Árleg byssusýning Veiðisafnsins er um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 11. mars 2015 10:17 Hin árlega byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri er haldin um helgina í samvinnu við verslunina Vesturröst en eins og undanfarin ár kennir ýmissa grasa á safninu. Sem fyrr státar safnið af miklu úrvali fjölbreyttra skotvopna og mörg þeirra eru hreinir safngripir og sjaldgæfar eftir því. Það verður mikið um að vera um helgina og má t.d. nefna að Jóhann Vilhjálmsson byssu- og hnífasmiður verður á staðnum og kynnir sín verk og verður með mikið úrval af hnífum og byssum til sýnis, einnig verður Stefán Haukur Erlingsson útskurðarmeistari með kynningu á sínum verkum, má þar nefna útskorin riffilskepti og fl. Einnig verður fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur og herrifflar. Einnig verða skotvopn og munir frá Sveini Einarssyni veiðistjóra og Sigmari B. Haukssyni formanni Skotvís verða kynnt og tekin til sýningar en báðir eru þeir látnir. Byssusýningin verður haldin laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. mars 2015 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði
Hin árlega byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri er haldin um helgina í samvinnu við verslunina Vesturröst en eins og undanfarin ár kennir ýmissa grasa á safninu. Sem fyrr státar safnið af miklu úrvali fjölbreyttra skotvopna og mörg þeirra eru hreinir safngripir og sjaldgæfar eftir því. Það verður mikið um að vera um helgina og má t.d. nefna að Jóhann Vilhjálmsson byssu- og hnífasmiður verður á staðnum og kynnir sín verk og verður með mikið úrval af hnífum og byssum til sýnis, einnig verður Stefán Haukur Erlingsson útskurðarmeistari með kynningu á sínum verkum, má þar nefna útskorin riffilskepti og fl. Einnig verður fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur og herrifflar. Einnig verða skotvopn og munir frá Sveini Einarssyni veiðistjóra og Sigmari B. Haukssyni formanni Skotvís verða kynnt og tekin til sýningar en báðir eru þeir látnir. Byssusýningin verður haldin laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. mars 2015 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði