Smíði draumalestar Elon Musk hafin Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2015 09:32 Hyperloop lestin. Elon Musk forstjóri Tesla er ekki einhamur maður og hann hefur fleira á prjónunum en smíði bíla. Musk er einnig hugmyndasmiður „Hyperloop“-lestarinnar, en hún svífur í röri og fer ógnarhratt á milli staða. Nú hefur verið ákveðið að smíða um 8 kílómetra bút af lest af þessu tagi í Quay Valley, sem er mitt á milli Los Angeles og San Francisco. Það er Hyperloop Transportation Technologies (HTT) sem sér um smíði hennar, en þar hefur Elon Musk lítil tök. Smíði hennar er ekki bara í tilraunaskyni, heldur á hún að þjóna íbúum á þessu svæði og í framtíðinni má við hana bæta í báðar áttir. Kostnaðurinn við smíði hennar er 13,2 milljarðar króna. Ef slík lest yrði smíðuð á milli Los Angeles og San Francisco myndi það kosta 800 og 1.300 milljarðar króna. Hún á að geta ferðast á 962 km hraða, eða á svipaðri ferð og venjulegr farþegaþotur. Því gæti skilað fólki á milli borganna á um hálftíma, vegna þess ógnarhraða sem hún nær. Þessi stutti bútur sem smíðaður verður nú hamlar að lestin nái þessum mikla hraða, en til þess þarf lengri vegalengd. Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent
Elon Musk forstjóri Tesla er ekki einhamur maður og hann hefur fleira á prjónunum en smíði bíla. Musk er einnig hugmyndasmiður „Hyperloop“-lestarinnar, en hún svífur í röri og fer ógnarhratt á milli staða. Nú hefur verið ákveðið að smíða um 8 kílómetra bút af lest af þessu tagi í Quay Valley, sem er mitt á milli Los Angeles og San Francisco. Það er Hyperloop Transportation Technologies (HTT) sem sér um smíði hennar, en þar hefur Elon Musk lítil tök. Smíði hennar er ekki bara í tilraunaskyni, heldur á hún að þjóna íbúum á þessu svæði og í framtíðinni má við hana bæta í báðar áttir. Kostnaðurinn við smíði hennar er 13,2 milljarðar króna. Ef slík lest yrði smíðuð á milli Los Angeles og San Francisco myndi það kosta 800 og 1.300 milljarðar króna. Hún á að geta ferðast á 962 km hraða, eða á svipaðri ferð og venjulegr farþegaþotur. Því gæti skilað fólki á milli borganna á um hálftíma, vegna þess ógnarhraða sem hún nær. Þessi stutti bútur sem smíðaður verður nú hamlar að lestin nái þessum mikla hraða, en til þess þarf lengri vegalengd.
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent