NBA: Golden State miklu betra í uppgjöri toppliðanna | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2015 07:30 Andre Iguodala eftir eina körfu sína fyrir Golden State Warriors í nótt. Vísir/Getty Golden State Warriors vann örugglega í nótt í leik liðanna með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta, Cleveland Cavaliers vann fjórtánda heimaleikinn í röð, Dwyane Wade fór á kostum í fjórða leikhlutanum í sigri Miami Heat og Russell Westbrook er áfram illviðráðanlegur fyrir mótherja Oklahoma City Thunder.Harrison Barnes skoraði 25 stig fyrir Golden State Warriors í 114-95 heimasigri á Atlanta Hawks en þarna fóru liðin með besta árangurinn í Vesturdeildinni annarsvegar og Austurdeildinni hinsvegar. Andre Iguodala var með 21 stig fyrir Golden State og Stephen Curry bætti við 16 stigum og 12 stoðsendingum. Golden State Warriors er því áfram með besta árangurinn í deildinni eða 54 sigra í 67 leikjum. Þetta var tíundi heimasigur liðsins í röð.J.R. Smith og Timofey Mozgov skoruðu báðir 17 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 117-92 sigur á Brooklyn Nets. LeBron James skoraði sextán stig í þessum fjórtánda heimasigri Cleveland-liðsins í röð. Kevin Love kom aftur inn í liðið eftir tveggja leikja fjarveru og var með 10 stig og 11 fráköst.Dwyane Wade skoraði 15 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann Portland Trail Blazers 108-104. Miami var ellefu stigum undir í byrjun seinni hálfleiks en Wade og félagar snéru þessu við í seinni hálfleiknum. Luol Deng var með 24 stig og hundrað prósent þriggja stiga skotnýtingu (4 af 4) og Goran Dragic var með 20 stig og 11 stoðsendingar. LaMarcus Aldridge skoraði 34 stig og tók 12 fráköst fyrir Portland.Russell Westbrook var með 36 stig, 10 stoðsendingar, 5 fráköst og 5 stolna bolta þegar Oklahoma City Thunder endaði fimm leikja sigurgöngu Boston Celtics með 122-118 sigri. Enes Kanter skoraði 22 stig og tók 10 fráköst fyrir Thunder og Anthony Morrow skoraði 20 stig. Marcus Smart skoraði mest fyrir Boston eða 25 stig en þeir Kelly Olynyk og Brandon Bass voru báðir með 20 stig.Danny Green var með 20 stig og Tim Duncan skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 114-103 útisigur á Milwaukee Bucks. Þetta var áttundi sigur Spurs í tíu leikjum en þessi kom kvöldið eftir vandræðalegt tap á móti New York Knicks.Nýliðinn Nikola Mirotic var með 20 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Chicago Bulls vann 103-86 sigur á Indiana Pacers. Mike Dunleavy skoraði 21 stig fyrir Bulls og Pau Gasol var með 19 stig og 12 fráköst.Dirk Nowitzki var með 25 stig þegar Dallas Mavericks vann Orlando Magic 107-102 en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. Elfrid Payton var með þrennu fyrir Orlando, skoraði 15 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar en þetta var sjötta tap Orlando-liðsins í röð.Chris Paul var með 30 stig og 11 stoðsendingar í 116-105 sigri Los Angeles Clippers á Sacramento Kings. J.J. Redick skoraði sjö þrista og alls 27 stig fyrir Clippers-liðið sem skoraði sautján þriggja stiga körfur í leiknum. Blake Griffin var með 19 stig og 10 fráköst og Hedo Turkoglu skoraði 19 stig.Þrenna Reggie Jackson, 11 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar, dugði ekki liði Detroit Pistons sem tapaði 94-83 á móti Philadelphia 76ers. Jason Richardson var stigahæstur hjá 76ers í aðeins öðrum sigri liðsins í síðustu tíu leikjum.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 117-92 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons 94-83 Miami Heat - Portland Trail Blazers 108-104 Toronto Raptors - Minnesota Timberwolves 105-100 Chicago Bulls - Indiana Pacers 103-86 Milwaukee Bucks - San Antonio Spurs 103-114 Oklahoma City Thunder - Boston Celtics 122-118 Dallas Mavericks - Orlando Magic 107-102 Sacramento Kings - Los Angeles Clippers 105-116 Golden State Warriors - Atlanta Hawks 114-95 Utah Jazz - Washington Wizards 84-88Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Sjá meira
