Flottasta RISE hátíðin hingað til Karl Lúðvíksson skrifar 27. mars 2015 10:23 Stjáni Ben skipuleggjandi RISE var ánægður með vel heppnaða hátíð í gær Veiðimenn fjölmenntu á RISE kvikmyndahátíð í gær þar sem nýjustu myndirnar um fluguveiði voru sýndar. Á undan kvikmyndasýningunni var veiðisýning í anddyri Háskólabíós og var það mikið fjölmenni veiðimanna í gær að kynna sér nýjungar fyrir komandi sumar. Allir voru á því að þessi glæislega hátíð sé alltaf að verða glæsilegri með hverju árinu sem líður og á hinn góðkunni veiðimaður og leiðsögumaður allann heiður af því. Stjáni var kátur með góða mætingu í gær og sömuleiðis allir þeir aðilar sem voru að kynna sína vörur og þjónustu í gær. Á veiðisýningunni voru t.d. söluaðilar veiðileyfa að kynna veiðisvæðin sem þeir bjóða uppá í sumar og veiðibúðirnar kynntu þær nýjungar í veiðivörum sem veiðimenn eiga eftir að græja sig upp með í sumar. Þarna var líka viskíkynning sem að vonum var vinsæl og þá sátu líka nokkrir af landsins bestu fluguhnýturum og erlendir gestahnýtarar og hnýttu flugur fyrir gesti og gangandi. RISE hátíðin er að allra mati frábærlega tímasett en aðeins eru 4 dagar í að veiðin hefjist svo þeir sem mættu í gær, kynntu sér vörurnar og horfðu á myndirnar sem voru á hátíðinni geta örugglega ekki beðið eftir því að bleyta færi 1. apríl. Stangveiði Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði
Veiðimenn fjölmenntu á RISE kvikmyndahátíð í gær þar sem nýjustu myndirnar um fluguveiði voru sýndar. Á undan kvikmyndasýningunni var veiðisýning í anddyri Háskólabíós og var það mikið fjölmenni veiðimanna í gær að kynna sér nýjungar fyrir komandi sumar. Allir voru á því að þessi glæislega hátíð sé alltaf að verða glæsilegri með hverju árinu sem líður og á hinn góðkunni veiðimaður og leiðsögumaður allann heiður af því. Stjáni var kátur með góða mætingu í gær og sömuleiðis allir þeir aðilar sem voru að kynna sína vörur og þjónustu í gær. Á veiðisýningunni voru t.d. söluaðilar veiðileyfa að kynna veiðisvæðin sem þeir bjóða uppá í sumar og veiðibúðirnar kynntu þær nýjungar í veiðivörum sem veiðimenn eiga eftir að græja sig upp með í sumar. Þarna var líka viskíkynning sem að vonum var vinsæl og þá sátu líka nokkrir af landsins bestu fluguhnýturum og erlendir gestahnýtarar og hnýttu flugur fyrir gesti og gangandi. RISE hátíðin er að allra mati frábærlega tímasett en aðeins eru 4 dagar í að veiðin hefjist svo þeir sem mættu í gær, kynntu sér vörurnar og horfðu á myndirnar sem voru á hátíðinni geta örugglega ekki beðið eftir því að bleyta færi 1. apríl.
Stangveiði Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði