Múslimarnir okkar: „Lærðu að segja As-salamu alaykum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2015 21:56 Gústaf Níelsson, Margrét Friðriksdóttir, Soumia Islami, Helgi Hrafn Gunnarsson og Salmann Tamimi tóku þátt í umræðunum. Helgi Hrafn Gunnarsson, Salmann Tamimi, Soumia Islami, Margrét Friðriksdóttir og Gústaf Níelsson tóku þátt í umræðum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í tengslum við þáttinn Múslimarnir okkar. Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið líflegar og var meðal annars rætt um byggingu mosku á Íslandi, Pegida-samtökin og meinta íslamsvæðingu Evrópu. Þá velti Lóa Pind því upp hvað væri hægt að gera til að mæta þeim ótta sem virðist búa í brjósti Íslendinga gagnvart múslimum. „Ég held satt best að segja að það sé verið að yfirgera þennan ótta, óttinn er ekki neitt sérstakur. Ég held að flestir Íslendingar spyrji sig hvaða erindi á íslam við þetta litla friðsæla samfélag. Ég hugsa að flestum þyki þetta eins og óboðinn gestur,“ sagði Gústaf. Þá minntist Margrét á sjaría-lög: „Það sem ég óttast við íslam eru þessi sjaría-lög. Mér finnst þau stórhættuleg, þau stangast á við íslenskt samfélag, íslensk lög.“ Soumia Islami sagði sömu lög og reglur gilda fyrir alla á Íslandi. „Það er trúfrelsi fyrir alla og trú á ekki að koma nálægt lögum og reglum á Íslandi. Ég vil hafa kristið fólk í kringum mig og ég vil ekki að íslam taki yfir eða neitt slíkt. En múslimar á Íslandi eiga að hafa sömu réttindi og allir aðrir“ Helgi Hrafn sagði múslima ekki vera að ná völdum. „Það eru þrír sjálfkallaðir nýfasistar á Evrópuþinginu. Núll íslamistar. Það komust tveir menn inn í borgarstjórn núna í síðustu kosningum út á þetta moskumál. Núll íslamistar. Múslimar eru ekki að ná völdum, sjaría er ekki á leiðinni. Við þurfum að óttast hægrisinnaðan þjóðernishroka sem er rísandi hér eins og annars staðar í Evrópu. Varðandi það hvernig við getum unnið bug á óttanum við múslima, lærðu að heilsa þeim. Lærðu að segja As-salamu alaykum.“ „Við erum partur af samfélaginu. Það er bara lágkúrulegt að við séum á 21. öldinni og enn að hugsa eins og við séum á 18. öld. „Þetta erum við og þetta eru þið.“ Tölum um hvað múslimar eru að gera á Íslandi,“ sagði Salmann Tamimi. Umræðuþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00 Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 „Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins“ Rætt var við hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í vikunni. 11. mars 2015 18:51 „Vill hann láta afhausa sig?“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók þátt í "Einn á móti öllum“ í Bítinu í morgun þar sem rætt var um innflytjendamál. 11. mars 2015 09:53 „Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, Salmann Tamimi, Soumia Islami, Margrét Friðriksdóttir og Gústaf Níelsson tóku þátt í umræðum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í tengslum við þáttinn Múslimarnir okkar. Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið líflegar og var meðal annars rætt um byggingu mosku á Íslandi, Pegida-samtökin og meinta íslamsvæðingu Evrópu. Þá velti Lóa Pind því upp hvað væri hægt að gera til að mæta þeim ótta sem virðist búa í brjósti Íslendinga gagnvart múslimum. „Ég held satt best að segja að það sé verið að yfirgera þennan ótta, óttinn er ekki neitt sérstakur. Ég held að flestir Íslendingar spyrji sig hvaða erindi á íslam við þetta litla friðsæla samfélag. Ég hugsa að flestum þyki þetta eins og óboðinn gestur,“ sagði Gústaf. Þá minntist Margrét á sjaría-lög: „Það sem ég óttast við íslam eru þessi sjaría-lög. Mér finnst þau stórhættuleg, þau stangast á við íslenskt samfélag, íslensk lög.“ Soumia Islami sagði sömu lög og reglur gilda fyrir alla á Íslandi. „Það er trúfrelsi fyrir alla og trú á ekki að koma nálægt lögum og reglum á Íslandi. Ég vil hafa kristið fólk í kringum mig og ég vil ekki að íslam taki yfir eða neitt slíkt. En múslimar á Íslandi eiga að hafa sömu réttindi og allir aðrir“ Helgi Hrafn sagði múslima ekki vera að ná völdum. „Það eru þrír sjálfkallaðir nýfasistar á Evrópuþinginu. Núll íslamistar. Það komust tveir menn inn í borgarstjórn núna í síðustu kosningum út á þetta moskumál. Núll íslamistar. Múslimar eru ekki að ná völdum, sjaría er ekki á leiðinni. Við þurfum að óttast hægrisinnaðan þjóðernishroka sem er rísandi hér eins og annars staðar í Evrópu. Varðandi það hvernig við getum unnið bug á óttanum við múslima, lærðu að heilsa þeim. Lærðu að segja As-salamu alaykum.“ „Við erum partur af samfélaginu. Það er bara lágkúrulegt að við séum á 21. öldinni og enn að hugsa eins og við séum á 18. öld. „Þetta erum við og þetta eru þið.“ Tölum um hvað múslimar eru að gera á Íslandi,“ sagði Salmann Tamimi. Umræðuþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00 Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 „Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins“ Rætt var við hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í vikunni. 11. mars 2015 18:51 „Vill hann láta afhausa sig?“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók þátt í "Einn á móti öllum“ í Bítinu í morgun þar sem rætt var um innflytjendamál. 11. mars 2015 09:53 „Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00
Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46
„Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins“ Rætt var við hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í vikunni. 11. mars 2015 18:51
„Vill hann láta afhausa sig?“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók þátt í "Einn á móti öllum“ í Bítinu í morgun þar sem rætt var um innflytjendamál. 11. mars 2015 09:53
„Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09
Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent