Öll vorveiðin hjá Hreggnasa uppseld nema í Grímsá Karl Lúðvíksson skrifar 19. mars 2015 10:16 Hér er kastað fyrir sjóbirting í Grímsá 12 dagar í að veiðin byrji og þessir 12 dagar sem líða jafn hægt hjá veiðimönnum eins og 12 dagar til jóla hjá börnum sem bíða eftir því að opna pakkana. Fiðringurinn magnast og það styttist í að veiðin fari í fullan gang en það gerist 1.apríl þegar sjóbirtingssvæðin opna. Þegar veiðisöluvefirnir eru skoðaðir sést að það er mjög mismunandi eftir félögum hversu mikið er eftir af leyfum. Einn af þeim veiðileyfasölum sem á líklega minnst eftir af veiðileyfum er Hreggnasi en það eru öll leyfi uppseld nema örfáir dagar í Grímsá. Það er frekar stutt síðan þeir fóru að selja leyfi í Laxá í Kjós en hún hefur notið þvílíkra vinsælda að nú þegar eru veiðimenn farnir að safnast upp á biðlista. Þeir sem hafa komist þarna inn halda áfram ár eftir ár enda er stutt að fara frá bænum og veiðisvæðið afskaplega skemmtilegt og gjöfult. Í Kjósinni er mest veitt á svæði sem laxveiðimenn þekkja líklega best sem frjálsa svæðið en á þessu svæði er oft mikið af sjóbirting á laxveiðitímanum og geta þeir margir orðið afskaplega vænir. Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði
12 dagar í að veiðin byrji og þessir 12 dagar sem líða jafn hægt hjá veiðimönnum eins og 12 dagar til jóla hjá börnum sem bíða eftir því að opna pakkana. Fiðringurinn magnast og það styttist í að veiðin fari í fullan gang en það gerist 1.apríl þegar sjóbirtingssvæðin opna. Þegar veiðisöluvefirnir eru skoðaðir sést að það er mjög mismunandi eftir félögum hversu mikið er eftir af leyfum. Einn af þeim veiðileyfasölum sem á líklega minnst eftir af veiðileyfum er Hreggnasi en það eru öll leyfi uppseld nema örfáir dagar í Grímsá. Það er frekar stutt síðan þeir fóru að selja leyfi í Laxá í Kjós en hún hefur notið þvílíkra vinsælda að nú þegar eru veiðimenn farnir að safnast upp á biðlista. Þeir sem hafa komist þarna inn halda áfram ár eftir ár enda er stutt að fara frá bænum og veiðisvæðið afskaplega skemmtilegt og gjöfult. Í Kjósinni er mest veitt á svæði sem laxveiðimenn þekkja líklega best sem frjálsa svæðið en á þessu svæði er oft mikið af sjóbirting á laxveiðitímanum og geta þeir margir orðið afskaplega vænir.
Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði