Fótbolti

Bayern München jafnaði eigið met

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Bayern fagna einu sjö marka sinna í gær.
Leikmenn Bayern fagna einu sjö marka sinna í gær. vísir/getty
Bayern München tryggði sér sæti í átta-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með stórsigri, 7-0, á Shakhtar Donetsk á Allianz Arena í gærkvöldi.

Thomas Müller (2), Jerome Boateng, Franck Ribéry, Holger Badstuber, Robert Lewandowski og Mario Götze skoruðu mörk Þýskalandsmeistarannna sem eru komnir í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar fjórða árið í röð.

Með sigrinum jafnaði Bayern sitt eigið met yfir stærsta sigur í útsláttarkeppni í sögu Meistaradeildar Evrópu, sem var sett á stofn tímabilið 1992-93.

Fyrir þremur árum vann Bayern einnig 7-0 sigur, á Basel á heimavelli í seinni leiknum í 16-liða úrslitum. Mario Gomez skoraði fernu í leiknum, Arjen Robben tvennu og Müller eitt mark.

Tíu af þeim 14 leikmönnum Bayern sem tóku þátt í leiknum gegn Basel eru enn í herbúðum liðsins.

Stærstu sigrar í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar:

Bayern München 7-0 Shakhtar Donetsk, 16-liða úrslit 2015

Bayern München 7-0 Basel, 16-liða úrslit 2012

Manchester United 7-1 Roma, átta-liða úrslit 2007

Bayern München 7-1 Sporting CP, 16-liða úrslit 2009

Barcelona 7-1 Bayer Leverkusen, 16-liða úrslit 2012

Lyon 7-2 Werder Bremen, 16-liða úrslit 2005

Arsenal 5-0 Porto, 16-liða úrslit 2010

Schalke 1-6 Real Madrid, 16-liða úrslit 2014


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×