarnir skoruðu ekki fyrr en á 60. mínútu á móti þeim. Þeir koma til með að verjast vel, sitja til baka og keyra síðan hratt á okkur þegar þeir eiga tök á því. Við þurfum að búast við því eins og er en við förum betur yfir leikinn þeirra á morgun,“ segir hann. Ísland tapaði fyrsta leiknum í riðlinum gegn Tékkalandi í október en er með níu stig eftir fjóra leiki. „Við höfum verið að fara yfir Tékkaleikinn í gær og í morgun. Við höfum farið yfir það hvað fór úrskeiðis þar sem var ýmislegt. Þetta er jákvætt og við verðum að halda áfram að bæta okkur og ef að við náum því þá eru allir sáttir,“ segir Aron Einar, en hvað með spurningamerkin í liðinu? „Ég veit ekki betur en að allir séu klárir. Kolli er að koma til baka úr meiðslum en spilaði 90 mínútur um daginn. Svo eru fleiri ekki alveg búnir að fá að spila jafnmikið og þeir gerðu fyrir fyrri leikina í riðlinum. Menn eru samt klárir og það eru engin meiðsli að fara að stoppa menn fyrir þennan leik sérstaklega þar sem að þetta er svona mikilvægur leikur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. 25. mars 2015 07:15 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira
Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. 25. mars 2015 07:15