Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sent frá sér fyrsta tónlistarmyndbandið af nýjustu plötu sinni Vulnicura. Myndbandið er við lagið Lionsong sem er einn af burðarásum plötunnar.
Myndbandið vann tónlistarkonan í samstarfi við hollenska tvíeykið Ines & Vinoodh. Það er afar dimmt og drungalegt og nær vel að fanga stemningu plötunnar.