Golden State Warriors vann örugglega í nótt í leik liðanna með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta, Cleveland Cavaliers vann fjórtánda heimaleikinn í röð, Dwyane Wade fór á kostum í fjórða leikhlutanum í sigri Miami Heat og Russell Westbrook er áfram illviðráðanlegur fyrir mótherja Oklahoma City Thunder.Harrison Barnes skoraði 25 stig fyrir Golden State Warriors í 114-95 heimasigri á Atlanta Hawks en þarna fóru liðin með besta árangurinn í Vesturdeildinni annarsvegar og Austurdeildinni hinsvegar. Andre Iguodala var með 21 stig fyrir Golden State og Stephen Curry bætti við 16 stigum og 12 stoðsendingum. Golden State Warriors er því áfram með besta árangurinn í deildinni eða 54 sigra í 67 leikjum. Þetta var tíundi heimasigur liðsins í röð.J.R. Smith og Timofey Mozgov skoruðu báðir 17 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 117-92 sigur á Brooklyn Nets. LeBron James skoraði sextán stig í þessum fjórtánda heimasigri Cleveland-liðsins í röð. Kevin Love kom aftur inn í liðið eftir tveggja leikja fjarveru og var með 10 stig og 11 fráköst.Dwyane Wade skoraði 15 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann Portland Trail Blazers 108-104. Miami var ellefu stigum undir í byrjun seinni hálfleiks en Wade og félagar snéru þessu við í seinni hálfleiknum. Luol Deng var með 24 stig og hundrað prósent þriggja stiga skotnýtingu (4 af 4) og Goran Dragic var með 20 stig og 11 stoðsendingar. LaMarcus Aldridge skoraði 34 stig og tók 12 fráköst fyrir Portland.Russell Westbrook var með 36 stig, 10 stoðsendingar, 5 fráköst og 5 stolna bolta þegar Oklahoma City Thunder endaði fimm leikja sigurgöngu Boston Celtics með 122-118 sigri. Enes Kanter skoraði 22 stig og tók 10 fráköst fyrir Thunder og Anthony Morrow skoraði 20 stig. Marcus Smart skoraði mest fyrir Boston eða 25 stig en þeir Kelly Olynyk og Brandon Bass voru báðir með 20 stig.Danny Green var með 20 stig og Tim Duncan skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 114-103 útisigur á Milwaukee Bucks. Þetta var áttundi sigur Spurs í tíu leikjum en þessi kom kvöldið eftir vandræðalegt tap á móti New York Knicks.Nýliðinn Nikola Mirotic var með 20 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Chicago Bulls vann 103-86 sigur á Indiana Pacers. Mike Dunleavy skoraði 21 stig fyrir Bulls og Pau Gasol var með 19 stig og 12 fráköst.Dirk Nowitzki var með 25 stig þegar Dallas Mavericks vann Orlando Magic 107-102 en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. Elfrid Payton var með þrennu fyrir Orlando, skoraði 15 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar en þetta var sjötta tap Orlando-liðsins í röð.Chris Paul var með 30 stig og 11 stoðsendingar í 116-105 sigri Los Angeles Clippers á Sacramento Kings. J.J. Redick skoraði sjö þrista og alls 27 stig fyrir Clippers-liðið sem skoraði sautján þriggja stiga körfur í leiknum. Blake Griffin var með 19 stig og 10 fráköst og Hedo Turkoglu skoraði 19 stig.Þrenna Reggie Jackson, 11 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar, dugði ekki liði Detroit Pistons sem tapaði 94-83 á móti Philadelphia 76ers. Jason Richardson var stigahæstur hjá 76ers í aðeins öðrum sigri liðsins í síðustu tíu leikjum.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 117-92 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons 94-83 Miami Heat - Portland Trail Blazers 108-104 Toronto Raptors - Minnesota Timberwolves 105-100 Chicago Bulls - Indiana Pacers 103-86 Milwaukee Bucks - San Antonio Spurs 103-114 Oklahoma City Thunder - Boston Celtics 122-118 Dallas Mavericks - Orlando Magic 107-102 Sacramento Kings - Los Angeles Clippers 105-116 Golden State Warriors - Atlanta Hawks 114-95 Utah Jazz - Washington Wizards 84-88Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Sjá meira