Smíði draumalestar Elon Musk hafin Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2015 09:32 Hyperloop lestin. Elon Musk forstjóri Tesla er ekki einhamur maður og hann hefur fleira á prjónunum en smíði bíla. Musk er einnig hugmyndasmiður „Hyperloop“-lestarinnar, en hún svífur í röri og fer ógnarhratt á milli staða. Nú hefur verið ákveðið að smíða um 8 kílómetra bút af lest af þessu tagi í Quay Valley, sem er mitt á milli Los Angeles og San Francisco. Það er Hyperloop Transportation Technologies (HTT) sem sér um smíði hennar, en þar hefur Elon Musk lítil tök. Smíði hennar er ekki bara í tilraunaskyni, heldur á hún að þjóna íbúum á þessu svæði og í framtíðinni má við hana bæta í báðar áttir. Kostnaðurinn við smíði hennar er 13,2 milljarðar króna. Ef slík lest yrði smíðuð á milli Los Angeles og San Francisco myndi það kosta 800 og 1.300 milljarðar króna. Hún á að geta ferðast á 962 km hraða, eða á svipaðri ferð og venjulegr farþegaþotur. Því gæti skilað fólki á milli borganna á um hálftíma, vegna þess ógnarhraða sem hún nær. Þessi stutti bútur sem smíðaður verður nú hamlar að lestin nái þessum mikla hraða, en til þess þarf lengri vegalengd. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent
Elon Musk forstjóri Tesla er ekki einhamur maður og hann hefur fleira á prjónunum en smíði bíla. Musk er einnig hugmyndasmiður „Hyperloop“-lestarinnar, en hún svífur í röri og fer ógnarhratt á milli staða. Nú hefur verið ákveðið að smíða um 8 kílómetra bút af lest af þessu tagi í Quay Valley, sem er mitt á milli Los Angeles og San Francisco. Það er Hyperloop Transportation Technologies (HTT) sem sér um smíði hennar, en þar hefur Elon Musk lítil tök. Smíði hennar er ekki bara í tilraunaskyni, heldur á hún að þjóna íbúum á þessu svæði og í framtíðinni má við hana bæta í báðar áttir. Kostnaðurinn við smíði hennar er 13,2 milljarðar króna. Ef slík lest yrði smíðuð á milli Los Angeles og San Francisco myndi það kosta 800 og 1.300 milljarðar króna. Hún á að geta ferðast á 962 km hraða, eða á svipaðri ferð og venjulegr farþegaþotur. Því gæti skilað fólki á milli borganna á um hálftíma, vegna þess ógnarhraða sem hún nær. Þessi stutti bútur sem smíðaður verður nú hamlar að lestin nái þessum mikla hraða, en til þess þarf lengri vegalengd.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent