Sport

Verstu sætin á bardaga aldarinnar kosta 210.000 krónur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þeir lofa mögnuðum bardaga.
Þeir lofa mögnuðum bardaga. vísir/getty
Miðaverðið á hnefaleikabardaga aldarinnar á milli Floyd Mayweather og Manny Pacquiao er hreint með ólíkindum.

Bardaginn fer fram í MGM Grand Arena í Las Vegas 2. maí og kosta ódýrustu miðarnir lengst upp í rjáfri heila 1.500 dali eða því sem nemur 210.000 íslenskum krónum.

Því nær sem fólk færist hringnum því dýrari verða miðarnir, en þeir dýrustu kosta 7.500 dali eða rétt rúmlega eina milljóna íslenskra króna.

Eins og alltaf er hægt að fá miða á svarta markaðnum, en fólk þarf heldur betur að vera vel stætt til að kaupa miða þar.

Samkvæmt frétt Daily Mail hafa miðar selst á svarta markaðnum fyrir 150.000 dali eða 21 milljón íslenskra króna.

Hótelverð hefur hækkað mikið í Las Vegas í kringum bardagann en nóttin er nú að fara á 1.000 dali á nóttu eða 140.000 krónur.

Strákarnir lofa þó mögnuðum bardaga: „Við verðum eins góðir og við mögulega getum þetta kvöld. Það er ekki sá bardagi til sem okkur langar báðum að vinna meira en þennan,“ segir Floyd Mayweather.


Tengdar fréttir

Pacquiao syngur eigið inngöngulag

Það er greinilega ekki til það verk sem er Manny Pacquiao ofviða. Hann er einn besti hnefaleikamaður heims, er atvinnumaður í körfubolta, stjórnmálamaður og nú söngvari.

Veðjar 215 milljónum á sigur Mayweather

Bandaríski rapparinn 50 Cent er fullviss um að Floyd Mayweather muni vinna Manny Pacquiao í maí og mun veðja alvöru peningum á þennan bardaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×