Leikmenn franska liðsins PSG geta heldur betur aukið tekjur sínar með góðum árangri í Meistaradeildinni.
Hver einasti leikmaður liðsins fær tæpar 38 milljónir króna í bónus ef liðinu tekst að slá Chelsea út úr Meistaradeildinni. Takist liðinu að fara alla leið í keppninni fær hver leikmaður 150 milljónir í bónusgreiðslur.
Hinir moldríku eigendur liðsins frá Katar leggja allt undir til þess að komast alla leið í keppninni. Leikmenn eru þegar búnir að fá 15 milljónir fyrir að komast upp úr riðlinum og fá 67 milljónir ef þeir komast í undanúrslit.
Það er því að miklu að keppa á Stamford Bridge á morgun en fyrri leikur PSG og Chelsea fór 1-1.

