Smíði draumalestar Elon Musk hafin Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2015 09:32 Hyperloop lestin. Elon Musk forstjóri Tesla er ekki einhamur maður og hann hefur fleira á prjónunum en smíði bíla. Musk er einnig hugmyndasmiður „Hyperloop“-lestarinnar, en hún svífur í röri og fer ógnarhratt á milli staða. Nú hefur verið ákveðið að smíða um 8 kílómetra bút af lest af þessu tagi í Quay Valley, sem er mitt á milli Los Angeles og San Francisco. Það er Hyperloop Transportation Technologies (HTT) sem sér um smíði hennar, en þar hefur Elon Musk lítil tök. Smíði hennar er ekki bara í tilraunaskyni, heldur á hún að þjóna íbúum á þessu svæði og í framtíðinni má við hana bæta í báðar áttir. Kostnaðurinn við smíði hennar er 13,2 milljarðar króna. Ef slík lest yrði smíðuð á milli Los Angeles og San Francisco myndi það kosta 800 og 1.300 milljarðar króna. Hún á að geta ferðast á 962 km hraða, eða á svipaðri ferð og venjulegr farþegaþotur. Því gæti skilað fólki á milli borganna á um hálftíma, vegna þess ógnarhraða sem hún nær. Þessi stutti bútur sem smíðaður verður nú hamlar að lestin nái þessum mikla hraða, en til þess þarf lengri vegalengd. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent
Elon Musk forstjóri Tesla er ekki einhamur maður og hann hefur fleira á prjónunum en smíði bíla. Musk er einnig hugmyndasmiður „Hyperloop“-lestarinnar, en hún svífur í röri og fer ógnarhratt á milli staða. Nú hefur verið ákveðið að smíða um 8 kílómetra bút af lest af þessu tagi í Quay Valley, sem er mitt á milli Los Angeles og San Francisco. Það er Hyperloop Transportation Technologies (HTT) sem sér um smíði hennar, en þar hefur Elon Musk lítil tök. Smíði hennar er ekki bara í tilraunaskyni, heldur á hún að þjóna íbúum á þessu svæði og í framtíðinni má við hana bæta í báðar áttir. Kostnaðurinn við smíði hennar er 13,2 milljarðar króna. Ef slík lest yrði smíðuð á milli Los Angeles og San Francisco myndi það kosta 800 og 1.300 milljarðar króna. Hún á að geta ferðast á 962 km hraða, eða á svipaðri ferð og venjulegr farþegaþotur. Því gæti skilað fólki á milli borganna á um hálftíma, vegna þess ógnarhraða sem hún nær. Þessi stutti bútur sem smíðaður verður nú hamlar að lestin nái þessum mikla hraða, en til þess þarf lengri vegalengd.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent